Fyrir liggi algjör falleinkunn og ríkisstjórnin verði að kannast við ábyrgð sína Jakob Bjarnar og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. nóvember 2022 12:15 Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, er ómyrkur í máli um skýrslu Ríkisendurskoðanda. Hann segir ljóst að setja verði á fót rannsóknarnefnd alþingis til að fara nánar í saumana á því sem út af stendur: Hver ber ábyrgðina? Vísir/Vilhelm Fulltrúar stjórnarandstöðu segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka áfellisdóm yfir stjórnvöldum. Kallað er eftir að rannsóknarnefnd Alþingis verði stofnuð. Fjármálaráðherra beri alla ábyrgð. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis, segir skýrsluna áfellisdóm yfir því hvernig stjórnvöld höguðu þessari mikilvægu sölu. „Það sem kannski er verst við þetta er að niðurstaðan óhjákvæmilega leiðir okkur að því að það verður mjög erfitt að selja frekari eignarhluti í Íslandsbanka í náinni framtíð. Vegna þess að það er allt traust farið.“ Sigmar segir að meðal þess sem bent er á í skýrslunni sé að mögulega hafi verðið verið of lágt og það hafi miðast um of við væntingar og óskir erlendra fjárfesta. „Það er verið að velta því upp að ekki hafi verið tekið tillit til orðsporsáhættu. Og upplýsingagjöf og kynning hafi verið í ólagi, ekki gerðar nægar kröfur og ýmis viðmið voru óskýr. En það er líka margt sem ekki er í skýrslunni sem er áhugavert. Og ríkisendurskoðandi bendir á það að ekki er verið að skoða ábyrgð stjórnvalda, ábyrgð ríkisstjórnarinnar sem lýtur að ráðherranefndinni í aðdragandanum, því sem lýtur að niðurlagningu bankasýslunnar í ofboði eftir að allt fór í háaloft þegar listi yfir kaupendur lá fyrir.“ Stofna verði rannsóknarnefnd Alþingis Sigmar telur einboðið að rannsaka þurfi þetta allt miklu betur og með víðtækari hætti eins og ríkisendurskoðandi er að tala um að hann hafi ekki verið að gera eða haft tækin til. „Það þarf að stofna og setja á laggirnar rannsóknarnefnd alþingis.“ Sigmar segir það svo, spurður um stöðu fjármálaráðherra, að ef þessi einkavæðing hefði gengið vel hefðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar; fjármálaráðherra, forsætisráðherra og ráðherranefndin baðað sig í velgengni þeirrar einkavæðingar. „En nú þegar fyrir liggur að ótrúlega óhönduglega tókst til hefur maður lúmskan grun um að menn muni reyna að forðast ábyrgðina. Þegar svona stórt verkefni fer svona illa verður pólitíska ábyrgðin að vera skýr og hún liggur auðvitað hjá fjármálaráðherra og ríkisstjórninni.“ Ráherrar verði að kannast við ábyrgð sína Sigmar kallar eftir því að ráðherrar kannist við þá ábyrgð. Og hann segir að forvitnilegt verði að sjá viðbrögðin í umræðu á Alþingi sem efna á til á morgun. Hann segir samhengið liggja fyrir. „Þarna er verið að selja 50 milljarða af eigum almennings og fyrir liggur algjör falleinkunn á því verkefni. Og það liggur alveg fyrir að þeir stjórnmálamenn sem ábyrgð bera, verða að kannast við þá ábyrgð sína.“ Vísir leitaði viðbragða hjá Kristrúnu Frostadóttur fyrr í morgun, vegna þessa sama máls og þau voru á sömu leið og Sigmars: Salan á Íslandsbanka Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Klúður! Staðfest Það er ljóst á skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar, að þessari ríkisstjórn eru ákaflega mislagðar hendur við að skipuleggja stór verkefni. Stærstu tíðindin eru auðvitað þau að þetta klúður stjórnvalda kemur að öllum líkindum í veg fyrir að meira verði selt í bankanum í bráð. 14. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis, segir skýrsluna áfellisdóm yfir því hvernig stjórnvöld höguðu þessari mikilvægu sölu. „Það sem kannski er verst við þetta er að niðurstaðan óhjákvæmilega leiðir okkur að því að það verður mjög erfitt að selja frekari eignarhluti í Íslandsbanka í náinni framtíð. Vegna þess að það er allt traust farið.“ Sigmar segir að meðal þess sem bent er á í skýrslunni sé að mögulega hafi verðið verið of lágt og það hafi miðast um of við væntingar og óskir erlendra fjárfesta. „Það er verið að velta því upp að ekki hafi verið tekið tillit til orðsporsáhættu. Og upplýsingagjöf og kynning hafi verið í ólagi, ekki gerðar nægar kröfur og ýmis viðmið voru óskýr. En það er líka margt sem ekki er í skýrslunni sem er áhugavert. Og ríkisendurskoðandi bendir á það að ekki er verið að skoða ábyrgð stjórnvalda, ábyrgð ríkisstjórnarinnar sem lýtur að ráðherranefndinni í aðdragandanum, því sem lýtur að niðurlagningu bankasýslunnar í ofboði eftir að allt fór í háaloft þegar listi yfir kaupendur lá fyrir.“ Stofna verði rannsóknarnefnd Alþingis Sigmar telur einboðið að rannsaka þurfi þetta allt miklu betur og með víðtækari hætti eins og ríkisendurskoðandi er að tala um að hann hafi ekki verið að gera eða haft tækin til. „Það þarf að stofna og setja á laggirnar rannsóknarnefnd alþingis.“ Sigmar segir það svo, spurður um stöðu fjármálaráðherra, að ef þessi einkavæðing hefði gengið vel hefðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar; fjármálaráðherra, forsætisráðherra og ráðherranefndin baðað sig í velgengni þeirrar einkavæðingar. „En nú þegar fyrir liggur að ótrúlega óhönduglega tókst til hefur maður lúmskan grun um að menn muni reyna að forðast ábyrgðina. Þegar svona stórt verkefni fer svona illa verður pólitíska ábyrgðin að vera skýr og hún liggur auðvitað hjá fjármálaráðherra og ríkisstjórninni.“ Ráherrar verði að kannast við ábyrgð sína Sigmar kallar eftir því að ráðherrar kannist við þá ábyrgð. Og hann segir að forvitnilegt verði að sjá viðbrögðin í umræðu á Alþingi sem efna á til á morgun. Hann segir samhengið liggja fyrir. „Þarna er verið að selja 50 milljarða af eigum almennings og fyrir liggur algjör falleinkunn á því verkefni. Og það liggur alveg fyrir að þeir stjórnmálamenn sem ábyrgð bera, verða að kannast við þá ábyrgð sína.“ Vísir leitaði viðbragða hjá Kristrúnu Frostadóttur fyrr í morgun, vegna þessa sama máls og þau voru á sömu leið og Sigmars:
Salan á Íslandsbanka Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Klúður! Staðfest Það er ljóst á skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar, að þessari ríkisstjórn eru ákaflega mislagðar hendur við að skipuleggja stór verkefni. Stærstu tíðindin eru auðvitað þau að þetta klúður stjórnvalda kemur að öllum líkindum í veg fyrir að meira verði selt í bankanum í bráð. 14. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44
Klúður! Staðfest Það er ljóst á skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar, að þessari ríkisstjórn eru ákaflega mislagðar hendur við að skipuleggja stór verkefni. Stærstu tíðindin eru auðvitað þau að þetta klúður stjórnvalda kemur að öllum líkindum í veg fyrir að meira verði selt í bankanum í bráð. 14. nóvember 2022 11:49