Að sögn Steinþórs Darra, aðstoðarvarðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, voru sjúkrabílar og einn slökkvilisbíll sendir á vettvang. Hann segir ekki liggja fyrir að svo stöddu hvort slys hafi orðið á fólki en að svo virðist sem þau hafi ekki verið alvarleg, ef einhver.
Bíll valt við Sprengisand

Tilkynnt var um bílveltu við Sprengisand í Reykjavík á níunda tímanum í kvöld. Þegar sjúkraliðar komu á vettvang voru allir komnir út úr bílnum og voru á fótum.