„Hún velur svolítið hvaða lögum hún er að fylgja“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2022 20:00 Þingmaður Pírata segir lögreglu forgangsraða tíma sínum rangt með því að eltast við fólk vegna neysluskammta. Húsleit sé íþyngjandi aðgerð sem lögregla beiti langt fram úr meðalhófi í slíkum málum. Aðgerðir lögreglu, sem gagnrýndar voru í vikunni, sýni brýna þörf á afglæpavæðingu. Afskipta lögreglu af kannabisneytendum er reglulega getið í daglegum tilkynningum embætta. Við fáum nokkur dæmi. Ágúst 2012: Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær, eftir að grunur hafði vaknað um að hann væri með fíkniefni í fórum sínum. Þegar lögregla knúði dyra barst megn kannabislykt frá íbúðinni sem jókst um allan helming þegar húsráðandi opnaði. Maðurinn gekkst við því að hafa kannabisefni í fórum sínum og framvísaði hann því. Hann heimilaði leit í húsnæðinu en ekkert fleira saknæmt fannst. Skýrsla var tekin af manninum og honum sleppt að því loknu. Desember 2019: Lögreglumaður á frívakt fann mikla kannabislykt berast frá húsnæði í umdæmi lögreglu á Suðurnesjum um helgina er hann átti þar leið hjá. Lögreglumenn fóru á vettvang og við húsleit, að fenginni heimild, fannst kannabisefni í kommóðuskúffu á heimilinu. Húsráðandi viðurkenndi að eiga efnið. Desember 2021: Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna manna að reykja kannabis [í] bílakjallara. Sagðir setja af stað brunaviðvörun með þessu hátterni. Mennirnir farnir þegar lögregla kom. Október 2022: Þá fór lögregla að athuga með húsnæði vegna kannabislyktar. Einn handtekinn á vettvangi og í kjölfarið framkvæmd húsleit þar sem fíkniefni fundust. Málið afgreitt á vettvangi. Gríðarleg innrás í einkalífið Og svo var það nú síðast í vikunni þegar lögregla fylgdi eftir tilkynningu um kannabislykt i Hlíðahverfi. Meintur gerandi, eins og lögregla orðar það, flúði þá vettvang á rafmagnshlaupahjóli með hund á pallinum. Upphófst þá eftirför sem lauk á Klambratúni. Viðkomandi var króaður af og handtekinn fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu. Við húsleit fannst svo „lítið magn meintra fíkniefna“. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata setur spurningamerki við aðgerðir lögreglu. „Okkur finnst þetta auðvitað bara röng forgangsröðun á mannafla og fjármunum lögreglu, að eltast við fólk sem er ekki að gera neinum mein.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Húsleit í slíkum málum sé langt fram úr meðalhófi. Afar íþyngjandi aðgerð miðað við hversu léttvæg brotin virðist. „Það að fara inn á heimili fólks, og leita og fara í gegnum þína hluti, þína persónulegu muni, þitt helgasta vé. Þetta er gríðarleg innrás inn á einkalíf fólks,“ segir Þórhildur Sunna. „En þegar maður hefur takmarkaðar fjárheimildir og takmarkaðan tíma... Já, mér finnst þetta undarleg forgangsröðun, sérstaklega í ljósi þeirrar umræðu sem hefur orðið um skaðaminnkun, afglæpavæðingu og allt þetta. Aftur á móti, það er alveg rétt sem lögregla segir. Henni ber að fylgja lögunum. En hún velur svolítið hvaða lögum hún er að fylgja.“ Lögreglumál Fíkniefnabrot Lögreglan Píratar Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Sjá meira
Afskipta lögreglu af kannabisneytendum er reglulega getið í daglegum tilkynningum embætta. Við fáum nokkur dæmi. Ágúst 2012: Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær, eftir að grunur hafði vaknað um að hann væri með fíkniefni í fórum sínum. Þegar lögregla knúði dyra barst megn kannabislykt frá íbúðinni sem jókst um allan helming þegar húsráðandi opnaði. Maðurinn gekkst við því að hafa kannabisefni í fórum sínum og framvísaði hann því. Hann heimilaði leit í húsnæðinu en ekkert fleira saknæmt fannst. Skýrsla var tekin af manninum og honum sleppt að því loknu. Desember 2019: Lögreglumaður á frívakt fann mikla kannabislykt berast frá húsnæði í umdæmi lögreglu á Suðurnesjum um helgina er hann átti þar leið hjá. Lögreglumenn fóru á vettvang og við húsleit, að fenginni heimild, fannst kannabisefni í kommóðuskúffu á heimilinu. Húsráðandi viðurkenndi að eiga efnið. Desember 2021: Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna manna að reykja kannabis [í] bílakjallara. Sagðir setja af stað brunaviðvörun með þessu hátterni. Mennirnir farnir þegar lögregla kom. Október 2022: Þá fór lögregla að athuga með húsnæði vegna kannabislyktar. Einn handtekinn á vettvangi og í kjölfarið framkvæmd húsleit þar sem fíkniefni fundust. Málið afgreitt á vettvangi. Gríðarleg innrás í einkalífið Og svo var það nú síðast í vikunni þegar lögregla fylgdi eftir tilkynningu um kannabislykt i Hlíðahverfi. Meintur gerandi, eins og lögregla orðar það, flúði þá vettvang á rafmagnshlaupahjóli með hund á pallinum. Upphófst þá eftirför sem lauk á Klambratúni. Viðkomandi var króaður af og handtekinn fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu. Við húsleit fannst svo „lítið magn meintra fíkniefna“. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata setur spurningamerki við aðgerðir lögreglu. „Okkur finnst þetta auðvitað bara röng forgangsröðun á mannafla og fjármunum lögreglu, að eltast við fólk sem er ekki að gera neinum mein.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Húsleit í slíkum málum sé langt fram úr meðalhófi. Afar íþyngjandi aðgerð miðað við hversu léttvæg brotin virðist. „Það að fara inn á heimili fólks, og leita og fara í gegnum þína hluti, þína persónulegu muni, þitt helgasta vé. Þetta er gríðarleg innrás inn á einkalíf fólks,“ segir Þórhildur Sunna. „En þegar maður hefur takmarkaðar fjárheimildir og takmarkaðan tíma... Já, mér finnst þetta undarleg forgangsröðun, sérstaklega í ljósi þeirrar umræðu sem hefur orðið um skaðaminnkun, afglæpavæðingu og allt þetta. Aftur á móti, það er alveg rétt sem lögregla segir. Henni ber að fylgja lögunum. En hún velur svolítið hvaða lögum hún er að fylgja.“
Lögreglumál Fíkniefnabrot Lögreglan Píratar Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Sjá meira