Innlent

Lög­reglan lýsir eftir Frið­finni

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Friðfinnur Freyr Kristinsson sást síðast í nýja Vogahverfinu á fimmtudaginn í síðustu viku
Friðfinnur Freyr Kristinsson sást síðast í nýja Vogahverfinu á fimmtudaginn í síðustu viku

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Friðfinni Frey Kristinssyni, 42 ára.

Síðast er vitað um ferðir Friðfinns, síðdegis fimmtudaginn í síðustu viku þegar hann fór frá Kuggavogi í Reykjavík. Friðfinnur var klæddur í gráa peysu með BOSS merki á og gráar joggingbuxur. Hann er 182 cm á hæð, grannvaxinn, brúnhærður og með alskegg. 

Íbúar í hverfinu eru beðnir um að skoða nærumhverfi sitt, þar á meðal geymslur, stigaganga og garðskúra. Þá eru þeir sem eru í forsvari fyrir auðu húsnæði í hverfinu beðnir um að skoða slíka staði. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Friðfinns eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 112.

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa eflaust einhverjir orðið varir við leitina að Friðfinni Frey því þyrla Landhelgisgæslunnar er notuð við leitina. Hún hefur sveimað yfir höfuðborgarsvæðinu í dag.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×