Tæplega áratugsgömul sýkna í Exeter-máli endurreist með frávísun Hæstaréttar Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2022 18:25 Hæstiréttur sneri við sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkir yfir Styrmi Þór og dæmdi hann í árs fangelsi fyrir hlutdeild í umboðssvikum árið 2013. Rétturinn telur sig nú ekki geta tekið málið fyrir aftur þrátt fyrir úrskurð endurupptökudóms. Vísir/Vilhelm Hluta svonefnds Exeter-máls sem endurupptökudómur úrskurðaði að skyldi tekið upp aftur var vísað frá Hæstarétti í dag. Niðurstaðan þýðir að sýknudómur í héraði yfir fyrrverandi forstjóra MP bank stendur óhaggaður. Endurupptökudómur féllst á beiðni Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP-banka, um taka upp hæstaréttardóm frá 2013 þar sem hann var sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðssvikum tveggja annarra stjórnenda MP-banka og sparisjóðsins Byrs. Styrmir Þór var dæmdur í eins árs fangelsi en hann hafði áður verið sýknaður í héraði. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn rétti Styrmis Þórs til réttlátrar málsmeðferðar fyrir Hæstarétti þar sem ekki hefði farið fram milliliðalaus sönnunarfærsla fyrir dómi árið 2019. Hæstiréttur vísaði málinu frá í dag. Vísaði rétturinn til þess að eftir gildistöku laga um endurupptökudómstól frá 2020 skorti Hæstarétt lagaheimild til þess að láta munnlega sönnunarfærslu fara fram. Endurupptökudómi hefði því átt að vísa málinu til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landrétti. Málið hefði ennfremur verið tekið upp aftur á þeim forsendum að meðferð þess fyrir Hæstarétti hefði verið í ósamræmi við reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu. Ekki yrði úr því bætt nema að leiða Styrmi Þór og vitni fyrir dóm til skýrslugjafar. Exeter-málið snerist um meint umboðssvik vegna útlána Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. Málið var það fyrsta sem embætti sérstaks saksóknara, sem stofnað var eftir bankahrun, ákærði í. Hæstarétti væri ókleift að bæta úr þessu. Hann hefði heldur ekki heimild til þess að hnekkja niðurstöðu endurupptökudóms að þessu leyti eða vísa málinu sjálfur til Landsréttar. Því væri óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá réttinum. Niðurstaðan þýðir að sýkna Styrmis Þórs í héraði í janúar 2013 stendur óhögguð. Ríkissjóður þarf að greiða allan sakarkostnað vegna málsmeðferðar fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, alls rúmlega 1,9 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum að frávísunin þýðir að sýknudómur í Héraðsdómi Reykjavíkur frá 2013 stendur óhaggaður. Íslenskir bankar Dómsmál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira
Endurupptökudómur féllst á beiðni Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP-banka, um taka upp hæstaréttardóm frá 2013 þar sem hann var sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðssvikum tveggja annarra stjórnenda MP-banka og sparisjóðsins Byrs. Styrmir Þór var dæmdur í eins árs fangelsi en hann hafði áður verið sýknaður í héraði. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn rétti Styrmis Þórs til réttlátrar málsmeðferðar fyrir Hæstarétti þar sem ekki hefði farið fram milliliðalaus sönnunarfærsla fyrir dómi árið 2019. Hæstiréttur vísaði málinu frá í dag. Vísaði rétturinn til þess að eftir gildistöku laga um endurupptökudómstól frá 2020 skorti Hæstarétt lagaheimild til þess að láta munnlega sönnunarfærslu fara fram. Endurupptökudómi hefði því átt að vísa málinu til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landrétti. Málið hefði ennfremur verið tekið upp aftur á þeim forsendum að meðferð þess fyrir Hæstarétti hefði verið í ósamræmi við reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu. Ekki yrði úr því bætt nema að leiða Styrmi Þór og vitni fyrir dóm til skýrslugjafar. Exeter-málið snerist um meint umboðssvik vegna útlána Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. Málið var það fyrsta sem embætti sérstaks saksóknara, sem stofnað var eftir bankahrun, ákærði í. Hæstarétti væri ókleift að bæta úr þessu. Hann hefði heldur ekki heimild til þess að hnekkja niðurstöðu endurupptökudóms að þessu leyti eða vísa málinu sjálfur til Landsréttar. Því væri óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá réttinum. Niðurstaðan þýðir að sýkna Styrmis Þórs í héraði í janúar 2013 stendur óhögguð. Ríkissjóður þarf að greiða allan sakarkostnað vegna málsmeðferðar fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, alls rúmlega 1,9 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum að frávísunin þýðir að sýknudómur í Héraðsdómi Reykjavíkur frá 2013 stendur óhaggaður.
Íslenskir bankar Dómsmál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira