Leggja fram frumvarp um sorgarleyfi eftir andlát maka Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2022 11:40 Þorbjörg Sigríður, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi. Í frumvarpinu felst að einstaklingar sem misst hafa maka og eru foreldrar barna yngri en 18 ára fái heimild til að taka allt að sex mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. Í tilkynningu frá Viðreisn segir að mikilvægt sé að eftirlifandi foreldri fái svigrúm til sorgarúrvinnslu og svigrúm til að vera til staðar fyrir barn eða börn sín eftir andlát maka. Þær réttarbætur sem lagðar til eru til í frumvarpinu séu ekki síst hugsaðar með hagsmuni barna að leiðarljósi sem misst hafa móður eða föður. Hundrað börn á ári missa foreldri sitt Ár hvert verða um hundrað börn á Íslandi fyrir því mikla áfalli að missa foreldri. Samkvæmt tölum Hagstofunnar misstu 1.007 börn foreldri árunum 2009-2018. Feður voru 448 en mæður 201. Um 40 prósent foreldranna létust úr krabbameini. Mikilvægur samfélagslegur stuðningur „Öllum má vera ljóst hversu þung og viðkvæm staða fjölskyldna er þegar foreldri barns fellur frá. Ekki þarf að fjölyrða um hversu sár missir það er fyrir barn að missa foreldri sitt. Né þarf að fjölyrða um hversu þungbært það er fyrir það foreldri sem eftir stendur eða að því fylgir álag fyrir fjölskylduna í heild sinni“, segir í tilkynningunni frá Viðreisn. Einnig er tekið fram að oft fylgi tekjumissir heimilis og í mörgum tilvikum fjárhagsáhyggjur. Mikilvægt sé því að veita fjölskyldum mikilvægan stuðning sem felst í nýsamþykktum lögum um sorgarleyfi í þágu foreldra sem misst hafa barn. Þegar lög um sorgarleyfi voru samþykkt bentu m.a. Sorgarmiðstöð og Krabbameinsfélag Íslands í umsögnum sínum afdráttarlaust á mikilvægi þess að lögin næðu einnig til fleiri fjölskyldna. Ísland yrði fyrst Norðurlanda Í tilkynningunni segir að ef þessi lagasetning næði fram að ganga yrði Ísland fyrst Norðurlanda til að styðja við fjölskyldur með þessum hætti þegar sorgin knýr dyra. Miklu skipti að styðja við einstaklinga sem missa maka frá ungum börnum. Þá segir að lög í þessa veru séu til marks um viðurkenningu löggjafans á því að samfélagið vilji hlúa að þessum fjölskyldum með þessum stuðningi. Frumvarpið í heild sinni má lesa hér. Viðreisn Alþingi Fjölskyldumál Sorg Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Í tilkynningu frá Viðreisn segir að mikilvægt sé að eftirlifandi foreldri fái svigrúm til sorgarúrvinnslu og svigrúm til að vera til staðar fyrir barn eða börn sín eftir andlát maka. Þær réttarbætur sem lagðar til eru til í frumvarpinu séu ekki síst hugsaðar með hagsmuni barna að leiðarljósi sem misst hafa móður eða föður. Hundrað börn á ári missa foreldri sitt Ár hvert verða um hundrað börn á Íslandi fyrir því mikla áfalli að missa foreldri. Samkvæmt tölum Hagstofunnar misstu 1.007 börn foreldri árunum 2009-2018. Feður voru 448 en mæður 201. Um 40 prósent foreldranna létust úr krabbameini. Mikilvægur samfélagslegur stuðningur „Öllum má vera ljóst hversu þung og viðkvæm staða fjölskyldna er þegar foreldri barns fellur frá. Ekki þarf að fjölyrða um hversu sár missir það er fyrir barn að missa foreldri sitt. Né þarf að fjölyrða um hversu þungbært það er fyrir það foreldri sem eftir stendur eða að því fylgir álag fyrir fjölskylduna í heild sinni“, segir í tilkynningunni frá Viðreisn. Einnig er tekið fram að oft fylgi tekjumissir heimilis og í mörgum tilvikum fjárhagsáhyggjur. Mikilvægt sé því að veita fjölskyldum mikilvægan stuðning sem felst í nýsamþykktum lögum um sorgarleyfi í þágu foreldra sem misst hafa barn. Þegar lög um sorgarleyfi voru samþykkt bentu m.a. Sorgarmiðstöð og Krabbameinsfélag Íslands í umsögnum sínum afdráttarlaust á mikilvægi þess að lögin næðu einnig til fleiri fjölskyldna. Ísland yrði fyrst Norðurlanda Í tilkynningunni segir að ef þessi lagasetning næði fram að ganga yrði Ísland fyrst Norðurlanda til að styðja við fjölskyldur með þessum hætti þegar sorgin knýr dyra. Miklu skipti að styðja við einstaklinga sem missa maka frá ungum börnum. Þá segir að lög í þessa veru séu til marks um viðurkenningu löggjafans á því að samfélagið vilji hlúa að þessum fjölskyldum með þessum stuðningi. Frumvarpið í heild sinni má lesa hér.
Viðreisn Alþingi Fjölskyldumál Sorg Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira