Segir fjölda ungmenna hafa beðist afsökunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. október 2022 14:15 Sædís Hrönn Samúelsdóttir og Ísabella Von Sædísardóttir hafa staðið ráðalausar frammi fyrir eineltinu sem Ísabella hefur sætt síðustu mánuði. Þær stigu fram í fyrradag og greindu frá stöðu mála. Vísir/Arnar Sædís Hrönn Samúelsdóttir, móðir Ísabellu Vonar, segir að líf þeirra mæðgna hafi verið tilfinningaleg rússíbanareið síðan þær stigu fram og greindu frá raunum Ísabellu. Síðan þá hafi fjöldi ungmenna beðið Ísabellu afsökunar. Mæðgurnar höfðu fengu sig fullsadda af grófu einelti sem Ísabella hefur sætt síðustu mánuði og stóðu ráðalausar frammi fyrir vandanum. Það var því hálfgert örþrifaráð að mæðgurnar fóru með málið í fjölmiðla. Frásögn Ísabellu hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu vegna stöðu eineltis- og ofbeldismála hér á landi en umfram allt samúð. Fréttastofa náði tali af Sædísi sem sagði að þessi rússíbanareið sé “99,999% jákvæð” líkt og hún komst að orði. „Það bara er verið að senda okkur skilaboð, hringja í okkar og koma til okkar. Fólk hefur gefið henni alls konar hluti. Þetta er endalaust. Krakkar að biðjast fyrirgefningar og krakkar að koma til hennar.“ Sjá þeir að sér? „Já, alveg rosalega margir,“ segir Sædís sem óraði ekki fyrir viðbrögðunum sem fylgdu í kjölfarið. „Við bjuggumst engan veginn við þessu. Við vildum bara að þetta hætti. Við vorum komnar með nóg.“ Skólastjóri Hraunvallaskóla sagði í samtali við fréttastofu að málið sé komið í traustan farveg og að það verði unnið með bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði. Ísabella treystir sér enn ekki í skólann og segir Sædís að í næstu viku sé á dagskrá fundur í skólanum og að hún viti til þess að grípa eigi til ráðstafana. Ert þú sátt við þann farveg sem málið fer í? „Ég á eftir að hugsa það betur.“ Eftir sjónvarpsviðtöl við mæðgurnar hafa heyrst gagnrýnisraddir í samfélaginu þar sem það hefur verið dregið í efa að það hafi verði rétt að leyfa Ísabellu að tjá sig um málið. Sædís segir að þetta hafi verið örþrifaráð. Eftir á að hyggja telur þó að þetta hafi verið rétt ákvörðun. „Já, ég held það. Hún vildi gera þetta og það er hennar val. Það má deila um ýmislegt og fólk hefur margar skoðanir en það hafa ekki margir verið í okkar sporum og geta ekki sagt til um hvernig það er.“ Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Komu Ísabellu Von á óvart með ferð til Flórída Landsmenn hafa sýnt samhug í verki og tekið þátt í sérstakri fjáröflun til að Ísabella Von og móðir hennar geti farið í ferðalag til Flórída eftir allt sem á undan hefur gengið. 20. október 2022 14:52 „Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 20. október 2022 12:15 Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Mæðgurnar höfðu fengu sig fullsadda af grófu einelti sem Ísabella hefur sætt síðustu mánuði og stóðu ráðalausar frammi fyrir vandanum. Það var því hálfgert örþrifaráð að mæðgurnar fóru með málið í fjölmiðla. Frásögn Ísabellu hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu vegna stöðu eineltis- og ofbeldismála hér á landi en umfram allt samúð. Fréttastofa náði tali af Sædísi sem sagði að þessi rússíbanareið sé “99,999% jákvæð” líkt og hún komst að orði. „Það bara er verið að senda okkur skilaboð, hringja í okkar og koma til okkar. Fólk hefur gefið henni alls konar hluti. Þetta er endalaust. Krakkar að biðjast fyrirgefningar og krakkar að koma til hennar.“ Sjá þeir að sér? „Já, alveg rosalega margir,“ segir Sædís sem óraði ekki fyrir viðbrögðunum sem fylgdu í kjölfarið. „Við bjuggumst engan veginn við þessu. Við vildum bara að þetta hætti. Við vorum komnar með nóg.“ Skólastjóri Hraunvallaskóla sagði í samtali við fréttastofu að málið sé komið í traustan farveg og að það verði unnið með bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði. Ísabella treystir sér enn ekki í skólann og segir Sædís að í næstu viku sé á dagskrá fundur í skólanum og að hún viti til þess að grípa eigi til ráðstafana. Ert þú sátt við þann farveg sem málið fer í? „Ég á eftir að hugsa það betur.“ Eftir sjónvarpsviðtöl við mæðgurnar hafa heyrst gagnrýnisraddir í samfélaginu þar sem það hefur verið dregið í efa að það hafi verði rétt að leyfa Ísabellu að tjá sig um málið. Sædís segir að þetta hafi verið örþrifaráð. Eftir á að hyggja telur þó að þetta hafi verið rétt ákvörðun. „Já, ég held það. Hún vildi gera þetta og það er hennar val. Það má deila um ýmislegt og fólk hefur margar skoðanir en það hafa ekki margir verið í okkar sporum og geta ekki sagt til um hvernig það er.“
Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Komu Ísabellu Von á óvart með ferð til Flórída Landsmenn hafa sýnt samhug í verki og tekið þátt í sérstakri fjáröflun til að Ísabella Von og móðir hennar geti farið í ferðalag til Flórída eftir allt sem á undan hefur gengið. 20. október 2022 14:52 „Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 20. október 2022 12:15 Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Komu Ísabellu Von á óvart með ferð til Flórída Landsmenn hafa sýnt samhug í verki og tekið þátt í sérstakri fjáröflun til að Ísabella Von og móðir hennar geti farið í ferðalag til Flórída eftir allt sem á undan hefur gengið. 20. október 2022 14:52
„Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 20. október 2022 12:15
Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04