Bjarni segir engin átök hafa verið á milli hans og Guðlaugs Þórs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2022 06:50 Bjarni segist ekki vilja gefa sér neitt um mögulegt formannsframboð Guðlaugs Þórs. Enn sem komið er sé hann einn í framboði. Vísir/Vilhelm „Við höfum ekki rætt þessi mál. Það hafa ekki verið nein átök á milli okkar, bara ágætis samstarf verð ég að segja. Að því leytinu til kæmi mér á óvart ef þetta endaði með einhverjum átökum um forystuna í flokknum,“ segir Bjarni Benediktsson um mögulegt formannsframboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Ummælin lét Bjarni, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, falla í viðtali við Morgunblaðið. Orðrómur er á sveimi um að Guðlaugur Þór, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hyggist bjóða sig fram gegn Bjarna á landsfundi flokksins þar næstu helgi. Bjarni sagði í viðtalinu að formaðurinn ætti ekki embættið; hann þyrfti að endurnýja umboð sitt á hverjum landsfundi. Hins vegar þætti honum óhyggilegt að hræra í flokksforystunni eins og sakir stæðu. Spurður að því hvort það breytti ekki áferð landsfundarins ef einn af ráðherrum flokksins væri að þreifa fyrir sér með að fella formanninn sagðist Bjarni vilja forðast að gefa sér neitt. „Við skulum sjá hvað setur. Það getur vel verið að menn séu að máta sig en ég vil ekki fara að rekja hvað myndi gerast ef eitthvað,“ svaraði hann. Bjarni var einnig spurður um mögulega kergju vegna vals á landsfundarfulltrúum í stöku flokksfélagi þar sem stuðningsmenn Guðlaugs hefðu undirtökin. „Við skulum sjá. Ég held að þessi tilvik séu undantekning og kannski regla að einhverjir séu ósáttir við að komast ekki að,“ svaraði Bjarni. „Það er gríðarlegur metnaður í flokknum til þess að sækja fram. Við sem störfum fyrir flokkinn finnum það að við ættum að geta gert aðeins meira og sótt meiri stuðning, sem sé innan seilingar. Staðreyndin er sú að þetta er barátta upp á hvern einasta dag og við höfum reynt ýmsar nýjar aðferðir en það er ekkert eitt svar til við því hvernig er betra að lifa af í stjórnmálum í dag en áður,“ sagði Bjarni um kurr í flokknum vegna minnkandi fylgis. „Við erum þrátt fyrir allt stærsti flokkurinn. Við erum leiðandi afl, bæði í sveitarstjórnum og í þinginu, með flesta ráðherra og svo framvegis. Þetta er staða sem skiptir miklu um framgang sjálfstæðisstefnunnar og þeirra stefnumála sem við höfum komið okkur saman um og setjum á oddinn.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Ummælin lét Bjarni, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, falla í viðtali við Morgunblaðið. Orðrómur er á sveimi um að Guðlaugur Þór, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hyggist bjóða sig fram gegn Bjarna á landsfundi flokksins þar næstu helgi. Bjarni sagði í viðtalinu að formaðurinn ætti ekki embættið; hann þyrfti að endurnýja umboð sitt á hverjum landsfundi. Hins vegar þætti honum óhyggilegt að hræra í flokksforystunni eins og sakir stæðu. Spurður að því hvort það breytti ekki áferð landsfundarins ef einn af ráðherrum flokksins væri að þreifa fyrir sér með að fella formanninn sagðist Bjarni vilja forðast að gefa sér neitt. „Við skulum sjá hvað setur. Það getur vel verið að menn séu að máta sig en ég vil ekki fara að rekja hvað myndi gerast ef eitthvað,“ svaraði hann. Bjarni var einnig spurður um mögulega kergju vegna vals á landsfundarfulltrúum í stöku flokksfélagi þar sem stuðningsmenn Guðlaugs hefðu undirtökin. „Við skulum sjá. Ég held að þessi tilvik séu undantekning og kannski regla að einhverjir séu ósáttir við að komast ekki að,“ svaraði Bjarni. „Það er gríðarlegur metnaður í flokknum til þess að sækja fram. Við sem störfum fyrir flokkinn finnum það að við ættum að geta gert aðeins meira og sótt meiri stuðning, sem sé innan seilingar. Staðreyndin er sú að þetta er barátta upp á hvern einasta dag og við höfum reynt ýmsar nýjar aðferðir en það er ekkert eitt svar til við því hvernig er betra að lifa af í stjórnmálum í dag en áður,“ sagði Bjarni um kurr í flokknum vegna minnkandi fylgis. „Við erum þrátt fyrir allt stærsti flokkurinn. Við erum leiðandi afl, bæði í sveitarstjórnum og í þinginu, með flesta ráðherra og svo framvegis. Þetta er staða sem skiptir miklu um framgang sjálfstæðisstefnunnar og þeirra stefnumála sem við höfum komið okkur saman um og setjum á oddinn.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira