Héraðsdómur hafi ekki tekið mið af mati geðlæknis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 19:33 Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannanna, segir að úrskurði héraðsdóms hafi þegar verið skotið til Landsréttar. Vísir/Egill Tveir karlmenn sem lögregla grunar um að hafa skipulagt hryðjuverk hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Lögmaður annars þeirra segir úrskurðinn óskiljanlegan, þar sem geðlæknir hafi metið þá hvorki hættulega sjálfum sér né öðrum. Mennirnir tveir hafa nú setið í gæsluvarðhaldi í sjö vikur. Fyrst um sinn voru mennirnir úrskurðaðir í varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en nú síðast voru þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Mennirnir voru þá taldir hættulegir almenningi. Klippa: Héraðsdómur hafi ekki tekið mið af mati geðlæknis Lögmaður annars þeirra átti von á að héraðssaksóknari gerði kröfu um lengra gæsluvarðhald. „Við áttum von á að það yrði beðið um fjórar vikur sem er hámarkið en það var ákveðið að láta við það sitja að krefjast tveggja vikna,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður annars mannanna. Boltanum varpað yfir til Landsréttar Héraðsdómur Reykjavíkur hafi úrskurðað mennina í áframhaldandi varðhald á grundvelli almannahagsmuna. „Og byggir það á hættumati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Ég gagnrýndi það að í greiningu ríkislögreglustjóra, sem reyndar kom áður en niðurstaða geðlæknis kom, að það skyldi ekki vera tekið tillit til geðmatsins.“ Geðlæknir sem lögregla fól að leggja mat á mennina mat, að sögn Sveins, mennina hvorki hættulega sjálfum sér né öðrum. Héraðsdómur hafi ekki tekið mið af því mati. „Það er greinilegt að boltanum er varpað yfir til Landsréttar til að hnekkja fyrri niðurstöðu Landsréttar,“ segir Sveinn Andri og vísar þar til staðfestingar Landsréttar á gæsluvarðhaldi yfir mönnunum fyrir mánuði síðan. Umbjóðandi hans hafi þegar tekið ákvörðun um að skjóta úrskurði Héraðsdóms til Landsréttar. Úrskurðurinn sé auðvitað mikill skellur. „Alltaf skellur fyrir fólk sem er að ástæðulausu í gæsluvarðhaldi að þurfa að sæta áfram gæsluvarðhaldi. En það verður bara að takast á við þetta og reyna að hnekkja þessu fyrir Landsrétti. Það er óskandi að það gangi.“ Lögreglumál Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að skipuleggja hryðjuverk Karlmaður á þrítugsaldri sem lögregla grunar um að hafa skipulagt hryðjuverk hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu. 10. nóvember 2022 17:02 „Þetta er eins og einhver leikur sem gengur allt of langt“ „Vegir dómstólanna eru órannsakanlegir og það má alltaf vona það besta. Ég mun, og minn umbjóðandi, mótmæla þessu harkalega. Þetta er eins og einhver leikur sem gengur allt of langt.“ 10. nóvember 2022 06:51 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mennirnir hafa verið í gæsluvarðhaldi í sjö vikur. 9. nóvember 2022 15:55 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Mennirnir tveir hafa nú setið í gæsluvarðhaldi í sjö vikur. Fyrst um sinn voru mennirnir úrskurðaðir í varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en nú síðast voru þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Mennirnir voru þá taldir hættulegir almenningi. Klippa: Héraðsdómur hafi ekki tekið mið af mati geðlæknis Lögmaður annars þeirra átti von á að héraðssaksóknari gerði kröfu um lengra gæsluvarðhald. „Við áttum von á að það yrði beðið um fjórar vikur sem er hámarkið en það var ákveðið að láta við það sitja að krefjast tveggja vikna,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður annars mannanna. Boltanum varpað yfir til Landsréttar Héraðsdómur Reykjavíkur hafi úrskurðað mennina í áframhaldandi varðhald á grundvelli almannahagsmuna. „Og byggir það á hættumati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Ég gagnrýndi það að í greiningu ríkislögreglustjóra, sem reyndar kom áður en niðurstaða geðlæknis kom, að það skyldi ekki vera tekið tillit til geðmatsins.“ Geðlæknir sem lögregla fól að leggja mat á mennina mat, að sögn Sveins, mennina hvorki hættulega sjálfum sér né öðrum. Héraðsdómur hafi ekki tekið mið af því mati. „Það er greinilegt að boltanum er varpað yfir til Landsréttar til að hnekkja fyrri niðurstöðu Landsréttar,“ segir Sveinn Andri og vísar þar til staðfestingar Landsréttar á gæsluvarðhaldi yfir mönnunum fyrir mánuði síðan. Umbjóðandi hans hafi þegar tekið ákvörðun um að skjóta úrskurði Héraðsdóms til Landsréttar. Úrskurðurinn sé auðvitað mikill skellur. „Alltaf skellur fyrir fólk sem er að ástæðulausu í gæsluvarðhaldi að þurfa að sæta áfram gæsluvarðhaldi. En það verður bara að takast á við þetta og reyna að hnekkja þessu fyrir Landsrétti. Það er óskandi að það gangi.“
Lögreglumál Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að skipuleggja hryðjuverk Karlmaður á þrítugsaldri sem lögregla grunar um að hafa skipulagt hryðjuverk hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu. 10. nóvember 2022 17:02 „Þetta er eins og einhver leikur sem gengur allt of langt“ „Vegir dómstólanna eru órannsakanlegir og það má alltaf vona það besta. Ég mun, og minn umbjóðandi, mótmæla þessu harkalega. Þetta er eins og einhver leikur sem gengur allt of langt.“ 10. nóvember 2022 06:51 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mennirnir hafa verið í gæsluvarðhaldi í sjö vikur. 9. nóvember 2022 15:55 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að skipuleggja hryðjuverk Karlmaður á þrítugsaldri sem lögregla grunar um að hafa skipulagt hryðjuverk hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu. 10. nóvember 2022 17:02
„Þetta er eins og einhver leikur sem gengur allt of langt“ „Vegir dómstólanna eru órannsakanlegir og það má alltaf vona það besta. Ég mun, og minn umbjóðandi, mótmæla þessu harkalega. Þetta er eins og einhver leikur sem gengur allt of langt.“ 10. nóvember 2022 06:51
Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mennirnir hafa verið í gæsluvarðhaldi í sjö vikur. 9. nóvember 2022 15:55