Neyðarskýli fyrir heimilislausa verða ekki opnuð á daginn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. október 2022 20:01 Heiða Björg er formaður velferðarráðs borgarinnar. Vísir/Vilhelm Neyðarskýli fyrir heimilislausa verða ekki opnuð á daginn. Þetta segir formaður Velferðarráðs borgarinnar sem vill fjölga búsetuúrræðum en ekki neyðarskýlum. Heimilislaus maður segir nauðsynlegt að virkja þá sem búa á götunni enda hafi þeir margt til brunns að bera. Í gær greindum við frá mikilli aðsókn í Konukot. Neyðarskýlið er yfirfullt flestar nætur og húsnæðið sprungið utan af starfseminni. Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að unnið sé að þarfagreiningu á starfseminni og að koma muni í ljós á næstunni hvort þörf sé á stærra húsnæði. „Og höfum verið að skoða að koma upp fleiri millihúsalausnum, þannig að þú fáir úthlutað í herbergi með meiri stuðningi og svo í sérstaka íbúð,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Með lungnabólgu í frostinu Heimilislausir karlmenn sögðust í fréttum okkar í gær ósáttir við að vera reknir úr neyðarskýli á daginn í öllum veðrum og allskonar ástandi. Davíð er einn þeirra. Hann greindist með lungnabólgu í síðustu viku og hefur verið á vappinu um borgina í kuldanum í dag. „Við öfum bara Samhjálp til að fara í á daginn milli tíu og tvö og svo eftir það erum við bara bókstaflega á götunni í öllu veðri,“ segir Davíð Þór Jónsson, einn stofnenda hagsmunasamtaka um réttindi vímuefnanotenda. Davíð Þór Jónsson vill að heimilislausir verði virkjaðir.bjarni einarsson Heiða Björg segir að það standi ekki til að hafa neyðarskýli opin á daginn. „Hugmyndafræðin um neyðarskýli er að þangað getur þú komið og gist ef þú hefur engan stað til þess að gista. Það er ekki búseta, þannig að þú býrð ekki þar. Þetta er í rauninni það sem á að standa til boða og við viljum í raun ekki að fólk ílengist þar. Áherslan hefur ekki verið að fjölga neyðarskýlum. Áherslan hefur verið að fjölga búsetuúrræðum.“ Hún segir borgina hafa úthlutað 130 íbúðum til heimilislausra síðan í upphafi þar síðasta árs. „Þar getur þú komið þér fyrir í búsetu og eignast heimili en það getur þú ekki gert í neyðarskýli.“ Segir vel hægt að virkja heimilislausa 61 er á biðlista eftir húsnæði hjá Reykjavíkurborg. Þriðjungur þeirra sem gista í neyðarskýlum borgarinnar eru með lögheimili í öðru sveitarfélagi og geta því ekki sótt um húsnæði hjá borginni. Samhjálp hefur opið fyrir heimilislausa frá klukkan tíu til tvö á daginn auk þess sem hjálparstofnun Kirkjunnar þjónustar heimilislausar konur á daginn. „Það eru alltaf staðir fyrir alla en neyðarskýlin verða ekki opnuð. Bókasöfn borgarinnar standa öllum opin alltaf. Þar er hægt að fá kaffi, setjast og hafa það gott,“ segir Heiða. „Það er fullt af hæfileikaríku fólki hérna. Þannig það væri hægt að virkja þennan hóp ef það væri eitthvað úrræði svipað og konurnar eru með í Skjólinu. Það er eitthvað svoleiðis sem ég myndi vilja sjá fyrir mér,“ segir Davíð. Reykjavík Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira
Í gær greindum við frá mikilli aðsókn í Konukot. Neyðarskýlið er yfirfullt flestar nætur og húsnæðið sprungið utan af starfseminni. Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að unnið sé að þarfagreiningu á starfseminni og að koma muni í ljós á næstunni hvort þörf sé á stærra húsnæði. „Og höfum verið að skoða að koma upp fleiri millihúsalausnum, þannig að þú fáir úthlutað í herbergi með meiri stuðningi og svo í sérstaka íbúð,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Með lungnabólgu í frostinu Heimilislausir karlmenn sögðust í fréttum okkar í gær ósáttir við að vera reknir úr neyðarskýli á daginn í öllum veðrum og allskonar ástandi. Davíð er einn þeirra. Hann greindist með lungnabólgu í síðustu viku og hefur verið á vappinu um borgina í kuldanum í dag. „Við öfum bara Samhjálp til að fara í á daginn milli tíu og tvö og svo eftir það erum við bara bókstaflega á götunni í öllu veðri,“ segir Davíð Þór Jónsson, einn stofnenda hagsmunasamtaka um réttindi vímuefnanotenda. Davíð Þór Jónsson vill að heimilislausir verði virkjaðir.bjarni einarsson Heiða Björg segir að það standi ekki til að hafa neyðarskýli opin á daginn. „Hugmyndafræðin um neyðarskýli er að þangað getur þú komið og gist ef þú hefur engan stað til þess að gista. Það er ekki búseta, þannig að þú býrð ekki þar. Þetta er í rauninni það sem á að standa til boða og við viljum í raun ekki að fólk ílengist þar. Áherslan hefur ekki verið að fjölga neyðarskýlum. Áherslan hefur verið að fjölga búsetuúrræðum.“ Hún segir borgina hafa úthlutað 130 íbúðum til heimilislausra síðan í upphafi þar síðasta árs. „Þar getur þú komið þér fyrir í búsetu og eignast heimili en það getur þú ekki gert í neyðarskýli.“ Segir vel hægt að virkja heimilislausa 61 er á biðlista eftir húsnæði hjá Reykjavíkurborg. Þriðjungur þeirra sem gista í neyðarskýlum borgarinnar eru með lögheimili í öðru sveitarfélagi og geta því ekki sótt um húsnæði hjá borginni. Samhjálp hefur opið fyrir heimilislausa frá klukkan tíu til tvö á daginn auk þess sem hjálparstofnun Kirkjunnar þjónustar heimilislausar konur á daginn. „Það eru alltaf staðir fyrir alla en neyðarskýlin verða ekki opnuð. Bókasöfn borgarinnar standa öllum opin alltaf. Þar er hægt að fá kaffi, setjast og hafa það gott,“ segir Heiða. „Það er fullt af hæfileikaríku fólki hérna. Þannig það væri hægt að virkja þennan hóp ef það væri eitthvað úrræði svipað og konurnar eru með í Skjólinu. Það er eitthvað svoleiðis sem ég myndi vilja sjá fyrir mér,“ segir Davíð.
Reykjavík Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira