Innlent

Bjarni og Guð­laugur Þór tókust á í Pall­borðinu

Tryggvi Páll Tryggvason og Hólmfríður Gísladóttir skrifa
Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson, frambjóðendur í formannsembætti Sjálfstæðisflokksins, mætast í Pallborðinu á Vísi.
Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson, frambjóðendur í formannsembætti Sjálfstæðisflokksins, mætast í Pallborðinu á Vísi. Vísir/Vilhelm

Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu.

Umræðunum var stýrt af Hólmfríði Gísladóttur fréttamanni. Pallborðið var einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi og var lýst í beinni textalýsingu hér að neðan.

Guðlaugur Þór, umhverfis-,orku-, og loftlagsmálaráðherra, tilkynnti um helgina að hann myndi bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsþingi flokksins sem haldið verður um næstu helgi.

Þar mun hann freista þess að steypa Bjarna, sem gegnir embætti fjármála- og efnahagsráðherra, af stóli. Bjarni hefur leitt flokkinn í þrettán ár.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×