Innlent

Bein útsending: Viðamiklar breytingar á menntakerfi kynntar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynnir í dag viðamiklar breytingar á skólakerfinu.
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynnir í dag viðamiklar breytingar á skólakerfinu. Vísir/Vilhelm

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra mun í dag kynna viðamiklar breytingar sem fyrirhugaðar eru á menntakerfinu. Streymt verður frá blaðamannafundi hér fyrir neðan. 

Fundurinn hefst klukkan 12. Meðal þess sem kynnt verður er ný stofnun sem mun stýra og vinna að uppbyggingu nýrrar stofnunar sem mun koma í stað Menntamálastofnunar. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að hlutverk nýrrar stofnunar sé að tryggja gæði menntunar og aðgengi allra nemenda, foreldra og starfsfólks skóla að samþættri, heildstæðri skólaþjónustu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.

Aðgerðirnar eru liður í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×