Sér engar alvarlegar ábendingar um lögbrot Tryggvi Páll Tryggvason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. nóvember 2022 15:34 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki sjá neinar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir að vandlega verði farið yfir þær ábendingar sem finna má í skýrslunni. Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan var birt á vef Ríkisendurskoðunar í morgun eftir að henni var lekið til fjölmiðla í gær. Bankasýsla ríkisins sá um sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í lokuðu útboði til svokallaðra hæfra fjárfesta með tilboðsfyrirkomulagi. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að fjölþættir annmarkar hafi verið á söluferlinu. Bjarni ræddi skýrsluna í viðtali við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í Alþingishúsinu í dag. „Fyrstu viðbrögð eru þau að það er gott að hafa loksins fengið skýrsluna. Það eru fjölmargar ábendingar í skýrslunni sem að við hljótum að taka til okkar og meta, til dæmis varðandi framhaldið,“ sagði Bjarni. Aðspurður um það sem fram kom í skýrslunni um að mögulega hafi ríkissjóður getað fengið hærra verð fyrir hlut sinn í Íslandsbanka í útboðinu, vísaði Bjarni til þess að það væri ekki svo að verðið eitt réði förinni. „Ég er bara algjörlega ósammála því að lög setji svo slík skilyrði við söluna að það eitt eigi að trompa öll önnur markmið stjórnvalda. Við vorum skýr við öllu samtali við þingið og höfum verið opin með það nákvæmlega hvernig við erum að vega og meta þessu atriði saman, að verðið eitt og sér var ekki ráðandi og trompaði öll sjónarsmið sem við erum að vinna að,“ sagði Bjarni. Bíður eftir ábendingum þingsins Hann segist ætla sér að axla ábyrgð á málinu með því að hlusta eftir ábendingum og leggja til breytingar á söluferlinu, en íslenska ríkið á enn stóran hlut í Íslandsbanka. „Við tökum ábyrgð á þessu máli með því að leggja til breytingar á sölufyrirkomulaginu. Hlusta eftir ábendingum sem að koma fram í þessari skýrslu og hafa birst í umræðu. Nú er þessi skýrsla komin til þingsins til þess að fá meðferð þannig að ég bíð auðvitað eftir niðurstöðu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, ábendingum sem kunna að koma frá þinginu um atriði sem við ættum að skoða til lengri tíma litið,“ sagði Bjarni. Fulltrúar stjórnarandstöðu segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka áfellisdóm yfir stjórnvöldum. Kallað er eftir að rannsóknarnefnd Alþingis verði kölluð saman til að fara nánar ofan í saumana á málinu. Bjarni telur hins vegar að ekki sé þörf á því en segir að slíkar beiðnir komi ekki á óvart. „Ég hefði getað skrifað þessa frétt fyrir þig fyrir einhverjum dögum að þetta yrði sagt. En staðreyndin er sú að það eru ekki neinar vísbendingar um alvarleg brot, lögbrot, í þessari skýrslu. Svo sannarlega ekki hjá fjármálaráðuneytinu. Síðan eru að öðru leyti bara margvíslegar ábendingar um það sem betur hefði mátt fara. Svona rannsóknarnefndir hefur Alþingi sem úrræði þegar menn sjá fyrir sér að það sé rökstuddur grunur um að menn hafi farið á svig við lög og það hafi orðið af því mikið tjón fyrir einhvern eða einhverja stærri almannahagsmuni. Ég bara sé ekki slík mál í þessu tilviki sem kalli á slíka rannsókn,“ sagði Bjarni. Sér engar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot Aðspurður um hvort að Bjarni væri sáttur við niðurstöðu úttektarinnar, sagðist Bjarni ánægður með að vera kominn með hana í hendurnar. „Við munum fara ofan í sauma á þessum ábendingum sem má finna í skýrslunni. Það þarf að fara vandlega yfir þessa þætti sem þarf að ræða. Við munum hlusta eftir því sem eða við getum tekið til okkar. Ég sé engar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í þessari skýrslu. Það finnst mér nú vera stærsta atriðið. Varðandi málið að öðru leyti þá get ég bara ítrekað það sem ég hef sagt hingað til, ég er mjög ánægður með það hvert við erum komin með það að losa ríkið út úr Íslandsbanka.“ Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Alþingi Tengdar fréttir Fyrir liggi algjör falleinkunn og ríkisstjórnin verði að kannast við ábyrgð sína Fulltrúar stjórnarandstöðu segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka áfellisdóm yfir stjórnvöldum. Kallað er eftir að rannsóknarnefnd Alþingis verði stofnuð. Fjármálaráðherra beri alla ábyrgð. 14. nóvember 2022 12:15 Vinstri græn vilji bara vera inni í herberginu þegar góssinu sé skipt Greina má mikil viðbrögð og hörð á samfélagsmiðlum vegna efnis skýrslu Ríkisendurskoðanda um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. nóvember 2022 14:09 Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. 14. nóvember 2022 12:05 Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan var birt á vef Ríkisendurskoðunar í morgun eftir að henni var lekið til fjölmiðla í gær. Bankasýsla ríkisins sá um sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í lokuðu útboði til svokallaðra hæfra fjárfesta með tilboðsfyrirkomulagi. