Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. október 2022 11:43 Magnús segir hugmyndir Sigmundar Davíðs ógeðslegar. Vísir Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. Allsherjar- og menntamálanefnd fór í lok september í heimsókn til Danmerkur og Noregs til að kynna sér málefni útlendinga þar. Bryndís Haraldsdóttir, formaður nefndarinnar, sagði í fréttum okkar í vikunni að eftir heimsóknina sé ljóst að fjarlægja þurfi íslenskar sérreglur í útlendingalögum til að þau verði áþekkari lögum Norðurlandanna. Talaði hún þá sérstaklega um að fólk geti fengið hér vernd í ákveðnum tilvikum þó það sé með vernd í öðru Evrópulandi. „Sú leið að koma í veg fyrir að þessi hópur geti fengið hér efnismeðferð, til dæmis með því að taka út þær lagagreinar sem kveða á um að eftir einhvern ákveðinn tíma, sem í þessu tilviki eru tólf mánuðir, þá fái menn efnismeðferð. Ef það er tekið út ertu ekki lengur með hvata í kerfinu til að flýta meðferð umsókna,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður. „Ef að kerfið veit að aðili fær efnismeðferð ef honum hefur ekki verið brottvísað innan tólf mánaða þá vinnur kerfið auðvitað að því. Ef engin slík mörk eru til staðar, hvað þá? Mega aðilar þá dvelja hér í lengri tíma án þess að fá efnismeðferð í sínum málum.“ Tilgangur frumvarpsins að takmarka komu fólks til landsins Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram nýtt útlendingafrumvarp á haustþinginu. Samkvæmt frumvarpinu verða reglur um alþjóðlega vernd hertar hér á landi. „Ég held að tilgangur þeirra sem þetta frumvarp hafa lagt fram sé að þeir vilji takmarka flutning fólks hingað til lands. Ég held hins vegar að við verðum að hugsa þetta þannig að það að hingað vilji koma fólk sé jákvætt og það að við tryggjum að öllum dvalarleyfum fylgi atvinnuleyfi, svo allir sem hingað komi geti unnið, verði til þess að við hættum að hugsa um þetta sem eitthvað vandamál,“ segir Magnús. Miklir fólksflutningar séu í veröldinni í dag sem muni halda áfram. Skoða þurfi þessi mál út frá jákvæðum formerkjum. „Ef við tökum vel á móti fólki, leyfum þeim sem hingað koma að vinna þá er þetta ekki vandamál.“ Efast að aukning sé vegna annars lagaumhverfis Í greinargerð með frumvarpinu síðast liðið vor kom fram að umsóknum frá einstaklingum sem þegar hefðu fengið alþjóðlega vernd í öðru Evrópuríki, til dæmis Grikklandi, hefði fjölgað gífurlega undanfarin fimm ár. Árið 2018 hafi um 16 prósent hælisleitenda hér verið með vernd í öðru Evrópulandi, árið 2020 hafi það hlutfall verið komið upp í 52 prósent en ári síðar var hlutfallið aftur komið niður í rúm 20 prósent. Hlutfallið hefur svo hækkað aftur í ár og mun fleiri sótt um alþjóðlega vernd í ár en árin á undan. Í greinargerðinni er þessi mikla ásókn rakin til annars lagaumhverfis hér en hjá nágrannalöndunum. „Ég leyfi mér að efast um þetta og þar fyrir utan, ef menn eru að tala um einhverja aukningu í þeim fjölda flóttamanna sem hingað hafa komið í ár. Það er stríð í bakgarðinum hjá okkur og sú aukning sem við sjáum í ár hana má alfarið rekja til þess. Ég leyfi mér að efast um þetta og þarna sé nú kannski verið að gera meira úr en tilefni er til,“ segir Magnús. Hugmyndir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins um að feta í fótspor Dana í útlendingamálum og jafnvel gera samning við þriðja ríki um móttöku flóttafólks séu fráleitar. „Þetta er algjörlega fráleit hugmynd, fyrir utan að vera óraunhæf þá er hún ómanneskjuleg. Og bara ógeðsleg hugmynd myndi ég segja og ber keim af hægriöfgahyggju.“ Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Alþingi Píratar Miðflokkurinn Tengdar fréttir Vill losna við „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir nauðsynlegt að fjarlægja „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum til að lögin verði áþekkari lögum Norðurlandanna. 6. október 2022 14:35 Vill senda flóttafólk til Rúanda Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. 5. október 2022 13:44 Fleiri sveitarfélög þurfa að veita flóttafólki skjól Sveitarfélög þurfa að skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk í auknum mæli til þess að ekki þurfi að starfrækja lengi sérstaka fjöldahjálpastöð fyrir það, að sögn fulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Unnið er að opnun fyrstu stöðvar þessarar tegundar hér á landi. 4. október 2022 22:32 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Allsherjar- og menntamálanefnd fór í lok september í heimsókn til Danmerkur og Noregs til að kynna sér málefni útlendinga þar. Bryndís Haraldsdóttir, formaður nefndarinnar, sagði í fréttum okkar í vikunni að eftir heimsóknina sé ljóst að fjarlægja þurfi íslenskar sérreglur í útlendingalögum til að þau verði áþekkari lögum Norðurlandanna. Talaði hún þá sérstaklega um að fólk geti fengið hér vernd í ákveðnum tilvikum þó það sé með vernd í öðru Evrópulandi. „Sú leið að koma í veg fyrir að þessi hópur geti fengið hér efnismeðferð, til dæmis með því að taka út þær lagagreinar sem kveða á um að eftir einhvern ákveðinn tíma, sem í þessu tilviki eru tólf mánuðir, þá fái menn efnismeðferð. Ef það er tekið út ertu ekki lengur með hvata í kerfinu til að flýta meðferð umsókna,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður. „Ef að kerfið veit að aðili fær efnismeðferð ef honum hefur ekki verið brottvísað innan tólf mánaða þá vinnur kerfið auðvitað að því. Ef engin slík mörk eru til staðar, hvað þá? Mega aðilar þá dvelja hér í lengri tíma án þess að fá efnismeðferð í sínum málum.“ Tilgangur frumvarpsins að takmarka komu fólks til landsins Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram nýtt útlendingafrumvarp á haustþinginu. Samkvæmt frumvarpinu verða reglur um alþjóðlega vernd hertar hér á landi. „Ég held að tilgangur þeirra sem þetta frumvarp hafa lagt fram sé að þeir vilji takmarka flutning fólks hingað til lands. Ég held hins vegar að við verðum að hugsa þetta þannig að það að hingað vilji koma fólk sé jákvætt og það að við tryggjum að öllum dvalarleyfum fylgi atvinnuleyfi, svo allir sem hingað komi geti unnið, verði til þess að við hættum að hugsa um þetta sem eitthvað vandamál,“ segir Magnús. Miklir fólksflutningar séu í veröldinni í dag sem muni halda áfram. Skoða þurfi þessi mál út frá jákvæðum formerkjum. „Ef við tökum vel á móti fólki, leyfum þeim sem hingað koma að vinna þá er þetta ekki vandamál.“ Efast að aukning sé vegna annars lagaumhverfis Í greinargerð með frumvarpinu síðast liðið vor kom fram að umsóknum frá einstaklingum sem þegar hefðu fengið alþjóðlega vernd í öðru Evrópuríki, til dæmis Grikklandi, hefði fjölgað gífurlega undanfarin fimm ár. Árið 2018 hafi um 16 prósent hælisleitenda hér verið með vernd í öðru Evrópulandi, árið 2020 hafi það hlutfall verið komið upp í 52 prósent en ári síðar var hlutfallið aftur komið niður í rúm 20 prósent. Hlutfallið hefur svo hækkað aftur í ár og mun fleiri sótt um alþjóðlega vernd í ár en árin á undan. Í greinargerðinni er þessi mikla ásókn rakin til annars lagaumhverfis hér en hjá nágrannalöndunum. „Ég leyfi mér að efast um þetta og þar fyrir utan, ef menn eru að tala um einhverja aukningu í þeim fjölda flóttamanna sem hingað hafa komið í ár. Það er stríð í bakgarðinum hjá okkur og sú aukning sem við sjáum í ár hana má alfarið rekja til þess. Ég leyfi mér að efast um þetta og þarna sé nú kannski verið að gera meira úr en tilefni er til,“ segir Magnús. Hugmyndir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins um að feta í fótspor Dana í útlendingamálum og jafnvel gera samning við þriðja ríki um móttöku flóttafólks séu fráleitar. „Þetta er algjörlega fráleit hugmynd, fyrir utan að vera óraunhæf þá er hún ómanneskjuleg. Og bara ógeðsleg hugmynd myndi ég segja og ber keim af hægriöfgahyggju.“
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Alþingi Píratar Miðflokkurinn Tengdar fréttir Vill losna við „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir nauðsynlegt að fjarlægja „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum til að lögin verði áþekkari lögum Norðurlandanna. 6. október 2022 14:35 Vill senda flóttafólk til Rúanda Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. 5. október 2022 13:44 Fleiri sveitarfélög þurfa að veita flóttafólki skjól Sveitarfélög þurfa að skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk í auknum mæli til þess að ekki þurfi að starfrækja lengi sérstaka fjöldahjálpastöð fyrir það, að sögn fulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Unnið er að opnun fyrstu stöðvar þessarar tegundar hér á landi. 4. október 2022 22:32 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Vill losna við „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir nauðsynlegt að fjarlægja „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum til að lögin verði áþekkari lögum Norðurlandanna. 6. október 2022 14:35
Vill senda flóttafólk til Rúanda Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. 5. október 2022 13:44
Fleiri sveitarfélög þurfa að veita flóttafólki skjól Sveitarfélög þurfa að skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk í auknum mæli til þess að ekki þurfi að starfrækja lengi sérstaka fjöldahjálpastöð fyrir það, að sögn fulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Unnið er að opnun fyrstu stöðvar þessarar tegundar hér á landi. 4. október 2022 22:32