Halda góðgerðarhlaup í myrkrinu í Elliðaárdalnum í kvöld Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 14:41 Karen Kjartansdóttir og Birna Bragadóttir Aðsent Í kvöld fer fram alþjóðlega góðgerðarhlaupið Run in the dark í Reykjavík. Myrkrahlaupið gæti viðburðurinn kallast á íslensku, sem er viðeigandi nú þegar svartasta skammdegið er að skella á hér á landi. Hlaupið fer fram samtímis um víðs vegar um heiminn en með því er safnað fyrir rannsóknum og lækningu á mænuskaða. Þátttökugjald er 3.700 krónur og enn er hægt að skrá sig. Góð spá er fyrir kvöldið samkvæmt skipuleggjendum og hugsanlega fá hlauparar því stjörnubjartan himinn. Hlaupahringurinn 5,7 km og er aðgengilegur flestum hvort sem hlaupið er hægt eða hratt. Hlauparar eru beðnir um að sækja Run in the dark snjallforritið áður. Karen og Birna eru miklar útivistarkonur.Aðsent Hlaupa í myrkri eins og stofnandinn „Stofnandi hlaupsins er írski útivistar- og ævintýramaðurinn Mark Pollock. Saga hans er einstök en 22 ára gamall missti hann sjónina. Þrátt fyrir það byggði hann upp íþrótta- og ævintýraferil þar sem hann hljóp Gobi-eyðimerkurmaraþonið og var fyrsti blindi maðurinn til að ganga yfir Suðurpólinn,“ segir í tilkynningu um hlaupið. „Lífið ætlaði honum þó enn fleiri áskoranir því árið 2010 lenti hann í slysi sem hafði þær afleiðingar að hann hlaut alvarlegan mænuskaða og lamaðist. Leiðangur Marks núna miðar að því að finna leiðir til að safna fyrir rannsóknum og lækningu á mænuskaða.“ Birna Bragadóttir og Karen Kjartansdóttir halda utan um hlaupið hér á landi. Þær mættu í viðtal í Bítið á Bylgjunni og er hægt að hlusta á það í spilaranum hér fyrir neðan. „Markmiðið er að lýsa upp skammdegið, fá fólk út í skammdegið að hreyfa sig og á sama tíma styrkja við rannsóknir á mænuskaða,“ sagði Birna þar um hlaupið. Tugir þúsunda hlaupa í myrkri á þessum degi fyrir þennan málstað. „Þetta er svolítið valdeflandi.“ Klippa: Hlaupið til styrktar rannsóknum á mænuskaða Fyrir þá sem vilja kynnast sögu Mark Pollock betur þá hélt han TED Talk erindi sem sjá má í heild sinni á Youtube. Hlaup Reykjavík Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Hlaupið fer fram samtímis um víðs vegar um heiminn en með því er safnað fyrir rannsóknum og lækningu á mænuskaða. Þátttökugjald er 3.700 krónur og enn er hægt að skrá sig. Góð spá er fyrir kvöldið samkvæmt skipuleggjendum og hugsanlega fá hlauparar því stjörnubjartan himinn. Hlaupahringurinn 5,7 km og er aðgengilegur flestum hvort sem hlaupið er hægt eða hratt. Hlauparar eru beðnir um að sækja Run in the dark snjallforritið áður. Karen og Birna eru miklar útivistarkonur.Aðsent Hlaupa í myrkri eins og stofnandinn „Stofnandi hlaupsins er írski útivistar- og ævintýramaðurinn Mark Pollock. Saga hans er einstök en 22 ára gamall missti hann sjónina. Þrátt fyrir það byggði hann upp íþrótta- og ævintýraferil þar sem hann hljóp Gobi-eyðimerkurmaraþonið og var fyrsti blindi maðurinn til að ganga yfir Suðurpólinn,“ segir í tilkynningu um hlaupið. „Lífið ætlaði honum þó enn fleiri áskoranir því árið 2010 lenti hann í slysi sem hafði þær afleiðingar að hann hlaut alvarlegan mænuskaða og lamaðist. Leiðangur Marks núna miðar að því að finna leiðir til að safna fyrir rannsóknum og lækningu á mænuskaða.“ Birna Bragadóttir og Karen Kjartansdóttir halda utan um hlaupið hér á landi. Þær mættu í viðtal í Bítið á Bylgjunni og er hægt að hlusta á það í spilaranum hér fyrir neðan. „Markmiðið er að lýsa upp skammdegið, fá fólk út í skammdegið að hreyfa sig og á sama tíma styrkja við rannsóknir á mænuskaða,“ sagði Birna þar um hlaupið. Tugir þúsunda hlaupa í myrkri á þessum degi fyrir þennan málstað. „Þetta er svolítið valdeflandi.“ Klippa: Hlaupið til styrktar rannsóknum á mænuskaða Fyrir þá sem vilja kynnast sögu Mark Pollock betur þá hélt han TED Talk erindi sem sjá má í heild sinni á Youtube.
Hlaup Reykjavík Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira