Lífið

Flúraði galdrastaf á legið og konan varð ólétt af þríburum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hrafnhildur og Sigurboði eru hjón og vinna mikið saman. 
Hrafnhildur og Sigurboði eru hjón og vinna mikið saman. 

Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 í gærkvöldi en þar er fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíl og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða.

Í þættinum í gær var fjallað um nornir og ræddi Ingileif við hjónin Hrafnhildi Guðjónsdóttur og Sigurboði Grétarsson sem eru bæði nornir, víkingar og húðflúrarar og vinna mikið með galdratákn og rúnir.

„Það var einu sinni par sem kom til mín úti í Englandi og þau höfðu reynt tæknifrjóvgun einu sinni eða tvisvar áður og höfðu ekki efni á annarri. Konan hafði samband við mig og bað mig um að setja galdra á sig. Við völdum rosalega fallegan galdrastaf sem heitir lífsstafur og hann er til þess að búa til líf,“ segir Hrafnhildur og heldur áfram.

„Við ákváðum að flúra hann yfir legið á henni og sjá síðan til hvað myndi gerast. Svo hafði hún samband við mig átta mánuðum seinna og hún sendi mér mynd af sér með risastóra bumbu og þrjá krakka þar inni. Hún sagði við mig; ég veit ég bað þig um þetta en þrjú börn eru kannski aðeins of mikið.“

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti af Afbrigðum.

Klippa: Flúraði galdrastaf á legið og konan varð ólétt af þríburum

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.