Innlent

Lækka dagpeninga um fimmtung

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aukin verðbólga frá áramótum hefur dregið úr kaupmætti Íslendinga.
Aukin verðbólga frá áramótum hefur dregið úr kaupmætti Íslendinga. vísir/vilhelm

Starfsmenn ríkisins fá hér eftir 34.500 krónur í dagpeninga fyrir gistingu og fæði í einn sólarhring á ferðalögum sínum innanlands í vetur. Um er að ræða lækkun um 7.900 krónur frá því sem var í sumar.

Á vef stjórnarráðsins er greint frá ákvörðun Ferðakostnaðarnefndar. Eftir breytingarnar verða dagpeningar til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins sem hér segir:

1. Gisting og fæði í einn sólarhring - 34.500 krónur

2. Gisting í einn sólarhring - 28.800 krónur

3. Fæði hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðalag - 13.600 krónur

4. Fæði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag - 6.800 krónur

Breytingin tók gildi þann 1. október.

Ferðakostnaðarnefnd birti síðast ákvörðun um dagpeninga í maí. Þá hækkuðu dagpeningar um allt að þrjátíu prósent og voru 42.400 krónur fyrir gistingu og fæði í einn sólarhring. Eftirspurn eftir gistingu hér á landi á sumrin var afar mikil í sumar.

Dagpeningar aðeins fyrir gistingu, fæði fyrir heilan dag og hálfan dag haldast óbreyttir.

Nefndin fer þess á leit við ráðuneyti og stofnanir að viðmiðunarfjárhæðir um greiðslur dagpeninga um gistingu og veitingar verði kynntar starfsfólki til að útlagður kostnaður sé sem næst viðmiðunarfjárhæðum.

Athygli er vakin á að meginreglan er að greiða skal kostnað vegna ferðalaga innanlands, s.s. fargjöld, fæði og gistingu, eftir reikningi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.