„Væri lélegasti glæpamaður sögunnar ef hann hefur vitað af fyrirhuguðu morði“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2022 14:59 Geir Gestsson verjandi Murats hefur verið mjög gagnrýninn á vinnubrögð lögreglu. Vísir Verjandi Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu, var harðorður í garð lögreglu og saksóknara í málflutningi sínum fyrir Landsrétti í dag. Hann segir lögreglu hafa falið vitnisburði sem sýni fram á sakleysi Murats. Murat er ákærður fyrir samverknað í málinu en honum er gert að sök að hafa sýnt Claudiu Carvalho tvo bíla, sem voru í eigu Armando Beqirai. Armando var rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar 2021 skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í Reykjavík. Claudia er ákærð að hafa fylgst með bílunum tveimur, en þeim var lagt í bílastæði í porti við Rauðarárstíg, og hafa þegar Armando keyrði í burtu á öðrum þeirra sent Angjelin Sterkaj, sem myrti Armando, skilaboð í gegn um síma Shpetim Qerimi, sem er einnig ákærður í málinu. Skilaboðin umræddu voru „hi sexy“. Murat er einnig ákærður fyrir að hafa gefið Claudiu fyrirmæli um að senda skilaboðin þegar hún sæi bílinn færðan. Geir Gestsson verjandi Murats gagnrýndi í málflutningi sínum fyrir Landsrétti í dag málflutning Kolbrúnar Benediktsdóttur saksóknara en hún hafði gert mikið úr því að framburður Murats af atburðum þessa kvölds hafi breyst mikið við rannsókn málsins. Geir benti á að Kolbrún hafi ekki farið yfir sönnunargögn eða það sem Murat er ákærður fyrir heldur allt hafi snúist um hvað hann væri ótrúverðugur. Angjelin og Claudia hafi kallað hvort annað „sexy“ Þá væru til staðar sönnunarögn í málinu sem sýndu að Murat hafi ekki gefið Claudiu fyrirmælin um að senda skilaboðin „hi sexy“ þegar bíllinn hreyfðist. Murat hafi fyrst komið við sögu hjá lögreglu í fyrstu skýrslutöku Claudiu vegna málsins þar sem hún sagði Murat hafa gefið sér fyrirmælin og sýnt sér bílana. Að sögn Geirs vissi Claudia á þessum tíma að Angjelin, þáverandi ástmaður hennar, hafi myrt Armando og hún hafi bæði verið hrædd og glímt við flóknar tilfinningar vegna eðlis sambands þeirra. Framburður hennar hvað þetta varðar hafi verið á reiki og í síðustu skýrslu hennar í gæsluvarðhaldi hafi Claudia greint frá því að Angjelin hafi verið sá sem gaf henni fyrirmælin. Stoðum undir það hafi verið rennt tveimur dögum áður þegar Angjelin sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hafi gefið Claudiu fyrirmælin. Aðspurð hvers vegna hún hafi ekki sagt frá þessu fyrr hafi Claudia svarað því að hún hafi verið hrædd við Angjelin. Bæði hafi þau svo ítrekað þessa frásögn fyrir héraðsdómi. Geir tók þá fjölda dæma um skilaboð milli Angjelin og Claudiu þar sem þau höfðu kallað hvort annað „sexy“ og leiddi að því líkum að Angjelin væri líklegasti maðurinn til að hafa sagt Claudiu að senda skilaboðin. Viðurkenndi að vera á leið til Angjelins Þá benti Geir á að fyrr um kvöldið hafi Murat verið stöðvaður af lögreglu í Brautarholti þar sem hann var á leið heim til Angjelins. Var hann stöðvaður þar sem annað afturljósið á bíl hans var óvirkt en í samtali við lögregluþjónana greindi Murat frá því að hann væri á leið heim til vinar síns, Angjelins. „Hann væri lélegasti glæpamaður sögunnar ef hann hefur vitað af fyrirhuguðu morði en samt sagt lögreglunni að hann væri að fara að hitta Angjelin,“ sagði Geir. Hann benti þá á að Murat hafi ekki hitt Angjelin með Claudiu og Shpetim í Borgarnesi á föstudagskvöldinu, þar sem ákæruvaldið telur að Angjelin og Shpetim hafi rætt fyrirhugað morð. Erfðaefni Murats hafi ekki fundist á byssunni sem var beitt í morðinu, hann hafi ekki flúið Reykjavík í kjölfar morðsins eins og aðrir sakborningar og vitni greini frá að hann hafi verið í sjokki eftir morðið og mjög sorgmæddur. Auk þess hafi Murat verið samvinnuþýður, samþykkt húsleit, afhent síma sinn og samþykkt farbann. Auk þess hafi hann sagt í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann grunaði að Angjelin ætti hlut að máli. Geir ítrekaði þá gagnrýni sína á rannsóknarskýrslu lögreglu, sem fréttastofa fjallaði um þegar hann gagnrýndi skýrsluna í héraði. Guðjón St. Marteinsson, dómari málsins í héraði, tók undir með gagnrýni á lögregluna þegar hann kvað upp dóminn fyrir tæpu ári síðan en Kolbrún Benediktsdóttir svaraði gagnrýninni í málflutningi sínum í morgun. Þar sagði hún meðal annars að vinna hafi mátt skýrsluna betur en lögregla hafi ekki gerst sek um brot á hlutlægni. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Segir verknað Claudiu ekki hafa leitt til morðsins í Rauðagerði Verjandi Claudiu Carvalho, sem er ákærð fyrir samverknað í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021, segir ekkert benda til að hún hafi vitað af ætlunum til morðs áður en það var framið. 30. september 2022 14:05 Lögregla hafi ekki upplýst nægilega um aðdraganda morðsins í Rauðagerði Verjandi Angjelins Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021, sagði í málflutningi sínum í Landsrétti að lögregla hafi ekki staðið sig í stykkinu og upplýst nógu vel um aðdraganda morðsins. 30. september 2022 11:47 Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. 30. september 2022 11:08 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Murat er ákærður fyrir samverknað í málinu en honum er gert að sök að hafa sýnt Claudiu Carvalho tvo bíla, sem voru í eigu Armando Beqirai. Armando var rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar 2021 skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í Reykjavík. Claudia er ákærð að hafa fylgst með bílunum tveimur, en þeim var lagt í bílastæði í porti við Rauðarárstíg, og hafa þegar Armando keyrði í burtu á öðrum þeirra sent Angjelin Sterkaj, sem myrti Armando, skilaboð í gegn um síma Shpetim Qerimi, sem er einnig ákærður í málinu. Skilaboðin umræddu voru „hi sexy“. Murat er einnig ákærður fyrir að hafa gefið Claudiu fyrirmæli um að senda skilaboðin þegar hún sæi bílinn færðan. Geir Gestsson verjandi Murats gagnrýndi í málflutningi sínum fyrir Landsrétti í dag málflutning Kolbrúnar Benediktsdóttur saksóknara en hún hafði gert mikið úr því að framburður Murats af atburðum þessa kvölds hafi breyst mikið við rannsókn málsins. Geir benti á að Kolbrún hafi ekki farið yfir sönnunargögn eða það sem Murat er ákærður fyrir heldur allt hafi snúist um hvað hann væri ótrúverðugur. Angjelin og Claudia hafi kallað hvort annað „sexy“ Þá væru til staðar sönnunarögn í málinu sem sýndu að Murat hafi ekki gefið Claudiu fyrirmælin um að senda skilaboðin „hi sexy“ þegar bíllinn hreyfðist. Murat hafi fyrst komið við sögu hjá lögreglu í fyrstu skýrslutöku Claudiu vegna málsins þar sem hún sagði Murat hafa gefið sér fyrirmælin og sýnt sér bílana. Að sögn Geirs vissi Claudia á þessum tíma að Angjelin, þáverandi ástmaður hennar, hafi myrt Armando og hún hafi bæði verið hrædd og glímt við flóknar tilfinningar vegna eðlis sambands þeirra. Framburður hennar hvað þetta varðar hafi verið á reiki og í síðustu skýrslu hennar í gæsluvarðhaldi hafi Claudia greint frá því að Angjelin hafi verið sá sem gaf henni fyrirmælin. Stoðum undir það hafi verið rennt tveimur