„Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Snorri Másson skrifar 22. október 2022 14:43 Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, segir fundahöld fram undan um framtíðarskipan mála við Kirkjufell. Fjallið er orðið mjög vinsælt á meðal ferðamanna en hættulegt yfirferðar. Þrír hafa látist á fjórum árum við að fara upp fjallið. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. Banaslys sem varð á fjallinu Kirkjufelli í Grundarfirði í vikunni hefur enn á ný vakið umræðu um hættur svæðisins fyrir ferðamenn. Allir sem látist hafa í fjallinu á undanförnum árum hafa verið erlendir ferðamenn. Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar segir stöðuna óviðunandi við Kirkjufell, sem hefur á allra síðustu árum orðið gríðarlega vinsæll ferðamannastaður. „Það er mjög flókið að vera allt í einu með stað þar sem hver maður sér að þetta er orðið virkilega alvarlegt með þriðja dauðsfallinu á aðeins fjórum árum. Þetta er á pari við það sem við höfum verið að fást við og hlusta á í fréttum eins og frá Reynisfjöru. Við verðum einhvern veginn að tækla það með þeim ráðum að þetta sé eitthvað sem ekki sé hægt að una við,“ segir Björg í samtali við fréttastofu. En hvað er til ráða? Það er ekki alfarið í höndum yfirvalda, heldur er landið sem Kirkjufell stendur á í eigu þriggja landeigenda. Bæjarstjórinn segir landeigendur leiða ferlið fram undan en bærinn styðji við þá. „Núna eftir helgina munu landeigendur setjast niður með fulltrúum frá bænum og ferðamálastjóra og fulltrúum úr björgunargeirunum. Fara yfir þessi mál og taka ákvörðun sem verður þá hvort eigi að gera eitthvað strax til skemmri tíma og hver er langtímasýnin um stýringu og viðbrögð,“ segir Björg. Skoðað verður hvort raunhæft sé að loka fjallinu alveg. Ferðamálastjóri hefur sagt að það kunni að vera lausnin ef ekki er hægt að tryggja öryggi fólks í fjallinu að vetri til. Bæjarstjórinn telur þó hæpið að girða allt svæðið af og elta uppi fólk sem gerir tilraunir til að fara upp á fjallið. Annað í stöðunni sé að stýra umferð annað um svæðið, þannig að fólk geti notið fjallsins án þess að þurfa að klífa það við hættulegar aðstæður. Lausnin verði líklega samspil ýmissa þátta. Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Banaslys sem varð á fjallinu Kirkjufelli í Grundarfirði í vikunni hefur enn á ný vakið umræðu um hættur svæðisins fyrir ferðamenn. Allir sem látist hafa í fjallinu á undanförnum árum hafa verið erlendir ferðamenn. Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar segir stöðuna óviðunandi við Kirkjufell, sem hefur á allra síðustu árum orðið gríðarlega vinsæll ferðamannastaður. „Það er mjög flókið að vera allt í einu með stað þar sem hver maður sér að þetta er orðið virkilega alvarlegt með þriðja dauðsfallinu á aðeins fjórum árum. Þetta er á pari við það sem við höfum verið að fást við og hlusta á í fréttum eins og frá Reynisfjöru. Við verðum einhvern veginn að tækla það með þeim ráðum að þetta sé eitthvað sem ekki sé hægt að una við,“ segir Björg í samtali við fréttastofu. En hvað er til ráða? Það er ekki alfarið í höndum yfirvalda, heldur er landið sem Kirkjufell stendur á í eigu þriggja landeigenda. Bæjarstjórinn segir landeigendur leiða ferlið fram undan en bærinn styðji við þá. „Núna eftir helgina munu landeigendur setjast niður með fulltrúum frá bænum og ferðamálastjóra og fulltrúum úr björgunargeirunum. Fara yfir þessi mál og taka ákvörðun sem verður þá hvort eigi að gera eitthvað strax til skemmri tíma og hver er langtímasýnin um stýringu og viðbrögð,“ segir Björg. Skoðað verður hvort raunhæft sé að loka fjallinu alveg. Ferðamálastjóri hefur sagt að það kunni að vera lausnin ef ekki er hægt að tryggja öryggi fólks í fjallinu að vetri til. Bæjarstjórinn telur þó hæpið að girða allt svæðið af og elta uppi fólk sem gerir tilraunir til að fara upp á fjallið. Annað í stöðunni sé að stýra umferð annað um svæðið, þannig að fólk geti notið fjallsins án þess að þurfa að klífa það við hættulegar aðstæður. Lausnin verði líklega samspil ýmissa þátta.
Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15