Lífið

Kynntust á ströndinni og giftu sig í ráðhúsinu

Elísabet Hanna skrifar
Joe og Serena giftu sig í ráðhúsinu í New York í gær.
Joe og Serena giftu sig í ráðhúsinu í New York í gær. Skjáskot/Instagram

Bachelor in Paradise parið Serena Pitt og Joe Amabile, einnig þekktur sem Grocery Store Joe, giftu sig í ráðhúsinu í New York í gær. Parið trúlofaði sig á ströndinni árið 2021 í lokaþætti BIP.

Parið deildi myndbandi af athöfninni sem sjá má hér að neðan. Með myndbandi settu þau skilaboð þess efnis að þau ætli að halda athöfn á næsta ári. „Hver vill ekki giftast ástinni í lífi sínu tvisvar?“ Spurðu þau einnig.

„Við höfum alltaf vitað að hjónaband væri í framtíðinni okkar, það var bara öðruvísi en við bjuggumst við,“ sögðu þau í samtali við Us Weekly. „Við ætlum ennþá að hafa stórt brúðkaup næsta haust sem við erum byrjuð að plana. Þar sem allt hefur verið svona opinbert í sambandinu okkar var það einstakt og innilegt að upplifa svona persónulega stund bara tvö.“


Tengdar fréttir

Trúlofuð eftir að ástin kviknaði á ströndinni

Bachelor in Paradise parið Dean Unglert og Caelynn Miller-Keyes eru trúlofuð. Parið hefur verið saman í þrjú ár eftir að hafa kynnst á ströndinni í sjöttu seríu þáttanna. Dean hætti með henni og yfirgaf þættina en sneri svo aftur á ströndina og bað hana um að koma með sér, sem hún gerði.

Leiðir skilja hjá enn einu Bachelor parinu

Bachelor þátttakendurnir Clayton Echard og Susie Evans tilkynntu aðdáendum Bachelor heimsins um sambandsslit sín á Instagram í gær. Parið hafði verið saman síðan seríu Echard sem Bachelor lauk.

Sarah Hyland og Wells Adams gátu loksins gift sig

Leikkonan Sarah Hyland og Wells Adams, uppáhalds barþjónn Bachelor Nation eru loksins gift eftir að hafa þurft að fresta brúðkaupinu sínu í tvö ár. Modern Family fjölskyldan hennar Söruh var á svæðinu ásamt fjölskyldu og vinum parsins.

Becca og Thomas trúlofuð: „HANN SAGÐI JÁ!“

Bachelor in Paradise parið Becca Kufrin og Thomas Jacobs eru trúlofuð. Becca bað hans fyrir nokkru síðan en nú eru þau tilbúin að deila fréttunum. Thomas sagði í færslu að það hljómaði vel að hún ætlaði að halda sér á tánum til lífstíðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×