Lífið

Orkumálaráðherra birtir óhefðbundna „táslumynd“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Það er ekkert grín að ökklabrotna en ráðherrann hefur ekki misst húmorinn við að lenda í óhappi morgunsins.
Það er ekkert grín að ökklabrotna en ráðherrann hefur ekki misst húmorinn við að lenda í óhappi morgunsins.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra virðist ekki hafa misst húmorinn þrátt fyrir að hafa ökklabrotnað í morgun. Ráðherrann birti mynd af sér þar sem hann lá á Landspítalanum og spurði hvort „táslumyndir væru ekki í tísku.“

Guðlaugur ritar um óhappið stutta færslu á samfélagsmiðlum. Hann segist hafa verið að hlaupa á milli funda og skrikað fótur.

Ummæli sem Seðlabankastjóri lét falla á fundi peningastefnunefndar Seðlabankans hafa vakið mikla athygli en hann færði rök fyrir því að tíðar „tásumyndir frá Tenerife“ væru merki um að heimili landsins nýttu sér uppsafnaðan sparnað sem hafi safnast í kórónuveirufaraldrinum.

Sjá nánar: Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu

Guðlaugur bíður þess nú að komast í aðgerð en dagskrá hans riðlast vegna meiðslanna.

„Einnig vil ég biðja ykkur um að fara varlega, það er alltaf mikilvægt. Trúið mér, það er ekki gott að lenda í svona hlutum.“


Tengdar fréttir

Tíðar tásu­myndir frá Tene vís­bending um kröftuga einka­neyslu

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.