Innlent

Landshringur Mílu er slitinn

Árni Sæberg skrifar
Míla rekur rekur víðtækt kopar- og ljósleiðarakerfi um allt land.
Míla rekur rekur víðtækt kopar- og ljósleiðarakerfi um allt land. Vísir/Vilhelm

Slit hefur orðið á landshring Mílu á Suðausturlandi, milli Holts og Hafnar í Hornafirði.

Í fréttatilkynningu frá Mílu segir að tæknimenn séu á leið á vettvang og að viðgerð muni hefjast um leið og búið verður að staðsetja slitið.

Sigurrós Jónsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Mílu, segir í samtali við Vísi að slitið geti haft þónokkur áhrif á nettengingu víða um land. Þegar hringurinn slitnar þurfa samskipti á netinu að fara lengri hringinn um landið. Samskipti við umheiminn fara um sæstreng frá Seyðisfirði og því hefur slitið aðallega áhrif á þau.

Hún segir ekki liggja fyrir að svo stöddu hvernig hringurinn slitnaði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×