Miklar skemmdir unnar á leikskólanum Funaborg: „Þetta er eiginlega bara ónýtt“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 14:01 Börnin á leikskólanum Funaborg í Grafarvogi virða fyrir sér skemmdir sem unnar hafa verið á leikskólanum þeirra undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Miklar skemmdir hafa verið unnar síðustu vikur á leikskólanum Funaborg í Grafarvogi. Í október var kveikt í ruslagámi sem hafði miklar afleiðingar á starf skólans. Um síðustu helgi var nýlegt skógarhús spreyjað að utan og eru skemmdirnar að öllum líkindum varanlegar. Leikskólastýra segist ráðalaus. Í byrjun október var kveikt í ruslagámi við leikskólann með þeim afleiðingum að rúða sprakk og mikill reykur komst inn í húsið. Þetta gerðist aðfaranótt föstudags og var leikskólinn lokaður daginn eftir. Einnig var lokað á mánudeginum eftir þar sem starfsdagur var færður til vegna málsins. Um síðustu helgi var nýlegt skógarhús spreyjað að utan og ljóst að tjónið er mikið. „Þetta er splunkunýtt hús,“ segir Agnes Jónsdóttir, leikskólastýra Funaborgar. „Við opnuðum þessa deild í febrúar. Húsið er ofboðslega fallegt með hráum við utan á. Spreyið fer svo langt inn í viðinn að það er ekki hægt að þrífa það af, ekki hægt að pússa í burtu. Við höfum heyrt að það eina sem hægt er að gera sé að mála upp á nýtt sem við viljum alls ekki. Þetta er eiginlega bara ónýtt.“ „Það hlupu allir upp til handa og fóta“ Agnes segir mikilvægt að vekja fólk til umhugsunar um hversu miklir fjármunir og mannafli fari í útköll og lagfæringar vegna slíkra mála. „Daginn eftir brunann var kallað út þrjátíu manna hreinsunarlið, tryggingar mættu á svæðið og starfsmenn frá skóla-og frístundarsviði Reykjavíkurborgar. Viðgerðarhópur mætti á svæðið til að laga húsið að utan og innan,“ segir hún. Ljóst er að tjónið er mikið.Vísir/Vilhelm „Það þurfti að kalla til málara, pípara, rafvirkja og fleiri. Það þurfti að þrífa hvern einasta sentimetra og vorum fyrst núna, mánuði seinna, að fá dót úr hreinsun. Við þurftum að innsigla þrjú svæði í heila viku og endurskipuleggja alla starfsemina.“ Agnes tekur fram að skóla- og frístundaráð borgarinnar hafi brugðist mjög vel við. „Batteríið sem fór í gang morguninn eftir brunann var stórkostlegt. Það hlupu allir upp til handa og fóta.“ Öllum brugðið vegna málsins Þá segir Agnes foreldra hafa sýnt mikinn skilning en þeim sé brugðið vegna málsins. „Foreldrarnir hafa verið dásamlegir, en það eru allir sjokkeraðir yfir þessu. Börnin líka, þau vita af þessu og tala mikið um þetta. Þau ræða mikið um veggjakrotið líka, enda erum við alltaf með það fyrir augum.“ Enn má sjá ummerki eftir íkveikju við leikskólann í byrjun október.Vísir/Vilhelm Enginn er grunaður um skemmdarverkin. Agnes telur þó víst að ekki sé um börn að ræða. „Það var kveikt í klukkan hálf tvö um nótt. Það er að minnsta kosti ljóst að ekki er um nein smábörn að ræða.“ Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Í byrjun október var kveikt í ruslagámi við leikskólann með þeim afleiðingum að rúða sprakk og mikill reykur komst inn í húsið. Þetta gerðist aðfaranótt föstudags og var leikskólinn lokaður daginn eftir. Einnig var lokað á mánudeginum eftir þar sem starfsdagur var færður til vegna málsins. Um síðustu helgi var nýlegt skógarhús spreyjað að utan og ljóst að tjónið er mikið. „Þetta er splunkunýtt hús,“ segir Agnes Jónsdóttir, leikskólastýra Funaborgar. „Við opnuðum þessa deild í febrúar. Húsið er ofboðslega fallegt með hráum við utan á. Spreyið fer svo langt inn í viðinn að það er ekki hægt að þrífa það af, ekki hægt að pússa í burtu. Við höfum heyrt að það eina sem hægt er að gera sé að mála upp á nýtt sem við viljum alls ekki. Þetta er eiginlega bara ónýtt.“ „Það hlupu allir upp til handa og fóta“ Agnes segir mikilvægt að vekja fólk til umhugsunar um hversu miklir fjármunir og mannafli fari í útköll og lagfæringar vegna slíkra mála. „Daginn eftir brunann var kallað út þrjátíu manna hreinsunarlið, tryggingar mættu á svæðið og starfsmenn frá skóla-og frístundarsviði Reykjavíkurborgar. Viðgerðarhópur mætti á svæðið til að laga húsið að utan og innan,“ segir hún. Ljóst er að tjónið er mikið.Vísir/Vilhelm „Það þurfti að kalla til málara, pípara, rafvirkja og fleiri. Það þurfti að þrífa hvern einasta sentimetra og vorum fyrst núna, mánuði seinna, að fá dót úr hreinsun. Við þurftum að innsigla þrjú svæði í heila viku og endurskipuleggja alla starfsemina.“ Agnes tekur fram að skóla- og frístundaráð borgarinnar hafi brugðist mjög vel við. „Batteríið sem fór í gang morguninn eftir brunann var stórkostlegt. Það hlupu allir upp til handa og fóta.“ Öllum brugðið vegna málsins Þá segir Agnes foreldra hafa sýnt mikinn skilning en þeim sé brugðið vegna málsins. „Foreldrarnir hafa verið dásamlegir, en það eru allir sjokkeraðir yfir þessu. Börnin líka, þau vita af þessu og tala mikið um þetta. Þau ræða mikið um veggjakrotið líka, enda erum við alltaf með það fyrir augum.“ Enn má sjá ummerki eftir íkveikju við leikskólann í byrjun október.Vísir/Vilhelm Enginn er grunaður um skemmdarverkin. Agnes telur þó víst að ekki sé um börn að ræða. „Það var kveikt í klukkan hálf tvö um nótt. Það er að minnsta kosti ljóst að ekki er um nein smábörn að ræða.“
Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira