„Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Snorri Másson skrifar 22. október 2022 14:43 Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, segir fundahöld fram undan um framtíðarskipan mála við Kirkjufell. Fjallið er orðið mjög vinsælt á meðal ferðamanna en hættulegt yfirferðar. Þrír hafa látist á fjórum árum við að fara upp fjallið. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. Banaslys sem varð á fjallinu Kirkjufelli í Grundarfirði í vikunni hefur enn á ný vakið umræðu um hættur svæðisins fyrir ferðamenn. Allir sem látist hafa í fjallinu á undanförnum árum hafa verið erlendir ferðamenn. Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar segir stöðuna óviðunandi við Kirkjufell, sem hefur á allra síðustu árum orðið gríðarlega vinsæll ferðamannastaður. „Það er mjög flókið að vera allt í einu með stað þar sem hver maður sér að þetta er orðið virkilega alvarlegt með þriðja dauðsfallinu á aðeins fjórum árum. Þetta er á pari við það sem við höfum verið að fást við og hlusta á í fréttum eins og frá Reynisfjöru. Við verðum einhvern veginn að tækla það með þeim ráðum að þetta sé eitthvað sem ekki sé hægt að una við,“ segir Björg í samtali við fréttastofu. En hvað er til ráða? Það er ekki alfarið í höndum yfirvalda, heldur er landið sem Kirkjufell stendur á í eigu þriggja landeigenda. Bæjarstjórinn segir landeigendur leiða ferlið fram undan en bærinn styðji við þá. „Núna eftir helgina munu landeigendur setjast niður með fulltrúum frá bænum og ferðamálastjóra og fulltrúum úr björgunargeirunum. Fara yfir þessi mál og taka ákvörðun sem verður þá hvort eigi að gera eitthvað strax til skemmri tíma og hver er langtímasýnin um stýringu og viðbrögð,“ segir Björg. Skoðað verður hvort raunhæft sé að loka fjallinu alveg. Ferðamálastjóri hefur sagt að það kunni að vera lausnin ef ekki er hægt að tryggja öryggi fólks í fjallinu að vetri til. Bæjarstjórinn telur þó hæpið að girða allt svæðið af og elta uppi fólk sem gerir tilraunir til að fara upp á fjallið. Annað í stöðunni sé að stýra umferð annað um svæðið, þannig að fólk geti notið fjallsins án þess að þurfa að klífa það við hættulegar aðstæður. Lausnin verði líklega samspil ýmissa þátta. Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Banaslys sem varð á fjallinu Kirkjufelli í Grundarfirði í vikunni hefur enn á ný vakið umræðu um hættur svæðisins fyrir ferðamenn. Allir sem látist hafa í fjallinu á undanförnum árum hafa verið erlendir ferðamenn. Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar segir stöðuna óviðunandi við Kirkjufell, sem hefur á allra síðustu árum orðið gríðarlega vinsæll ferðamannastaður. „Það er mjög flókið að vera allt í einu með stað þar sem hver maður sér að þetta er orðið virkilega alvarlegt með þriðja dauðsfallinu á aðeins fjórum árum. Þetta er á pari við það sem við höfum verið að fást við og hlusta á í fréttum eins og frá Reynisfjöru. Við verðum einhvern veginn að tækla það með þeim ráðum að þetta sé eitthvað sem ekki sé hægt að una við,“ segir Björg í samtali við fréttastofu. En hvað er til ráða? Það er ekki alfarið í höndum yfirvalda, heldur er landið sem Kirkjufell stendur á í eigu þriggja landeigenda. Bæjarstjórinn segir landeigendur leiða ferlið fram undan en bærinn styðji við þá. „Núna eftir helgina munu landeigendur setjast niður með fulltrúum frá bænum og ferðamálastjóra og fulltrúum úr björgunargeirunum. Fara yfir þessi mál og taka ákvörðun sem verður þá hvort eigi að gera eitthvað strax til skemmri tíma og hver er langtímasýnin um stýringu og viðbrögð,“ segir Björg. Skoðað verður hvort raunhæft sé að loka fjallinu alveg. Ferðamálastjóri hefur sagt að það kunni að vera lausnin ef ekki er hægt að tryggja öryggi fólks í fjallinu að vetri til. Bæjarstjórinn telur þó hæpið að girða allt svæðið af og elta uppi fólk sem gerir tilraunir til að fara upp á fjallið. Annað í stöðunni sé að stýra umferð annað um svæðið, þannig að fólk geti notið fjallsins án þess að þurfa að klífa það við hættulegar aðstæður. Lausnin verði líklega samspil ýmissa þátta.
Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15