Innlent

Hundur beit skokkara í lærið

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum málum í gærkvöldi og í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum málum í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Klukkan rétt rúmlega fimm í gær barst lögreglu tilkynningu um hund sem hafði stokkið á mann sem var úti að hlaupa í Laugardalnum og bitið hann í lærið. Maðurinn hlaut minniháttar áverka og verður atvikið tilkynnt til MAST.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Skömmu fyrir þetta hafði lögreglu borist tilkynning um þjófnað, einnig í Laugardal, þar sem þjófur hafði stolið fartölvu af hótelgesti. Þjófurinn komst undan með góssið.

Klukkan rúmlega hálf átta í gærkvöldi var maður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna. Ökumaðurinn hafði lent í umferðarslysi í Hafnarfirði og rústað bifreið sinni með því að aka henni utan í gröfu. Hann fékk aðhlynningu á slysadeild og var að lokum vistaður í fangageymslu.

Miðsvæðis í Reykjavík var einnig eitthvað um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis í gærkvöldi og í nótt. Alls voru fjórir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum. Einn þeirra var látinn gista fangageymslu þar sem hann hafði valdið minniháttar umferðaróhappi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×