Innlent

Íbúar í Vogahverfi beðnir um að skoða stigaganga og geymslur

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Friðfinnur Freyr Kristinsson sást síðast í nýja Vogahverfinu á fimmtudaginn í síðustu viku
Friðfinnur Freyr Kristinsson sást síðast í nýja Vogahverfinu á fimmtudaginn í síðustu viku

Leit að Friðfinni Frey Kristinssyni verður haldið áfram í Reykjavík í dag. Lögregla biður fólk í Vogahverfinu enn um að skoða nærumhverfi sitt en fáar vísbendingar hafa borist.

Síðast er vitað um ferðir Friðfinns síðdegis á fimmtudaginn síðasta þegar hann fór frá Kuggavogi í Vogahverfinu. Hann er 42 ára gamall, klæddur í gráa peysu með Boss merki og í gráum joggingbuxum. Friðfinnur er 1,82 á hæð, grannvaxinn, með brúnt hár og alskegg.

Leit hófst að nýju í morgun í Vogahverfinu.vísir/Vilhelm

Efnt var til umfangsmikillar leitar í Vogahverfinu í gær. Lögregla og björgunarsveitir gengu um svæðið og notuðu dróna auk þess sem leitað var úr lofti í þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Lögregla hefur beðið íbúa í hverfinu um að skoða nærumhverfi sitt, til dæmis geymslur, stigaganga og garðskúra. Þá eru þeir sem eiga autt húsnæði í hverfinu beðnir um að skoða slíka staði.

Leit hófst að nýju í morgun

Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir fáar vísbendingar hafa borist og engar sem hafa skilað árangri. Leit hófst að nýju í morgun og að sögn Ágeirs verður hún nokkuð umfangsmikil líkt og í gær á þeim stutta tíma sem dagsbirtu nýtur við. Hann segir svæðið nokkuð yfirgripsmikið þar sem mikið er um nýbyggingar og yfirgefnar byggingar sem þarf að skoða.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Friðfinns eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×