dögum áður þegar Angjelin sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hafi gefið Claudiu fyrirmælin. Aðspurð hvers vegna hún hafi ekki sagt frá þessu fyrr hafi Claudia svarað því að hún hafi verið hrædd við Angjelin. Bæði hafi þau svo ítrekað þessa frásögn fyrir héraðsdómi. Geir tók þá fjölda dæma um skilaboð milli Angjelin og Claudiu þar sem þau höfðu kallað hvort annað „sexy“ og leiddi að því líkum að Angjelin væri líklegasti maðurinn til að hafa sagt Claudiu að senda skilaboðin. Viðurkenndi að vera á leið til Angjelins Þá benti Geir á að fyrr um kvöldið hafi Murat verið stöðvaður af lögreglu í Brautarholti þar sem hann var á leið heim til Angjelins. Var hann stöðvaður þar sem annað afturljósið á bíl hans var óvirkt en í samtali við lögregluþjónana greindi Murat frá því að hann væri á leið heim til vinar síns, Angjelins. „Hann væri lélegasti glæpamaður sögunnar ef hann hefur vitað af fyrirhuguðu morði en samt sagt lögreglunni að hann væri að fara að hitta Angjelin,“ sagði Geir. Hann benti þá á að Murat hafi ekki hitt Angjelin með Claudiu og Shpetim í Borgarnesi á föstudagskvöldinu, þar sem ákæruvaldið telur að Angjelin og Shpetim hafi rætt fyrirhugað morð. Erfðaefni Murats hafi ekki fundist á byssunni sem var beitt í morðinu, hann hafi ekki flúið Reykjavík í kjölfar morðsins eins og aðrir sakborningar og vitni greini frá að hann hafi verið í sjokki eftir morðið og mjög sorgmæddur. Auk þess hafi Murat verið samvinnuþýður, samþykkt húsleit, afhent síma sinn og samþykkt farbann. Auk þess hafi hann sagt í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann grunaði að Angjelin ætti hlut að máli. Geir ítrekaði þá gagnrýni sína á rannsóknarskýrslu lögreglu, sem fréttastofa fjallaði um þegar hann gagnrýndi skýrsluna í héraði. Guðjón St. Marteinsson, dómari málsins í héraði, tók undir með gagnrýni á lögregluna þegar hann kvað upp dóminn fyrir tæpu ári síðan en Kolbrún Benediktsdóttir svaraði gagnrýninni í málflutningi sínum í morgun. Þar sagði hún meðal annars að vinna hafi mátt skýrsluna betur en lögregla hafi ekki gerst sek um brot á hlutlægni.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Segir verknað Claudiu ekki hafa leitt til morðsins í Rauðagerði Verjandi Claudiu Carvalho, sem er ákærð fyrir samverknað í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021, segir ekkert benda til að hún hafi vitað af ætlunum til morðs áður en það var framið. 30. september 2022 14:05 Lögregla hafi ekki upplýst nægilega um aðdraganda morðsins í Rauðagerði Verjandi Angjelins Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021, sagði í málflutningi sínum í Landsrétti að lögregla hafi ekki staðið sig í stykkinu og upplýst nógu vel um aðdraganda morðsins. 30. september 2022 11:47 Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. 30. september 2022 11:08 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Segir verknað Claudiu ekki hafa leitt til morðsins í Rauðagerði Verjandi Claudiu Carvalho, sem er ákærð fyrir samverknað í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021, segir ekkert benda til að hún hafi vitað af ætlunum til morðs áður en það var framið. 30. september 2022 14:05
Lögregla hafi ekki upplýst nægilega um aðdraganda morðsins í Rauðagerði Verjandi Angjelins Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021, sagði í málflutningi sínum í Landsrétti að lögregla hafi ekki staðið sig í stykkinu og upplýst nógu vel um aðdraganda morðsins. 30. september 2022 11:47
Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. 30. september 2022 11:08