Borgin ríður á vaðið og skuldbindur sig til að taka á móti 1.500 flóttamönnum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. nóvember 2022 20:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og Nicole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, undirrita samninginn í dag. vísir/steingrímur dúi Reykjavíkurborg hefur skuldbundið sig til að taka á móti allt að fimmtán hundruð flóttamönnum á næsta ári. Borgarstjóri og félagsmálaráðherra vona að fleiri sveitarfélög skrifi undir slíka samninga við ríkið sem fyrst. Samningar ríkisins við sveitarfélög landsins um samræmda móttöku flóttafólks hafa verið tilbúnir síðan í haust. Þeir felast í fjárstuðningi frá ríkinu svo sveitarfélögin geti veitt þeim fjölda flóttafólks sem það er tilbúið að taka á móti fullnægjandi þjónustu. Sumum hefur þótt sveitarfélögin draga lappirnar í þessum efnum en félagsmálaráðherra segir vona á að fleiri sveitarfélög en borgin skrifi undir á næstunni. „Jú, það er von á fleirum bara núna á næstu vikum. Við eigum í samtali við allmörg sveitarfélög. Og svo vil ég bara hvetja þau sveitarfélög sem eru kannski komin aðeins styttra til að koma inn í þetta líka. Og ég held að svona fordæmi sem að skapast með því að stærsta sveitarfélag landsins komi núna inn í þetta sé mjög jákvætt,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Ráðherrann er ánægður með að borgin hafi riðið á vaðið fyrst sveitarfélaga og undirritað samninginn.vísir/vilhelm Taka við þrefallt fleirum Reykjavíkurborg hafði áður skuldbundið sig til að taka á móti fimm hundruð manns. Sú tala hækkar nú upp í fimmtán hundruð út næsta ár en til að setja það í samhengi er það um helmingur þess fjölda sem hefur komið hingað til lands það sem af er ári. „Þessi tala er mikið hærri en áður og þetta er svona mikið almennara. Og því miður held ég að við þurfum að ganga út frá því að stríðinu í Úkraínu sé ekki að ljúka og þetta verði að einhverju leyti viðvarandi verkefni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Dagur segir verkefnið ekki auðvelt en borgarstjórn sé á einu máli um að það sé það rétta í stöðunni.Vísir/Vilhelm Og það verkefni er ekki auðvelt að sögn Dags. Helstu áskoranirnar eru að finna húsnæði fyrir allan þennan fjölda. „Þetta er auðvitað áskorun. Ég ætla ekkert að leyna því. En borgarstjórn hefur verið sammála alveg frá fyrsta degi innrásarinnar í Úkraínu að borgin bæði fordæmir innrásina, stríðið og hefur lýst sig tilbúin til að taka höndum saman með ríkinu en líka öðrum sveitarfélögum að móttöku flóttafólks.“ Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Innflytjendamál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Samningar ríkisins við sveitarfélög landsins um samræmda móttöku flóttafólks hafa verið tilbúnir síðan í haust. Þeir felast í fjárstuðningi frá ríkinu svo sveitarfélögin geti veitt þeim fjölda flóttafólks sem það er tilbúið að taka á móti fullnægjandi þjónustu. Sumum hefur þótt sveitarfélögin draga lappirnar í þessum efnum en félagsmálaráðherra segir vona á að fleiri sveitarfélög en borgin skrifi undir á næstunni. „Jú, það er von á fleirum bara núna á næstu vikum. Við eigum í samtali við allmörg sveitarfélög. Og svo vil ég bara hvetja þau sveitarfélög sem eru kannski komin aðeins styttra til að koma inn í þetta líka. Og ég held að svona fordæmi sem að skapast með því að stærsta sveitarfélag landsins komi núna inn í þetta sé mjög jákvætt,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Ráðherrann er ánægður með að borgin hafi riðið á vaðið fyrst sveitarfélaga og undirritað samninginn.vísir/vilhelm Taka við þrefallt fleirum Reykjavíkurborg hafði áður skuldbundið sig til að taka á móti fimm hundruð manns. Sú tala hækkar nú upp í fimmtán hundruð út næsta ár en til að setja það í samhengi er það um helmingur þess fjölda sem hefur komið hingað til lands það sem af er ári. „Þessi tala er mikið hærri en áður og þetta er svona mikið almennara. Og því miður held ég að við þurfum að ganga út frá því að stríðinu í Úkraínu sé ekki að ljúka og þetta verði að einhverju leyti viðvarandi verkefni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Dagur segir verkefnið ekki auðvelt en borgarstjórn sé á einu máli um að það sé það rétta í stöðunni.Vísir/Vilhelm Og það verkefni er ekki auðvelt að sögn Dags. Helstu áskoranirnar eru að finna húsnæði fyrir allan þennan fjölda. „Þetta er auðvitað áskorun. Ég ætla ekkert að leyna því. En borgarstjórn hefur verið sammála alveg frá fyrsta degi innrásarinnar í Úkraínu að borgin bæði fordæmir innrásina, stríðið og hefur lýst sig tilbúin til að taka höndum saman með ríkinu en líka öðrum sveitarfélögum að móttöku flóttafólks.“
Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Innflytjendamál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira