Taminn forystuhrútur í Skagafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. október 2022 21:30 Eysteinn, Fróði og Móri eru mikli vinir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forystuhrúturinn Móri í Skagafirði þykir einstaklega fær þegar kemur að því að hlaupa samhliða hesti í bandi með bjölluna sína. Bóndinn á bænum, sem hefur tamið Móra notar hann mikið þegar hann er að smala því kindurnar laðast að Móra og síðan hleypur hann með þær heim á bæ. Hér erum við að tala um Eystein Steingrímsson, sauðfjárbónda, sem hefur verið duglegur að rækta forystufé á bænum Laufhóli í Skagafirði. Nú er hann með magnaðan sex vetra forystuhrút, sem heitir Móri en hann elskar að hlaupa þegar Eysteinn fer í reiðtúr eða að smala á hestinum Fróða. Móri er þá í bandi og hann er líka með bjöllu eins og alvöru forystuhrútur. „Þessar smalamennskur eru að verða dálítið erfiðar vegna fámennis og þá þurfum við nota allt, sem mögulegt er og þá er eitt með forystuféð, að hafa tamið forystufé og láta það hjálpa sér að koma kindunum til byggða,“ segir Eysteinn. Þannig að hrúturinn lokkar kindurnar til sín? „Já, og fer svo á undan og rétta leið.“ Eysteinn hefur ræktað töluvert af forystufé á Laufhóli með góðum árangri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eysteinn, segir að það hafi gengið ótrúlega vel að temja Móra og að hann elski að hlaupa með þeim Fróða og að hann geti í rauninni hlaupið endalaust. „Þegar hann var bara lamb um haustið þegar það var búið að ákveða að setja hann á þá byrja ég á því að fara að setja á hann spotta og láta hann hlíða mér og koma með mér. Svo er líka að gæla hann að sér með fóðurbæti og reyna að gera hann að vini mínum, það er lykilatriði,“ segir Eysteinn. En hvernig karakter er Móri? „Það er mikið skap í honum, honum er ekki alveg sama um allt og lætur mann alveg vita af því ef honum mislíkar eitthvað.“ Eysteinn segir að vináttan á milli hans og Fróða, svo ekki sé minnst á Móra sé einstök, allir treysti öllum og hafa gaman af verkefninu að vera úti saman og njóta þess að vera til. En hvað segir fólkið í sveitinni þegar það sér þríeykið á ferð? „Ætli það hlægi ekki bara ofan í koddann og hugsi hversu vitlaus hann geti verið að detta þetta í hug að vera að temja hrút. Sjálfur hef ég mjög gaman af þessu, það verð ég að viðurkenna,” segir Eysteinn og glottir við tönn. Móri, Fróði og Eysteinn vekja alls staðar mikla athygli þar sem þeir fara um.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skagafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Hér erum við að tala um Eystein Steingrímsson, sauðfjárbónda, sem hefur verið duglegur að rækta forystufé á bænum Laufhóli í Skagafirði. Nú er hann með magnaðan sex vetra forystuhrút, sem heitir Móri en hann elskar að hlaupa þegar Eysteinn fer í reiðtúr eða að smala á hestinum Fróða. Móri er þá í bandi og hann er líka með bjöllu eins og alvöru forystuhrútur. „Þessar smalamennskur eru að verða dálítið erfiðar vegna fámennis og þá þurfum við nota allt, sem mögulegt er og þá er eitt með forystuféð, að hafa tamið forystufé og láta það hjálpa sér að koma kindunum til byggða,“ segir Eysteinn. Þannig að hrúturinn lokkar kindurnar til sín? „Já, og fer svo á undan og rétta leið.“ Eysteinn hefur ræktað töluvert af forystufé á Laufhóli með góðum árangri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eysteinn, segir að það hafi gengið ótrúlega vel að temja Móra og að hann elski að hlaupa með þeim Fróða og að hann geti í rauninni hlaupið endalaust. „Þegar hann var bara lamb um haustið þegar það var búið að ákveða að setja hann á þá byrja ég á því að fara að setja á hann spotta og láta hann hlíða mér og koma með mér. Svo er líka að gæla hann að sér með fóðurbæti og reyna að gera hann að vini mínum, það er lykilatriði,“ segir Eysteinn. En hvernig karakter er Móri? „Það er mikið skap í honum, honum er ekki alveg sama um allt og lætur mann alveg vita af því ef honum mislíkar eitthvað.“ Eysteinn segir að vináttan á milli hans og Fróða, svo ekki sé minnst á Móra sé einstök, allir treysti öllum og hafa gaman af verkefninu að vera úti saman og njóta þess að vera til. En hvað segir fólkið í sveitinni þegar það sér þríeykið á ferð? „Ætli það hlægi ekki bara ofan í koddann og hugsi hversu vitlaus hann geti verið að detta þetta í hug að vera að temja hrút. Sjálfur hef ég mjög gaman af þessu, það verð ég að viðurkenna,” segir Eysteinn og glottir við tönn. Móri, Fróði og Eysteinn vekja alls staðar mikla athygli þar sem þeir fara um.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skagafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira