Menning

Tengsl lífsins, dauðans og þess sem bíður handan dauðans

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Jón Sæmundur Auðarson opnar sýninguna Litandi, litandi, litandi í Listasal Mosfellsbæjar.
Jón Sæmundur Auðarson opnar sýninguna Litandi, litandi, litandi í Listasal Mosfellsbæjar.

Jóni Sæmundi Auðarsyni er margt til lista lagt en hann opnar sýningu næstkomandi föstudag 18. nóvember sem ber nafnið Litandi, litandi, litandi. Fer hún fram í Listasal Mosfellsbæjar og er jafnframt síðasta sýning ársins hjá þeim.

Það verður nóg um að vera á opnuninni sem verður á milli klukkan 16:00 og 18:00 en Teitur Magnússon verður viðstaddur og mun spila lög af nýjustu plötu sinni. Hann og Jón Sæmundur hafa sameinað krafta sína í gegnum tíðina þar sem Jón hefur meðal annars hannað plötuumslög fyrir Teit og málað myndir í tengslum við það.

Plötuumslag fyrir Teit Magnússon og plötuna 33 hannað og málað af Jóni Sæmundi.

Í fréttatilkynningu segir meðal annars: 

„Jón Sæmundur er kröftugur listamaður sem er bæði þekktur í heimi myndlistar og tónlistar. 

Viðfangsefni verka hans á sýningunni eru andar en tengsl lífsins, dauðans og þess sem bíður handan dauðans hafa verið listamanninum hugleikin um langt skeið.“

Jón Sæmundur var meðlimur hljómsveitarinnar Dead Skeletons og fyrir tólf árum byrjaði hann að mála einn anda á striga í upphafi hverra tónleika. Hann segir þetta hafa hjálpað sér að undirbúa sig andlega fyrir tónleikana og komast yfir sviðsskrekk. Andarnir fylgja Jóni enn í dag í listsköpun hans og nú ekki bara fyrir tónleika, heldur hvenær sem andinn kemur yfir hann.

„Frá því að ég byrjaði að vinna þessa anda hef ég alltaf gefið þeim lýsandi titla sem enda á -andi. Litandi hefur komið nokkrum sinnum fyrir í eldri verkum og fannst mér hann viðeigandi núna og líka hversu margslunginn hann er. Andar í lit, ég litandi og andlit andans,“ segir Jón Sæmundur aðspurður um hvaðan titill sýningarinnar kemur. Manns andarnir eru ekki eina viðfangsefni hans.

„Einnig verð ég með nokkra hestsanda en það er sterk tenging þar við Mosfellssveitina þar sem ég fór stundum á hestbak með frændfólki mínu Mumma og Ósk í Lágholti og man ég þá sérstaklega eftir hestunum Hrímni, Lýsingi og Ugga sem koma fyrir á sýningunni,“ bætir Jón Sæmundur við að lokum. 

Andar eru Jóni Sæmundi hugleiknir og nokkrir hest-andar koma fyrir á sýningunni.

Síðasti sýningardagur er 16. desember. Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar, Þverholti 2. Opið er kl. 9-18 á virkum dögum og kl. 12-16 á laugardögum. Ókeypis og öll velkomin.


Tengdar fréttir

Baggalútur afhjúpar samstarf við frægan erlendan listamann

Ástsæla og sívinsæla sveitin Baggalútur var að senda frá sér myndband af áhugaverðum blaðamannafundi þeirra. Ástæðan er komandi jólatónleikatörn sveitarinnar og samstarf við tékkneska listamanninn og hönnuðinn Krištof Kintera.. 

Reynir að gera köngulærnar eins girnilegar og hægt er

Listakonan Helena Margrét fann fyrir keppnisskapi í listinni á sínum yngri árum en hún stendur nú fyrir einkasýningu í Ásmundarsal og tekur þátt í sýningum víða um heiminn á næstunni. Blaðamaður heyrði í henni og fékk að heyra nánar frá listinni og lífinu.

Ást og friður birtist sem dúfur sem róta í rusli

„Ég var nú mjög snemma búin að ákveða að listin væri það sem ég vildi leggja fyrir mig, enda var ég alltaf að teikna og búa eitthvað til þegar ég var barn,“ segir listakonan Auður Lóa Guðnadóttir en hún var að opna sýninguna Be Mine í Gallerí Þulu.

Skemmtilegt þegar fólk fær að gera eitthvað meira en bara að horfa

Þórdís Erla Zoega hefur átt viðburðaríkt ár þar sem hún var meðal annars valin bæjarlistarmaður Seltjarnarnesbæjar, setti upp sýningu í Kaupmannahöfn og opnaði einkasýninguna Spaced Out í Berg Contemporary. Þórdís Erla er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

KÚNST: Kvennakraftur í kirkjugarði

„Ég vildi fá að hafa smá femíniska slagsíðu í þessu,“ segir listamaðurinn Þrándur Þórarinsson um verk sem hann málaði af Þorbjörgu Sveinsdóttur, ljósmóður og kvenréttindabaráttukonu, og Guðrúnu Oddsdóttur, fyrstu manneskjunni sem var jörðuð í Hólavallagarði. Þrándur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Fossar og furðuverk sameinast í sendiráðinu

Listamaðurinn Jón Sæmundur stendur fyrir málverkasýningunni Fossar og Furðuverur í íslenska sendiráðinu í Bretlandi um þessar mundir. Á sýningunni blandar Jón saman seríum sem hann hefur verið að vinna að undanfarið en viðfangsefnið er fossar og önnur furðuverk, sem hafa lengi verið Jóni hugleikin. Blaðamaður heyrði í Jóni og fékk nánari innsýn í innblástur hans.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.