Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. október 2022 14:37 Félagsfundur Ferðafélagsins fer fram klukkan 20.00 í kvöld. Kristín I. Pálsdóttir hyggjst leggja fram vantrauststillögu gegn stjórn á fundinum. Vísir/Arnar Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. Mikil ólga hefur ríkt innan Ferðafélagsins frá því að Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti félagsins, steig fram og sagði af sér eftir að hafa lent upp á kant við aðra stjórnarmenn. Þeim ber ekki saman um hversu stórt vandamál áreitni- og ofbeldismál séu innan félagsins. Kristín er í hópi þeirra félagsmanna sem ekki hugnast viðbrögð núverandi stjórnar við ofbeldis og áreitnismálum. Á dögunum sendi hún stjórn nokkrar spurningar um viðbrögð við kynferðis-og áreitnismálum sem hefðu komið upp. Í stað þess að fá skriflegt svar var hún boðuð á fund stjórnar. „Þar fékk ég bara staðfestingu á því að þau mál sem ég hef verið að leggja áherslu á hafa ekki verið meðhöndluð með réttum hætti og er í rauninni alls ekki lokið eins og þau segja í sinni yfirlýsingu.“ Þá varð hún á fundinum þess áskynja að stjórnin liti þessi mál ekki alvarlegum augum. „Mér fannst þau gera lítið úr málum að segja það til dæmis að það hefur ekki verið nein nauðgun en áreitni getur haft mikil áhrif á þolendur og áreitni er bæði í jafnréttislögum og hegningarlögum skilgreind og þar kemur líka fram að félögum ber að koma í veg fyrir að fólk verði fyrir áreitni í félagastarfi þannig að þetta eru alvarleg mál og ég skynjaði það að þessu væri ekki tekið nógu alvarlega hjá stjórninni.“ Kristín bindur vonir við að fólk sem vill breytingar í félaginu mæti á félagsfundinn í kvöld og taki afstöðu. En hvað gerist ef tillagan verður felld? „Þá mun ég náttúrulega bara segja mig úr félaginu. Þá er þetta bara alveg búið fyrir mér.“ Heldurðu að aðrir muni fylgja? „Já, það finnst mér mjög líklegt og ekki síst konur. […] Konur vilja vera þar sem hugað er að þeirra öryggi. Ef það er ekki áhugi á því og ef tillagan er felld að þá er það náttúrulega bara vísbending um að það sé ekki verið að taka öryggi farþega ferðafélagsins alvarlega.“ Ólga innan Ferðafélags Íslands MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Vantrauststillaga lögð fram gegn stjórn FÍ á morgun Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands til margra ára, hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórnar félagsins á félagsfundi á morgun, í kjölfar fundar með stjórninni í gær. Hún var boðuð á fundinn eftir að hafa sent stjórninni fyrirspurn um áreitni- og ofbeldismál innan félagsins. 26. október 2022 12:59 Segir málin mikið fleiri en hún hafi haft grun um Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands, segir að mál sem tengist kynferðislegri áreitni innan félagsins séu mikið fleiri en hana hafi haft grun um. 22. október 2022 09:51 Segir FÍ hafa leyft fararstjórum að starfa þrátt fyrir ásakanir um áreitni Fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands segir að stjórn þess hafi leyft fararstjórum að starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Ekki hafi verið tekið á öllum málum sem tengdust kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan félagsins í samræmi við reglur, þvert á yfirlýsingar nýs forseta. 29. september 2022 10:29 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Mikil ólga hefur ríkt innan Ferðafélagsins frá því að Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti félagsins, steig fram og sagði af sér eftir að hafa lent upp á kant við aðra stjórnarmenn. Þeim ber ekki saman um hversu stórt vandamál áreitni- og ofbeldismál séu innan félagsins. Kristín er í hópi þeirra félagsmanna sem ekki hugnast viðbrögð núverandi stjórnar við ofbeldis og áreitnismálum. Á dögunum sendi hún stjórn nokkrar spurningar um viðbrögð við kynferðis-og áreitnismálum sem hefðu komið upp. Í stað þess að fá skriflegt svar var hún boðuð á fund stjórnar. „Þar fékk ég bara staðfestingu á því að þau mál sem ég hef verið að leggja áherslu á hafa ekki verið meðhöndluð með réttum hætti og er í rauninni alls ekki lokið eins og þau segja í sinni yfirlýsingu.“ Þá varð hún á fundinum þess áskynja að stjórnin liti þessi mál ekki alvarlegum augum. „Mér fannst þau gera lítið úr málum að segja það til dæmis að það hefur ekki verið nein nauðgun en áreitni getur haft mikil áhrif á þolendur og áreitni er bæði í jafnréttislögum og hegningarlögum skilgreind og þar kemur líka fram að félögum ber að koma í veg fyrir að fólk verði fyrir áreitni í félagastarfi þannig að þetta eru alvarleg mál og ég skynjaði það að þessu væri ekki tekið nógu alvarlega hjá stjórninni.“ Kristín bindur vonir við að fólk sem vill breytingar í félaginu mæti á félagsfundinn í kvöld og taki afstöðu. En hvað gerist ef tillagan verður felld? „Þá mun ég náttúrulega bara segja mig úr félaginu. Þá er þetta bara alveg búið fyrir mér.“ Heldurðu að aðrir muni fylgja? „Já, það finnst mér mjög líklegt og ekki síst konur. […] Konur vilja vera þar sem hugað er að þeirra öryggi. Ef það er ekki áhugi á því og ef tillagan er felld að þá er það náttúrulega bara vísbending um að það sé ekki verið að taka öryggi farþega ferðafélagsins alvarlega.“
Ólga innan Ferðafélags Íslands MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Vantrauststillaga lögð fram gegn stjórn FÍ á morgun Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands til margra ára, hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórnar félagsins á félagsfundi á morgun, í kjölfar fundar með stjórninni í gær. Hún var boðuð á fundinn eftir að hafa sent stjórninni fyrirspurn um áreitni- og ofbeldismál innan félagsins. 26. október 2022 12:59 Segir málin mikið fleiri en hún hafi haft grun um Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands, segir að mál sem tengist kynferðislegri áreitni innan félagsins séu mikið fleiri en hana hafi haft grun um. 22. október 2022 09:51 Segir FÍ hafa leyft fararstjórum að starfa þrátt fyrir ásakanir um áreitni Fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands segir að stjórn þess hafi leyft fararstjórum að starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Ekki hafi verið tekið á öllum málum sem tengdust kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan félagsins í samræmi við reglur, þvert á yfirlýsingar nýs forseta. 29. september 2022 10:29 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Vantrauststillaga lögð fram gegn stjórn FÍ á morgun Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands til margra ára, hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórnar félagsins á félagsfundi á morgun, í kjölfar fundar með stjórninni í gær. Hún var boðuð á fundinn eftir að hafa sent stjórninni fyrirspurn um áreitni- og ofbeldismál innan félagsins. 26. október 2022 12:59
Segir málin mikið fleiri en hún hafi haft grun um Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands, segir að mál sem tengist kynferðislegri áreitni innan félagsins séu mikið fleiri en hana hafi haft grun um. 22. október 2022 09:51
Segir FÍ hafa leyft fararstjórum að starfa þrátt fyrir ásakanir um áreitni Fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands segir að stjórn þess hafi leyft fararstjórum að starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Ekki hafi verið tekið á öllum málum sem tengdust kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan félagsins í samræmi við reglur, þvert á yfirlýsingar nýs forseta. 29. september 2022 10:29
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði