Innlent

Tveir sextán ára skemmdu tólf bíla

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Drengirnir voru handteknir og foreldrum og barnavernd tilkynnt brotin.
Drengirnir voru handteknir og foreldrum og barnavernd tilkynnt brotin. Vísir/Vilhelm

Tveir sextán ára gamlir drengir voru handteknir klukkan tuttugu mínútur í eitt í nótt grunaðir um að hafa skemmt tólf bíla Breiðholti. Barnavernd var kölluð til og skýrsla tekin af þeim á lögreglustöð vegna skemmdarverkanna.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar kemur jafnframt fram að tveir menn hafi verð handteknir laust fyrir miðnætti en tilkynning barst um að þeir væru að fara inn í byggingu, þar sem framkvæmdir standa yfir. Tilkynnandi sagðist sjá mennina bera hluti út úr húsinu en þeir voru handteknir þegar þeir voru að aka af vettvangi. Maðurinn sem sat undir stýri er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og grunur um að bíllinn hafi verið stolinn. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu í nótt.

Tveir voru stöðvaðir af lögreglu í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna og annar þeirra reyndist þá réttindalaus. Einn var þá stöðvaður eftir hraðamælingu en hann var á 101 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 60. Annar var þá stöðvaður á þriðja tímanum og reyndist réttindalaus.

Tilkynnt var um umferðarslys klukkan níu í gærkvöldi á Heiðmerkurvegi. Sautján ára gamall ökumaður missti stjórn á bíl sem endaði utan vegar og valt. Bæði ökumaðurinn og farþegar fóru með foreldrum sínum á bráðadeild og því ekki vitað um áverka þeirra. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×