Sagður hafa viljað nefna plötu eftir Adolf Hitler Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2022 09:39 Kanye West brennir flestar brýr að baki sér þessa dagana. Vísir/EPA Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa dáðst lengi að nasistaforingjanum Adolf Hitler, svo mjög að hann vildi nefna plötu sem hann gaf út árið 2018 „Hitler“. Samstarfsaðilar West hafa fjarlægt sig frá honum eftir röð hatursfullra ummæla í garð gyðinga að undanförnu. CNN-fréttastöðin hefur eftir heimildirmönnum sínum sem stóðu West eitt sinn nærri að hann hafi lengi verið heillaður af Hitler. „Hann lofaði Hitler með því að segja hversu ótrúlegt það væri að honum hafi tekist að sanka að sér svo miklum völdum og hann talaði um alla frábæru hlutina sem hann og nasistaflokkurinn áorkuðu fyrir þýsku þjóðinna,“ segir forsvarsmaður fyrirtækis sem vann fyrir West. Sakar hann West um að hafa skapað eitrað andrúmsloft fyrir starfsfólk. West gerði sátt við fyrirtækið vegna fjölda kvartana á vinnustaðnum, þar á meðal vegna áreitni. West neitaði þeim ásökunum. West hafi talað opinskátt um „Baráttuna mína“ (þ. Mein Kampf), sjálfsævisögu Hitlers og stefnuyfirlýsingu, frá 1925 og hversu mikið hann dáðist að áróðurstækni nasista. Fjórir heimildarmenn CNN sögðu að West hafi upphaflega viljað platan „Ye“ frá 2018 héti „Hitler“. Áður haft uppi níð um gyðinga West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum um gyðinga upp á síðkastið. Íþróttavöruframleiðandinn Adidas rifti samningum við hann um framleiðslu á fatalínunni Yeezy vegna ummælanna í vikunni. Í kjölfarið birtist hann óboðinn á skrifstofur annars skóframleiðanda en var vísað þaðan út. Van Lathan, fyrrverandi starfsmaður slúðurmiðilsins TMZ, sem svaraði West fullum hálsi þegar hann sagði að þrælahald í Bandaríkjunum hljómaði eins og „val“ í stormasömu viðtali árið 2018, fullyrðir að West hafi látið niðrandi ummæli um gyðinga falla þar sem miðillinn hafi ekki birt á sínum tíma. Tónlist Kynþáttafordómar Mál Kanye West Bandaríkin Tengdar fréttir Hætta að spila útgöngulag með Ye eftir hatursfull ummæli Lagið Power með tónlistarmanninum Ye, áður Kanye West, mun ekki lengur heyrast í græjunum á Vitality vellinum, heimavelli enska úrvalsdeildarfélagsins Bournemouth, eftir að rapparinn lét hatursfull ummæli um gyðinga falla nýverið. 28. október 2022 07:00 Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56 Stjörnurnar skera á tengslin við Ye Íþróttamennirnir Aaron Donald, leikmaður Los Angeles Rams í NFL deildinni, og Jaylen Brown, leikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, hafa báðir slitið samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye - áður þekktur sem Kanye West, vegna ummæla sem tónlistarmaðurinn lét falla nýverið. 26. október 2022 09:31 Adidas slítur samstarfi við West vegna hegðunar hans Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas ætlar að slíta samstarfi sínu við tónlistarmanninn Kanye West vegna endurtekinnar særandi hegðunar hans. West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í viðtölum og spúið gyðingahatri. 25. október 2022 10:25 Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
CNN-fréttastöðin hefur eftir heimildirmönnum sínum sem stóðu West eitt sinn nærri að hann hafi lengi verið heillaður af Hitler. „Hann lofaði Hitler með því að segja hversu ótrúlegt það væri að honum hafi tekist að sanka að sér svo miklum völdum og hann talaði um alla frábæru hlutina sem hann og nasistaflokkurinn áorkuðu fyrir þýsku þjóðinna,“ segir forsvarsmaður fyrirtækis sem vann fyrir West. Sakar hann West um að hafa skapað eitrað andrúmsloft fyrir starfsfólk. West gerði sátt við fyrirtækið vegna fjölda kvartana á vinnustaðnum, þar á meðal vegna áreitni. West neitaði þeim ásökunum. West hafi talað opinskátt um „Baráttuna mína“ (þ. Mein Kampf), sjálfsævisögu Hitlers og stefnuyfirlýsingu, frá 1925 og hversu mikið hann dáðist að áróðurstækni nasista. Fjórir heimildarmenn CNN sögðu að West hafi upphaflega viljað platan „Ye“ frá 2018 héti „Hitler“. Áður haft uppi níð um gyðinga West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum um gyðinga upp á síðkastið. Íþróttavöruframleiðandinn Adidas rifti samningum við hann um framleiðslu á fatalínunni Yeezy vegna ummælanna í vikunni. Í kjölfarið birtist hann óboðinn á skrifstofur annars skóframleiðanda en var vísað þaðan út. Van Lathan, fyrrverandi starfsmaður slúðurmiðilsins TMZ, sem svaraði West fullum hálsi þegar hann sagði að þrælahald í Bandaríkjunum hljómaði eins og „val“ í stormasömu viðtali árið 2018, fullyrðir að West hafi látið niðrandi ummæli um gyðinga falla þar sem miðillinn hafi ekki birt á sínum tíma.
Tónlist Kynþáttafordómar Mál Kanye West Bandaríkin Tengdar fréttir Hætta að spila útgöngulag með Ye eftir hatursfull ummæli Lagið Power með tónlistarmanninum Ye, áður Kanye West, mun ekki lengur heyrast í græjunum á Vitality vellinum, heimavelli enska úrvalsdeildarfélagsins Bournemouth, eftir að rapparinn lét hatursfull ummæli um gyðinga falla nýverið. 28. október 2022 07:00 Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56 Stjörnurnar skera á tengslin við Ye Íþróttamennirnir Aaron Donald, leikmaður Los Angeles Rams í NFL deildinni, og Jaylen Brown, leikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, hafa báðir slitið samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye - áður þekktur sem Kanye West, vegna ummæla sem tónlistarmaðurinn lét falla nýverið. 26. október 2022 09:31 Adidas slítur samstarfi við West vegna hegðunar hans Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas ætlar að slíta samstarfi sínu við tónlistarmanninn Kanye West vegna endurtekinnar særandi hegðunar hans. West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í viðtölum og spúið gyðingahatri. 25. október 2022 10:25 Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Hætta að spila útgöngulag með Ye eftir hatursfull ummæli Lagið Power með tónlistarmanninum Ye, áður Kanye West, mun ekki lengur heyrast í græjunum á Vitality vellinum, heimavelli enska úrvalsdeildarfélagsins Bournemouth, eftir að rapparinn lét hatursfull ummæli um gyðinga falla nýverið. 28. október 2022 07:00
Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56
Stjörnurnar skera á tengslin við Ye Íþróttamennirnir Aaron Donald, leikmaður Los Angeles Rams í NFL deildinni, og Jaylen Brown, leikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, hafa báðir slitið samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye - áður þekktur sem Kanye West, vegna ummæla sem tónlistarmaðurinn lét falla nýverið. 26. október 2022 09:31
Adidas slítur samstarfi við West vegna hegðunar hans Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas ætlar að slíta samstarfi sínu við tónlistarmanninn Kanye West vegna endurtekinnar særandi hegðunar hans. West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í viðtölum og spúið gyðingahatri. 25. október 2022 10:25