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að fjölþættir annmarkar hafi verið á söluferlinu. Bjarni ræddi skýrsluna í viðtali við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í Alþingishúsinu í dag. „Fyrstu viðbrögð eru þau að það er gott að hafa loksins fengið skýrsluna. Það eru fjölmargar ábendingar í skýrslunni sem að við hljótum að taka til okkar og meta, til dæmis varðandi framhaldið,“ sagði Bjarni. Aðspurður um það sem fram kom í skýrslunni um að mögulega hafi ríkissjóður getað fengið hærra verð fyrir hlut sinn í Íslandsbanka í útboðinu, vísaði Bjarni til þess að það væri ekki svo að verðið eitt réði förinni. „Ég er bara algjörlega ósammála því að lög setji svo slík skilyrði við söluna að það eitt eigi að trompa öll önnur markmið stjórnvalda. Við vorum skýr við öllu samtali við þingið og höfum verið opin með það nákvæmlega hvernig við erum að vega og meta þessu atriði saman, að verðið eitt og sér var ekki ráðandi og trompaði öll sjónarsmið sem við erum að vinna að,“ sagði Bjarni. Bíður eftir ábendingum þingsins Hann segist ætla sér að axla ábyrgð á málinu með því að hlusta eftir ábendingum og leggja til breytingar á söluferlinu, en íslenska ríkið á enn stóran hlut í Íslandsbanka. „Við tökum ábyrgð á þessu máli með því að leggja til breytingar á sölufyrirkomulaginu. Hlusta eftir ábendingum sem að koma fram í þessari skýrslu og hafa birst í umræðu. Nú er þessi skýrsla komin til þingsins til þess að fá meðferð þannig að ég bíð auðvitað eftir niðurstöðu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, ábendingum sem kunna að koma frá þinginu um atriði sem við ættum að skoða til lengri tíma litið,“ sagði Bjarni. Fulltrúar stjórnarandstöðu segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka áfellisdóm yfir stjórnvöldum. Kallað er eftir að rannsóknarnefnd Alþingis verði kölluð saman til að fara nánar ofan í saumana á málinu. Bjarni telur hins vegar að ekki sé þörf á því en segir að slíkar beiðnir komi ekki á óvart. „Ég hefði getað skrifað þessa frétt fyrir þig fyrir einhverjum dögum að þetta yrði sagt. En staðreyndin er sú að það eru ekki neinar vísbendingar um alvarleg brot, lögbrot, í þessari skýrslu. Svo sannarlega ekki hjá fjármálaráðuneytinu. Síðan eru að öðru leyti bara margvíslegar ábendingar um það sem betur hefði mátt fara. Svona rannsóknarnefndir hefur Alþingi sem úrræði þegar menn sjá fyrir sér að það sé rökstuddur grunur um að menn hafi farið á svig við lög og það hafi orðið af því mikið tjón fyrir einhvern eða einhverja stærri almannahagsmuni. Ég bara sé ekki slík mál í þessu tilviki sem kalli á slíka rannsókn,“ sagði Bjarni. Sér engar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot Aðspurður um hvort að Bjarni væri sáttur við niðurstöðu úttektarinnar, sagðist Bjarni ánægður með að vera kominn með hana í hendurnar. „Við munum fara ofan í sauma á þessum ábendingum sem má finna í skýrslunni. Það þarf að fara vandlega yfir þessa þætti sem þarf að ræða. Við munum hlusta eftir því sem eða við getum tekið til okkar. Ég sé engar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í þessari skýrslu. Það finnst mér nú vera stærsta atriðið. Varðandi málið að öðru leyti þá get ég bara ítrekað það sem ég hef sagt hingað til, ég er mjög ánægður með það hvert við erum komin með það að losa ríkið út úr Íslandsbanka.“
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Alþingi Tengdar fréttir Fyrir liggi algjör falleinkunn og ríkisstjórnin verði að kannast við ábyrgð sína Fulltrúar stjórnarandstöðu segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka áfellisdóm yfir stjórnvöldum. Kallað er eftir að rannsóknarnefnd Alþingis verði stofnuð. Fjármálaráðherra beri alla ábyrgð. 14. nóvember 2022 12:15 Vinstri græn vilji bara vera inni í herberginu þegar góssinu sé skipt Greina má mikil viðbrögð og hörð á samfélagsmiðlum vegna efnis skýrslu Ríkisendurskoðanda um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. nóvember 2022 14:09 Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. 14. nóvember 2022 12:05 Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Fyrir liggi algjör falleinkunn og ríkisstjórnin verði að kannast við ábyrgð sína Fulltrúar stjórnarandstöðu segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka áfellisdóm yfir stjórnvöldum. Kallað er eftir að rannsóknarnefnd Alþingis verði stofnuð. Fjármálaráðherra beri alla ábyrgð. 14. nóvember 2022 12:15
Vinstri græn vilji bara vera inni í herberginu þegar góssinu sé skipt Greina má mikil viðbrögð og hörð á samfélagsmiðlum vegna efnis skýrslu Ríkisendurskoðanda um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. nóvember 2022 14:09
Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. 14. nóvember 2022 12:05
Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44