Anníe Mist: Viðkvæm vegna magans á sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2022 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir reynir að hafa jákvæð áhrif á fylgjendur sína á samfélagsmiðlum. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir vonast til þess að fylgjendur hennar setji sig í spor annarra og hugsi sig vel um áður en þeir gagnrýna. Anníe Mist Þórisdóttir er á leiðinni til Texas seinna í þessum mánuði þar sem hún keppir á Rogue Invitational mótinu sem fer fram í Austin 28. til 30. október. Hún verður þar í hópi marga bestu CrossFit kvenna heims enda þetta árlega mót með þeim stærstu á hverju ári. Það er ekki hægt að heyra annað á okkar CrossFit stjörnu en að hún hafi, eins og fleiri íþróttamenn í fremstu röð, þurft að þola aðfinnslur og óvæga gagnrýni að undanförnu. Anníe Mist er ímynd hreysti og gleði enda þekkt fyrir jákvæðni, keppnisgleði og að láta ekkert setja sig út af laginu í CrossFit keppnunum. Það eina sem Anníe sér á myndinni Anníe viðurkennir samt í nýjasta pistli sinum að hún sé viðkvæm eins og aðrir. Hörkutól vissulega en líka mjúk að innan. Hún skrifar um flotta mynd af sér skælbrosandi að klára krefjandi CrossFit grein. „Þetta er ég, á mínum stað, ánægð og full af sjálfstrausti. Flestir sjá þarna stóra axlarvöðva, skorna handleggi og kraftmikla fætur. Það eina sem ég sé er. Jú, maginn minn,“ skrifar Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Og stundum ekki mikið annað. Það sem gerir þetta enn erfiðara er að það er fólk þarna úti sem lifir fyrir að benda á vankanta eða galla annarra,“ skrifaði Anníe. Anníe átti Freyju Mist fyrir rúmum tveimur árum en hefur þegar keppt á tveimur heimsleikum síðan og komst meðal annars á verðlaunapall innan við ári eftir að dóttir hennar kom í heiminn. Anníe Mist bendir á að bak við allt íþróttafólk séu manneskjur og þó að það sé auðvelt að hlusta ekki á það neikvæða þá er erfiðara að gera það þegar á hólminn er komið. Anníe segist hafa glímt við þetta með því að hugsa um hvað mamma hennar, frænkur, vinir og nú dóttir hennar myndu hugsa ef þetta væru þær. Við erum öll viðkvæm „Ég vil að þær sjái ánægju og gleði ásamt því að sjá alla vinnuna sem ég hef lagt á mig,“ skrifaði Anníe. „Það sem ég er að reyna að segja er að við erum öll viðkvæm. Við höfum öll einhver atriði hjá okkur sem við erum ekki sátt með og þegar það er vakin athygli á þeim þá er erfitt að láta það ekki hafa áhrif,“ skrifaði Anníe. „Svo við skulum því vera góð við hvert annað. Við skulum frekar finna leið til að geta daginn betri hjá einhverjum frekar en að skjóta viðkomandi niður. Það krefst ekkert meira af okkur að vera góð og það græða allir á því,“ skrifaði Anníe. CrossFit Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir er á leiðinni til Texas seinna í þessum mánuði þar sem hún keppir á Rogue Invitational mótinu sem fer fram í Austin 28. til 30. október. Hún verður þar í hópi marga bestu CrossFit kvenna heims enda þetta árlega mót með þeim stærstu á hverju ári. Það er ekki hægt að heyra annað á okkar CrossFit stjörnu en að hún hafi, eins og fleiri íþróttamenn í fremstu röð, þurft að þola aðfinnslur og óvæga gagnrýni að undanförnu. Anníe Mist er ímynd hreysti og gleði enda þekkt fyrir jákvæðni, keppnisgleði og að láta ekkert setja sig út af laginu í CrossFit keppnunum. Það eina sem Anníe sér á myndinni Anníe viðurkennir samt í nýjasta pistli sinum að hún sé viðkvæm eins og aðrir. Hörkutól vissulega en líka mjúk að innan. Hún skrifar um flotta mynd af sér skælbrosandi að klára krefjandi CrossFit grein. „Þetta er ég, á mínum stað, ánægð og full af sjálfstrausti. Flestir sjá þarna stóra axlarvöðva, skorna handleggi og kraftmikla fætur. Það eina sem ég sé er. Jú, maginn minn,“ skrifar Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Og stundum ekki mikið annað. Það sem gerir þetta enn erfiðara er að það er fólk þarna úti sem lifir fyrir að benda á vankanta eða galla annarra,“ skrifaði Anníe. Anníe átti Freyju Mist fyrir rúmum tveimur árum en hefur þegar keppt á tveimur heimsleikum síðan og komst meðal annars á verðlaunapall innan við ári eftir að dóttir hennar kom í heiminn. Anníe Mist bendir á að bak við allt íþróttafólk séu manneskjur og þó að það sé auðvelt að hlusta ekki á það neikvæða þá er erfiðara að gera það þegar á hólminn er komið. Anníe segist hafa glímt við þetta með því að hugsa um hvað mamma hennar, frænkur, vinir og nú dóttir hennar myndu hugsa ef þetta væru þær. Við erum öll viðkvæm „Ég vil að þær sjái ánægju og gleði ásamt því að sjá alla vinnuna sem ég hef lagt á mig,“ skrifaði Anníe. „Það sem ég er að reyna að segja er að við erum öll viðkvæm. Við höfum öll einhver atriði hjá okkur sem við erum ekki sátt með og þegar það er vakin athygli á þeim þá er erfitt að láta það ekki hafa áhrif,“ skrifaði Anníe. „Svo við skulum því vera góð við hvert annað. Við skulum frekar finna leið til að geta daginn betri hjá einhverjum frekar en að skjóta viðkomandi niður. Það krefst ekkert meira af okkur að vera góð og það græða allir á því,“ skrifaði Anníe.
CrossFit Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Sjá meira