Fimmtíu klukkustunda þolraun þegar borið mikinn árangur Árni Sæberg og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 12. nóvember 2022 22:06 Það var varla að sjá á Einari að hann hefði verið við stanslausa hreyfingu í heilar fimmtíu klukkustundir. Stöð 2/Steingrímur Dúi Hinn fertugi Einar Hansberg gerði tíu upphífingar á korters fresti, ellefu réttstöðulyftur og brenndi 56 kaloríum á hjóli eða róðravél í fimmtíu klukkutíma síðustu tvo sólarhringa. Það gerði hann til að styrkja Píeta samtökin. Einar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi með uppátækinu viljað minna á hið góða starf sem Píeta samtökin vinna og fá umræðuna um sjálfsvíg upp á yfirborðið. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. „Af því að við erum alltaf að hvísla þetta okkar á milli, þannig náum við engum árangri,“ segir hann. Rætt var við hann að loknu afrekinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir málefnið vera sér hugleikið enda sé alls staðar í kringum okkur fólk sem kljáist við sjálfsvígshugsanir. Náði til margra í nótt Benedikt Þór Guðmundson, verkefnastjóri Píeta samtakanna segir að þónokkrir hafi hringt í samtökin í nótt og leitað sér aðstoðar vegna sjálfsvígshugsana eftir að hafa séð framtak Einars. Píetasíminn er opinn allan sólarhringinn í síma 552 2218. benedikt Þór var ánægður með sinn mann.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Það er fyrst og fremst að þakka öllum þeim fjölda manns sem hefur styrkt samtökin undanfarna dag og þessari samkennd sem hefur ríkt um allt land. Já, það hafa hringt nokkrir í gærkvöldi og í nótt að leita sér hjálpar bara af því þeir sá Einar í streyminu. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu með orðum. Þetta er bara ótrúlegt,“ segir hann. Flýtur á adrenalíninu Einar var að vonum ansi þreyttur eftir aflraunina enda hafði verið á fótum, og vel það, í rúma fimmtíu klukkutíma. Ertu ekki búinn á því? „Jú, en samt svolítið að fljóta á adrenalíninu sem myndaðist. En jú, mjög þreyttur,“ segir hann. Að lokum segir Einar að það hafi verið tilfinningaþrungin stund þegar hann kláraði klukkustundirnar fimmtíu af hreyfingu. Falleg og góð stund. Bjóða upp róðravélina Sem áður segir var aflraun Einar ætluð til þess að safna fjármunum fyrir Píeta samtökin en líkamsræktarstöðin Afrek, þar sem Einar framkvæmdi aflraunina, tekur einnig þátt í fjáröfluninni og býður upp róðravélina sem Einar notaði. Hæsta boð stendur nú í 300 þúsund krónum. Vilji einhver bjóða betur og styrkja gott málefni og eignast forláta róðravél að auki, skal sá hinn sami senda boð í skilaboðum til Afreks á Facebook. Öðrum sem vilja styrkja samtökin beint er bent á söfnunarreikninginn hér að neðan: Kennitala: 410416-0690 Reikningsnúmer: 0301-26-041041 Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Reykjavík Góðverk Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Einar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi með uppátækinu viljað minna á hið góða starf sem Píeta samtökin vinna og fá umræðuna um sjálfsvíg upp á yfirborðið. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. „Af því að við erum alltaf að hvísla þetta okkar á milli, þannig náum við engum árangri,“ segir hann. Rætt var við hann að loknu afrekinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir málefnið vera sér hugleikið enda sé alls staðar í kringum okkur fólk sem kljáist við sjálfsvígshugsanir. Náði til margra í nótt Benedikt Þór Guðmundson, verkefnastjóri Píeta samtakanna segir að þónokkrir hafi hringt í samtökin í nótt og leitað sér aðstoðar vegna sjálfsvígshugsana eftir að hafa séð framtak Einars. Píetasíminn er opinn allan sólarhringinn í síma 552 2218. benedikt Þór var ánægður með sinn mann.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Það er fyrst og fremst að þakka öllum þeim fjölda manns sem hefur styrkt samtökin undanfarna dag og þessari samkennd sem hefur ríkt um allt land. Já, það hafa hringt nokkrir í gærkvöldi og í nótt að leita sér hjálpar bara af því þeir sá Einar í streyminu. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu með orðum. Þetta er bara ótrúlegt,“ segir hann. Flýtur á adrenalíninu Einar var að vonum ansi þreyttur eftir aflraunina enda hafði verið á fótum, og vel það, í rúma fimmtíu klukkutíma. Ertu ekki búinn á því? „Jú, en samt svolítið að fljóta á adrenalíninu sem myndaðist. En jú, mjög þreyttur,“ segir hann. Að lokum segir Einar að það hafi verið tilfinningaþrungin stund þegar hann kláraði klukkustundirnar fimmtíu af hreyfingu. Falleg og góð stund. Bjóða upp róðravélina Sem áður segir var aflraun Einar ætluð til þess að safna fjármunum fyrir Píeta samtökin en líkamsræktarstöðin Afrek, þar sem Einar framkvæmdi aflraunina, tekur einnig þátt í fjáröfluninni og býður upp róðravélina sem Einar notaði. Hæsta boð stendur nú í 300 þúsund krónum. Vilji einhver bjóða betur og styrkja gott málefni og eignast forláta róðravél að auki, skal sá hinn sami senda boð í skilaboðum til Afreks á Facebook. Öðrum sem vilja styrkja samtökin beint er bent á söfnunarreikninginn hér að neðan: Kennitala: 410416-0690 Reikningsnúmer: 0301-26-041041 Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Reykjavík Góðverk Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira