Lífið

Adidas skoðar framtíð Kanye

Elísabet Hanna skrifar
Adidas endurskoðar samstarfið við Kanye West.
Adidas endurskoðar samstarfið við Kanye West. Getty/Edward Berthelot

Fyrirtækið Adidas er að endurskoða samstarf sitt við tónlistarmanninn Kanye West. „Farsælt samstarf byggir á sameiginlegri virðingu og sömu gildunum,“ sagði fyrirtækið í tilkynningu. 

Endurskoða farsælt samstarf

Rapparinn virðist ekki ánægður með þessar fréttir. Kanye kom með yfirlýsingar á samfélagsmiðlum sínum um það að fyrirtækið hefði stolið hönnuninni sinni í færslu sem nú hefur verið eytt. Í færslunni sinni sagði Kanye líka „ÉG ER ADIDAS.“

Adidas segir í samtali við BBC hafa ákveðið að endurskoða samstarfið eftir að hafa ítrekað reynt að ræða málin og leysa ágreininginn í persónu. Talsmaður fyrirtækisins segir samstarf þeirra við Yeezy hafa verið afar farsælt. 

Umdeildir bolir

Það var fyrr í þessari viku sem Kanye mætti í bol með „White Lives Matter“ áritað yfir bakið ásamt hinni umdeildu Candace Owens, sem er íhaldssamur fréttaskýrandi. Hann hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir þetta uppátæki. Þá fullyrti Kanye að „Black Lives Matter“ hafi verið svik og sagði fólk taka þátt í að „rífa niður svartan mann fyrir að hafa aðra pólitíska skoðun.“

Samkvæmt Guardian flokka samtökin Anti-Defemation League orðatiltækið „White Lives Matter“ sem hatursorðræðu en því er ætlað að koma á móti „Black Lives Matter,“ slagorði sem notað var í mótmælum gegn lögregluofbeldi. 

Fyrirtækið talaði ekki um atvikið í tilkynningu sinni um að endurskoða samstarfið. Það var fyrr í mánuðinum sem Kanye rifti samning sínum við Gap þar sem hann sagði fyrirtækið ekki hafa staðið við orð sín um að opna sér búð fyrir vörumerkið Yeezy. Hann hefur einnig ásakað Gap um að stela hönnuninni sinni og hafna beiðni hans um að vera í stjórn fyrirtækisins. 


Tengdar fréttir

Kanye West svarar fyrir sig eftir gagnrýni á „White Lives Matter“ boli

Rapparinn Kanye West sætir mikilli gagnrýni um þessar mundir fyrir að hafa klæðst bol með áletruninni „White Lives Matter“ á tískusýningu í París í vikunni. Þá fullyrti hann að „Black Lives Matter“ hafi verið svik og sagði fólk taka þátt í að „rífa niður svartan mann fyrir að hafa aðra pólitíska skoðun.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×