Tæplega áratugsgömul sýkna í Exeter-máli endurreist með frávísun Hæstaréttar Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2022 18:25 Hæstiréttur sneri við sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkir yfir Styrmi Þór og dæmdi hann í árs fangelsi fyrir hlutdeild í umboðssvikum árið 2013. Rétturinn telur sig nú ekki geta tekið málið fyrir aftur þrátt fyrir úrskurð endurupptökudóms. Vísir/Vilhelm Hluta svonefnds Exeter-máls sem endurupptökudómur úrskurðaði að skyldi tekið upp aftur var vísað frá Hæstarétti í dag. Niðurstaðan þýðir að sýknudómur í héraði yfir fyrrverandi forstjóra MP bank stendur óhaggaður. Endurupptökudómur féllst á beiðni Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP-banka, um taka upp hæstaréttardóm frá 2013 þar sem hann var sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðssvikum tveggja annarra stjórnenda MP-banka og sparisjóðsins Byrs. Styrmir Þór var dæmdur í eins árs fangelsi en hann hafði áður verið sýknaður í héraði. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn rétti Styrmis Þórs til réttlátrar málsmeðferðar fyrir Hæstarétti þar sem ekki hefði farið fram milliliðalaus sönnunarfærsla fyrir dómi árið 2019. Hæstiréttur vísaði málinu frá í dag. Vísaði rétturinn til þess að eftir gildistöku laga um endurupptökudómstól frá 2020 skorti Hæstarétt lagaheimild til þess að láta munnlega sönnunarfærslu fara fram. Endurupptökudómi hefði því átt að vísa málinu til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landrétti. Málið hefði ennfremur verið tekið upp aftur á þeim forsendum að meðferð þess fyrir Hæstarétti hefði verið í ósamræmi við reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu. Ekki yrði úr því bætt nema að leiða Styrmi Þór og vitni fyrir dóm til skýrslugjafar. Exeter-málið snerist um meint umboðssvik vegna útlána Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. Málið var það fyrsta sem embætti sérstaks saksóknara, sem stofnað var eftir bankahrun, ákærði í. Hæstarétti væri ókleift að bæta úr þessu. Hann hefði heldur ekki heimild til þess að hnekkja niðurstöðu endurupptökudóms að þessu leyti eða vísa málinu sjálfur til Landsréttar. Því væri óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá réttinum. Niðurstaðan þýðir að sýkna Styrmis Þórs í héraði í janúar 2013 stendur óhögguð. Ríkissjóður þarf að greiða allan sakarkostnað vegna málsmeðferðar fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, alls rúmlega 1,9 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum að frávísunin þýðir að sýknudómur í Héraðsdómi Reykjavíkur frá 2013 stendur óhaggaður. Íslenskir bankar Dómsmál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Endurupptökudómur féllst á beiðni Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP-banka, um taka upp hæstaréttardóm frá 2013 þar sem hann var sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðssvikum tveggja annarra stjórnenda MP-banka og sparisjóðsins Byrs. Styrmir Þór var dæmdur í eins árs fangelsi en hann hafði áður verið sýknaður í héraði. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn rétti Styrmis Þórs til réttlátrar málsmeðferðar fyrir Hæstarétti þar sem ekki hefði farið fram milliliðalaus sönnunarfærsla fyrir dómi árið 2019. Hæstiréttur vísaði málinu frá í dag. Vísaði rétturinn til þess að eftir gildistöku laga um endurupptökudómstól frá 2020 skorti Hæstarétt lagaheimild til þess að láta munnlega sönnunarfærslu fara fram. Endurupptökudómi hefði því átt að vísa málinu til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landrétti. Málið hefði ennfremur verið tekið upp aftur á þeim forsendum að meðferð þess fyrir Hæstarétti hefði verið í ósamræmi við reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu. Ekki yrði úr því bætt nema að leiða Styrmi Þór og vitni fyrir dóm til skýrslugjafar. Exeter-málið snerist um meint umboðssvik vegna útlána Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. Málið var það fyrsta sem embætti sérstaks saksóknara, sem stofnað var eftir bankahrun, ákærði í. Hæstarétti væri ókleift að bæta úr þessu. Hann hefði heldur ekki heimild til þess að hnekkja niðurstöðu endurupptökudóms að þessu leyti eða vísa málinu sjálfur til Landsréttar. Því væri óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá réttinum. Niðurstaðan þýðir að sýkna Styrmis Þórs í héraði í janúar 2013 stendur óhögguð. Ríkissjóður þarf að greiða allan sakarkostnað vegna málsmeðferðar fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, alls rúmlega 1,9 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum að frávísunin þýðir að sýknudómur í Héraðsdómi Reykjavíkur frá 2013 stendur óhaggaður.
Íslenskir bankar Dómsmál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira