Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2022 09:31 Frá Hólum í Hjaltadal. Sigurjón Ólason „Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti. Hún er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2, sem fjallar um Hóla í Hjaltadal. Biskupsstóllinn var um aldir helsta valda- og menningarsetur landsins, höfuðstaður Norðurlands og vettvangur nokkurra af stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Þar var fyrsta prentsmiðja landsins og bændaskóli sem núna hefur þróast upp í háskóla. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, lýsir kynnum sínum af Hólum, sýnir hún okkur Hóladómkirkju og segir frá helstu dýrgripum hennar.Sigurjón Ólason „Við sjáum hér til dæmis tvo af alstærstu viðburðum Íslands gerast,“ segir Skúli Skúlason, prófessor og fyrrverandi rektor. Og nefnir annarsvegar þegar Íslendingar fóru undir Noregskonung árið 1262; það tengist mikið viðburðum í Skagafirði á Sturlungaöld, sem snertu biskupsetrið á Hólum. Hins vegar séu það siðaskiptin 1550 og barátta Jóns Arasonar í raun fyrir sjálfstæði þegar Danakonungur hafi tekið yfir. Skúli Skúlason, prófessor og fyrrverandi rektor á Hólum.Sigurjón Ólason „Það eru mjög margir Íslendingar sem tala um að fara heim að Hólum. Ég held að það sé mjög mörgum sem þykir vænt um Hóla,“ segir Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, sem segir skólann hafa markað sér sérstöðu með kennslu í hestafræði, ferðamáladeild og fiskeldis- og fiskalíffræðideild. Nemendur á fyrsta ári í reiðtúr.Sigurjón Ólason Hólar eru Mekka íslenska hestsins, segir hin norska Elisabeth Jansen, en hún stýrir hestafræðideild Hólaskóla. Sem eini skólinn í heiminum sem býður upp á háskólanám í íslenska hestinum, með þrjár reiðhallir, stærsta hesthús landsins, mikla sögu hrossaræktar og sögusetur íslenska hestsins geta Hólar vel talist höfuðból hestamennskunnar hérlendis. Við kynnumst jafnframt mannlífi á Hólum, hittum nemendur og skoðum bjórsetur Íslands. Þátturinn um Hóla er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Skagafjörður Hestar Þjóðkirkjan Fornminjar Trúmál Tengdar fréttir Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11 Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11 Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Hún er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2, sem fjallar um Hóla í Hjaltadal. Biskupsstóllinn var um aldir helsta valda- og menningarsetur landsins, höfuðstaður Norðurlands og vettvangur nokkurra af stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Þar var fyrsta prentsmiðja landsins og bændaskóli sem núna hefur þróast upp í háskóla. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, lýsir kynnum sínum af Hólum, sýnir hún okkur Hóladómkirkju og segir frá helstu dýrgripum hennar.Sigurjón Ólason „Við sjáum hér til dæmis tvo af alstærstu viðburðum Íslands gerast,“ segir Skúli Skúlason, prófessor og fyrrverandi rektor. Og nefnir annarsvegar þegar Íslendingar fóru undir Noregskonung árið 1262; það tengist mikið viðburðum í Skagafirði á Sturlungaöld, sem snertu biskupsetrið á Hólum. Hins vegar séu það siðaskiptin 1550 og barátta Jóns Arasonar í raun fyrir sjálfstæði þegar Danakonungur hafi tekið yfir. Skúli Skúlason, prófessor og fyrrverandi rektor á Hólum.Sigurjón Ólason „Það eru mjög margir Íslendingar sem tala um að fara heim að Hólum. Ég held að það sé mjög mörgum sem þykir vænt um Hóla,“ segir Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, sem segir skólann hafa markað sér sérstöðu með kennslu í hestafræði, ferðamáladeild og fiskeldis- og fiskalíffræðideild. Nemendur á fyrsta ári í reiðtúr.Sigurjón Ólason Hólar eru Mekka íslenska hestsins, segir hin norska Elisabeth Jansen, en hún stýrir hestafræðideild Hólaskóla. Sem eini skólinn í heiminum sem býður upp á háskólanám í íslenska hestinum, með þrjár reiðhallir, stærsta hesthús landsins, mikla sögu hrossaræktar og sögusetur íslenska hestsins geta Hólar vel talist höfuðból hestamennskunnar hérlendis. Við kynnumst jafnframt mannlífi á Hólum, hittum nemendur og skoðum bjórsetur Íslands. Þátturinn um Hóla er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Skagafjörður Hestar Þjóðkirkjan Fornminjar Trúmál Tengdar fréttir Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11 Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11 Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11
Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11
Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13