Firra að „nagladekkjalöggur“ ætli að skattleggja sjálfsögð öryggistæki Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. október 2022 11:57 Elliði Vignisson er bæjarstjóri Vísir Bæjarstjóri Ölfuss segir hugmyndir um að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja fráleitar. Hann segir nagladekk öryggisatriði og því sé firra að leggja öryggisskatt á íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Hann hefur enga trú á því að hugmyndirnar verði að veruleika. Umhverfisstofnun hyggst leggja til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja. Fréttablaðið greindi frá áformunum í morgun en þar segir Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá stofnuninni að gjaldið yrði ekki landsbyggðarskattur heldur skattur á íbúa höfuðborgarsvæðisins sem hægt væri að útfæra þannig að gestir á nöglum borgi daggjald. Öryggismál Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss líst vægast sagt illa á hugmyndina. „Okkur líst bara afbragðs illa á þetta. Við nálgumst þetta nánast eins og hér sé um firru að ræða. Við högum okkar samfélagi þannig að hluti af samfélaginu býr utan borgarinnar og sækir þangað þjónustuna og á sama tíma er mikið af fólki í borginni sem er ýmist flutt út á heiðarnar í kringum Kópavog eða eitthvert annað og í þessu landi eru nagladekk öryggisatriði,“ sagði Elliði. „Það er fráleit hugmynd til þess að bæta loftgæði í Reykjavík að leggja öryggisskatt á okkur sem búum hér á svæðinu í kring og þurfum vinnu vegna eða annars að sækja þjónustu í borgina.“ Auka þurfi sátt milli höfuðborgar og landsbyggðar Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að Alexöndru Briem formanni borgarráðs Reykjavíkurborgar líst vel á tillöguna. Til þess að breytingin komist til framkvæmda þarf þó breytingu á umferðalögum. „Ég hef enga trú á því að þingmenn sem fara með skattlagningarvaldið taki þátt í þessum misráðna leik. Það vekur furðu mína að sjá það að borgarfulltrúar skuli taka undir þetta, að borgin skuli ætla að vera með einhverjar nagladekkjalöggur sem leita uppi bíla og skattleggja þá ef þeir eru með þessi sjálfsögðu öryggistæki,“ sagði Elliði. „Það er löngu kominn tími á að auka sáttina á milli höfuðborgarinnar og sérstaklega Kragans hér í kring en líka bara landsbyggðarinnar allrar. Við eigum öll þetta samfélag saman. Við höfum valið það að byggja þjónustuna okkar upp á höfuðborgarsvæðinu og við þurfum að auðvelda fólki að sækja þjónustuna og komast frá henni.“ Nagladekk Umferðaröryggi Loftslagsmál Reykjavík Loftgæði Tengdar fréttir Umhverfisstofnun leggur til gjaldtöku vegna nagladekkja Umhverfisstofnun vinnur nú að því að uppfæra áætlun um loftgæði en meðal breytinga er að lagt verður til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notkun nagladekkja. 26. október 2022 06:33 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Sjá meira
Umhverfisstofnun hyggst leggja til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja. Fréttablaðið greindi frá áformunum í morgun en þar segir Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá stofnuninni að gjaldið yrði ekki landsbyggðarskattur heldur skattur á íbúa höfuðborgarsvæðisins sem hægt væri að útfæra þannig að gestir á nöglum borgi daggjald. Öryggismál Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss líst vægast sagt illa á hugmyndina. „Okkur líst bara afbragðs illa á þetta. Við nálgumst þetta nánast eins og hér sé um firru að ræða. Við högum okkar samfélagi þannig að hluti af samfélaginu býr utan borgarinnar og sækir þangað þjónustuna og á sama tíma er mikið af fólki í borginni sem er ýmist flutt út á heiðarnar í kringum Kópavog eða eitthvert annað og í þessu landi eru nagladekk öryggisatriði,“ sagði Elliði. „Það er fráleit hugmynd til þess að bæta loftgæði í Reykjavík að leggja öryggisskatt á okkur sem búum hér á svæðinu í kring og þurfum vinnu vegna eða annars að sækja þjónustu í borgina.“ Auka þurfi sátt milli höfuðborgar og landsbyggðar Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að Alexöndru Briem formanni borgarráðs Reykjavíkurborgar líst vel á tillöguna. Til þess að breytingin komist til framkvæmda þarf þó breytingu á umferðalögum. „Ég hef enga trú á því að þingmenn sem fara með skattlagningarvaldið taki þátt í þessum misráðna leik. Það vekur furðu mína að sjá það að borgarfulltrúar skuli taka undir þetta, að borgin skuli ætla að vera með einhverjar nagladekkjalöggur sem leita uppi bíla og skattleggja þá ef þeir eru með þessi sjálfsögðu öryggistæki,“ sagði Elliði. „Það er löngu kominn tími á að auka sáttina á milli höfuðborgarinnar og sérstaklega Kragans hér í kring en líka bara landsbyggðarinnar allrar. Við eigum öll þetta samfélag saman. Við höfum valið það að byggja þjónustuna okkar upp á höfuðborgarsvæðinu og við þurfum að auðvelda fólki að sækja þjónustuna og komast frá henni.“
Nagladekk Umferðaröryggi Loftslagsmál Reykjavík Loftgæði Tengdar fréttir Umhverfisstofnun leggur til gjaldtöku vegna nagladekkja Umhverfisstofnun vinnur nú að því að uppfæra áætlun um loftgæði en meðal breytinga er að lagt verður til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notkun nagladekkja. 26. október 2022 06:33 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Sjá meira
Umhverfisstofnun leggur til gjaldtöku vegna nagladekkja Umhverfisstofnun vinnur nú að því að uppfæra áætlun um loftgæði en meðal breytinga er að lagt verður til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notkun nagladekkja. 26. október 2022 06:33