Kennarar leigja íbúð fyrir fjölskylduna og halda námi systranna gangandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. nóvember 2022 14:41 Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein. Vísir/Bjarni Hópur kennara við Fjölbrautarskólann við Ármúla hefur tekið á leigu Airbnb íbúð í Aþenu fyrir Hussein fjölskylduna sem var vísað til Grikklands í síðustu viku. Kennararnir vona að systur í fjölskyldunni sem stunduðu nám við skólann mæti aftur á vorönn og leita því leiða til þess að aðstoða þær við að klára önnina í fjarnámi. Hussein Hussein, fatlaður maður frá Írak, og fjölskylda hans voru á meðal þeirra fimmtán hælisleitenda sem var vísað úr landi í afar umdeildri fjöldabrottvísun í síðustu viku. Þrátt fyrir að vera með vernd í Grikklandi eru dvalarleyfi þeirra útrunnin eftir veruna á Íslandi. Flókið er því að nálgast alla þjónustu og snúið að finna dvalarstað þar til úr því hefur verið greitt. Söfnun innan skólans Yasameen og Zahra Hussein höfðu stundað nám við Fjölbrautarskólann við Ármúla undanfarið eitt og hálft ár og segir Agnes Valdimarsdóttir kennari við skólann ljóst að ekkert sé fyrir þær að hafa í Grikklandi. Hópur um sextíu kennara og annarra starfsmanna skólans tók sig því saman og ákváð að leigja íbúð á Airbnb fyrir fjölskylduna. „Okkur þykir vænt um nemendur skólans og það er vont að vita að þær hafi verið hrifsaðar frá sínu öryggisneti. Annar kennari var í símasambandi við þær og þær létu hana vita þegar þær voru á leið í flugvél og þegar þær voru lentar. Þær höfðu bara ekkert og eru ekki lengur með dvalarleyfi. Okkur fannst það hræðileg tilhugsun að þær væru á götunni svo við fundum íbúð fyrir þau til að vera í næsta mánuðinn og vorum með söfnun innan skólans þar sem allir lögðu til eitthvað smá,“ segir Agnes. Hún bendir þó á að þetta sé einungis bráðabirgðalausn. „Eins mikið og við myndum vilja styðja þær getum við ekki borgað fyrir þau húsnæði í marga mánuði.“ Taka próf munnlega í gegnum síma Magnús Ingvarsson skólameistari við FÁ, sagði á dögunum við fréttastofu að systurnar hafi verið fyrirmyndarnemendur og náð þokkalegum tökum á íslensku. Agnes segir vonir standa til þess að systurnar snúi aftur á vorönn og því er unnið að því að leyfa þeim að klára önnina í fjarnámi. Slíkt er þó nokkuð flókið en allt er reynt. Síðast í dag tóku þær eitt próf munnlega í gegnum síma. Agnes segir ljóst að þetta sé mikil breyting á námsmati en að reynt verði að láta það ganga upp. „Við erum að halda í vonina um að þær komi aftur á vorönn. Þær eru búnar að mynda sambönd hér.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Framhaldsskólar Hælisleitendur Skóla - og menntamál Mál Hussein Hussein Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Hussein Hussein, fatlaður maður frá Írak, og fjölskylda hans voru á meðal þeirra fimmtán hælisleitenda sem var vísað úr landi í afar umdeildri fjöldabrottvísun í síðustu viku. Þrátt fyrir að vera með vernd í Grikklandi eru dvalarleyfi þeirra útrunnin eftir veruna á Íslandi. Flókið er því að nálgast alla þjónustu og snúið að finna dvalarstað þar til úr því hefur verið greitt. Söfnun innan skólans Yasameen og Zahra Hussein höfðu stundað nám við Fjölbrautarskólann við Ármúla undanfarið eitt og hálft ár og segir Agnes Valdimarsdóttir kennari við skólann ljóst að ekkert sé fyrir þær að hafa í Grikklandi. Hópur um sextíu kennara og annarra starfsmanna skólans tók sig því saman og ákváð að leigja íbúð á Airbnb fyrir fjölskylduna. „Okkur þykir vænt um nemendur skólans og það er vont að vita að þær hafi verið hrifsaðar frá sínu öryggisneti. Annar kennari var í símasambandi við þær og þær létu hana vita þegar þær voru á leið í flugvél og þegar þær voru lentar. Þær höfðu bara ekkert og eru ekki lengur með dvalarleyfi. Okkur fannst það hræðileg tilhugsun að þær væru á götunni svo við fundum íbúð fyrir þau til að vera í næsta mánuðinn og vorum með söfnun innan skólans þar sem allir lögðu til eitthvað smá,“ segir Agnes. Hún bendir þó á að þetta sé einungis bráðabirgðalausn. „Eins mikið og við myndum vilja styðja þær getum við ekki borgað fyrir þau húsnæði í marga mánuði.“ Taka próf munnlega í gegnum síma Magnús Ingvarsson skólameistari við FÁ, sagði á dögunum við fréttastofu að systurnar hafi verið fyrirmyndarnemendur og náð þokkalegum tökum á íslensku. Agnes segir vonir standa til þess að systurnar snúi aftur á vorönn og því er unnið að því að leyfa þeim að klára önnina í fjarnámi. Slíkt er þó nokkuð flókið en allt er reynt. Síðast í dag tóku þær eitt próf munnlega í gegnum síma. Agnes segir ljóst að þetta sé mikil breyting á námsmati en að reynt verði að láta það ganga upp. „Við erum að halda í vonina um að þær komi aftur á vorönn. Þær eru búnar að mynda sambönd hér.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Framhaldsskólar Hælisleitendur Skóla - og menntamál Mál Hussein Hussein Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira