Boðar aðgerðir í netöryggismálum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. nóvember 2022 20:01 Áslaug Arna er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. arnar halldórsson Ísland stendur sig mun verr en hin Norðurlöndin þegar kemur að netöryggi sem gerir þjóðina að skotmarki erlendra netárásahópa. Nýsköpunarráðherra segir okkur skorta sérhæfðan mannauð í málaflokknum og boðar aðgerðir. Nýsköpunarráðherra kynnti í dag fyrstu aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda í netöryggismálum. Áætlunin inniheldur 64 aðgerðir á mismunandi sviðum til að við séum á meðal þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við í netöryggismálum. Hver er staðan hér á landi varðandi netöryggi? „Við erum í 58 sæti hjá Alþjóðafjarskiptastofnuninni þegar kemur að mælingum á netöryggi landa á meðan að t.d. Norðurlöndin, sem við viljum oft og gjarnan bera okkur saman við eru í top 30. Við þurfum að gera betur, það er ekki síst menntun og fræðsla sem er ábótavant og það er stór hluti af aðgerðunum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, nýsköpunarráðherra. Áslaug segir okkur of neðarlega á listanum.arnar halldórsson Vantar sérhæft fólk Lítið sé um sérhæfðan mannauð í netöryggismálum hér á landi. Sérfræðingur segir að í ljósi þess að við séum svo neðarlega á lista aðþjóðafjarskiptastofnunarinnar séum við betra skotmark hjá þeim erlendu hópum sem standa að baki netárásum. „Þessir hópar ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þeir horfa á svona lista og gera ráð fyrir því að þeir eigi auðveldara um vik að valda skaða eða ná fjárhæðum úr íslenskum almenningi þannig það er ákveðin vörn í því að vera ofarlega á þessum lista,“ sagði Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS. Netárásir stoppi heilu samfélögin „Netöryggisárásir hafa þau áhrif að þau stoppa heilu samfélögin, stórar framleiðslur og að hýsingaraðilar sem ætla að fela hættulega brotastarfsemi og komast undan löggæslu hafa leitað hingað til lands. Við þessu öllu erum við að reyna að bregðast við með þessum aðgerðum,“ sagði Áslaug. Guðmundur segir netárásir birtast í breyttri mynd en áður.arnar halldórsson Guðmundur segir netárásir nú vera í breyttri mynd en áður. Djúpfölsun sé til dæmis fáguð aðferð til þess að falsa hreyfimynd með hljóði. Við sjáum dæmi. „Trump forseti er alger og fullkominn drullusokkur. Ég myndi aldrei segja svona, að minnsta kosti ekki í opinberu ávarpi. En einhver annar myndi gera það, einhver... Eins og Jordan Peele,“ sagði djúpfölsun af Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. „Þetta er breytingin sem við erum að sjá í okkar geira. Þessi gömlu nígeríusvindl eru ekki lengur aðferðin til að tækla fólk. Við erum að sjá miklu hnitmiðaðri árásir þar sem verið er að reyna að falsa aðila sem þú treystir til þess að fá þig til að framkvæma eitthvað sem þú ættir ekki að vera að gera. Það er stóra breytingin framundan og það sem við þurfum að læra, alveg eins og við lærum að passa okkur á umferðinni,“ sagði Guðmundur. Netöryggi Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Sjá meira
Nýsköpunarráðherra kynnti í dag fyrstu aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda í netöryggismálum. Áætlunin inniheldur 64 aðgerðir á mismunandi sviðum til að við séum á meðal þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við í netöryggismálum. Hver er staðan hér á landi varðandi netöryggi? „Við erum í 58 sæti hjá Alþjóðafjarskiptastofnuninni þegar kemur að mælingum á netöryggi landa á meðan að t.d. Norðurlöndin, sem við viljum oft og gjarnan bera okkur saman við eru í top 30. Við þurfum að gera betur, það er ekki síst menntun og fræðsla sem er ábótavant og það er stór hluti af aðgerðunum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, nýsköpunarráðherra. Áslaug segir okkur of neðarlega á listanum.arnar halldórsson Vantar sérhæft fólk Lítið sé um sérhæfðan mannauð í netöryggismálum hér á landi. Sérfræðingur segir að í ljósi þess að við séum svo neðarlega á lista aðþjóðafjarskiptastofnunarinnar séum við betra skotmark hjá þeim erlendu hópum sem standa að baki netárásum. „Þessir hópar ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þeir horfa á svona lista og gera ráð fyrir því að þeir eigi auðveldara um vik að valda skaða eða ná fjárhæðum úr íslenskum almenningi þannig það er ákveðin vörn í því að vera ofarlega á þessum lista,“ sagði Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS. Netárásir stoppi heilu samfélögin „Netöryggisárásir hafa þau áhrif að þau stoppa heilu samfélögin, stórar framleiðslur og að hýsingaraðilar sem ætla að fela hættulega brotastarfsemi og komast undan löggæslu hafa leitað hingað til lands. Við þessu öllu erum við að reyna að bregðast við með þessum aðgerðum,“ sagði Áslaug. Guðmundur segir netárásir birtast í breyttri mynd en áður.arnar halldórsson Guðmundur segir netárásir nú vera í breyttri mynd en áður. Djúpfölsun sé til dæmis fáguð aðferð til þess að falsa hreyfimynd með hljóði. Við sjáum dæmi. „Trump forseti er alger og fullkominn drullusokkur. Ég myndi aldrei segja svona, að minnsta kosti ekki í opinberu ávarpi. En einhver annar myndi gera það, einhver... Eins og Jordan Peele,“ sagði djúpfölsun af Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. „Þetta er breytingin sem við erum að sjá í okkar geira. Þessi gömlu nígeríusvindl eru ekki lengur aðferðin til að tækla fólk. Við erum að sjá miklu hnitmiðaðri árásir þar sem verið er að reyna að falsa aðila sem þú treystir til þess að fá þig til að framkvæma eitthvað sem þú ættir ekki að vera að gera. Það er stóra breytingin framundan og það sem við þurfum að læra, alveg eins og við lærum að passa okkur á umferðinni,“ sagði Guðmundur.
Netöryggi Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Sjá meira