Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir/arnar

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra vill að Sjálfstæðisflokkurinn verð langstærsti flokkur landsins og býður sig fram á móti sitjandi formanni. Bjarni Benediktsson ætlar að hætta í pólitík ná hann ekki endurkjöri á Landsfundi flokksins um næstu helgi. Við fjöllum ítarlega um vendingar dagsins í kvöldfréttum klukkan 18:30 og ræðum við Bjarna Benediktsson í beinni útsendingu.

Við segjum einnig frá harmleiknum í Seúl í Suður-Kóreu en tala látinna og slasaðra hefur farið stöðugt hækkandi. Sjö daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir. 

Við ræðum einnig við áhyggjufulla móður sem segir umferðaröryggi við Háaleitisbraut alvarlega ábótavant. Myndefni sýnir hættulegar aðstæður sem skapast reglulega þegar vegfarendur þvera götuna. Litlu mátti muna að illa færi þegar barn hjólaði þar yfir á dögunum.

Við ræðum einnig við ferðamenn um Strætó. Þeir höfðu fæstir nýtt sér þjónustuna en þeir sem það höfðu gert voru ósáttir.

Þá fjöllum við um humarveiðibann, sem kemur til með að hafa áhrif á jólamatinn hjá fjölda landsmanna þetta árið. Þeir þurfa að sætta sig við innfluttan humar og kílóið kostar allt að þrjátíu þúsund krónur. Þetta og fleira í kvöldfréttum klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×