Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Barnshafandi kona á Egilsstöðum þarf að flytja alla fjölskyldu sína til Akureyrar yfir jólin þar sem ljóst þykir að hún muni ekki geta fætt barn í Neskaupstað. Þar finnst enginn skurðlæknir til að vera á vakt. Þetta er ástand sem þarf að breytast, segir konan, sem sjálf er hjúkrunarfræðingur. Aðeins er hægt að ganga út frá fæðingarþjónustu vísri árið um kring á þremur stöðum á landinu.

Fjallað er um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá verður fjallað um brottkast en talsmenn útgerðarinnar Stakkfells hafna því alfarið að hafa stundað stórfellt brottkast á dragnótarbát útgerðarinnar á síðasta ári. Fiskistofa hefur svipt skipið veiðileyfi í átta vikur.

Í fréttatímanum fjöllum við um stöðuna í breskum stjórnmálum, kíkjum í bókabúð í beinni og athugum hvort jólabókaflóðið sé mætt í hillurnar og fögnum 170 ára afmæli barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkeyri. Þá verður ítarleg umfjöllun um sjálfbæra matvælaframleiðslu og möguleika Íslands í þeim bransa.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×