Innlent

Aftur byrjuð að á­varpa far­þega fyrst á ís­lensku

Atli Ísleifsson skrifar
Icelandair barst fjöldi kvartana eftir að byrjað var að ávarpa farþega fyrst á ensku í vélum félagsins.
Icelandair barst fjöldi kvartana eftir að byrjað var að ávarpa farþega fyrst á ensku í vélum félagsins. Vísir/Vilhelm

Flugliðar í áhöfn flugvéla Icelandair eru aftur farnir að ávarpa farþega fyrst á íslensku og að því loknu á ensku við flugtak og lendingu. Með þessu er horfið aftur til þess sem áður var, en fyrir nokkrum árum var fyrirkomulaginu breytt og farþegar fyrst ávarpaðir á ensku.

Sagt er frá þessu í Morgunblaðinu í morgun þar sem haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra að fyrirkomulaginu hafi verið breytt fyrr á þessu ári þannig að farþegar væri aftur fyrst ávarpaðir í kallkerfi flugvélanna á íslensku.

„Verið velkomin heim,“ er því aftur það fyrsta sem farþegar heyra í kallkerfinu eftir lendingu.

Fram kemur í frétt blaðsins að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, hafi fundað með Boga fyrr á árinu þar sem hún lýsti yfir óánægju með að farþegar væru ekki boðnir velkomnir heim á íslensku líkt og áður var.

Bogi segir að það sé gott að geta skipt um skoðun og að Lilja hafi ekki verið sú eina sem hafi kvartað vegna málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×