Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem farið er yfir helstu verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og gærnótt.
Rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um nágranna sem voru að slást. Meintur upphafsmaður slagsmálana var handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til unnt var að taka af honum skýrslu.
Rétt fyrir miðnætti var tilkynnt um líkamsárás í miðborginni. Meintur gerandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þá urðu slagsmál í miðborginni klukkan rétt rúmlega eitt í nótt. Slagsmálahundarnir voru báðir ungmenni. Tilkynnandi hafði stöðvað átökin en lögregla kom á vettvang og tók við úrlausn málsins.
Flytja þurfti fórnarlamb líkamsárásar í Breiðholti á slysadeild. Árásin átti sér stað klukkan tíu í gærkvöldi en meintur gerandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu.