Innlent

Vinnu­skúr al­elda í Urriða­holti

Árni Sæberg skrifar
Slökkviliðið er mætt á vettvang.
Slökkviliðið er mætt á vettvang. Vísir/Vilhelm

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist mikill fjöldi tilkynninga vegna elds í Urriðaholti í Garðabæ. Slökkvilið kom á vettvang rétt í þessu og vinnur nú að því að slökkva mikinn eld sem kviknaði í vinnuskúr í hverfinu.

Að sögn varðstjóra hjá Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins skíðlogar í skúrnum og hafa margir áhyggjufullir íbúar hringt eftir aðstoð slökkviliðs.

Slökkvilið af tveimur af fjórum slökkvistöðvum var sent á vettvang og hófst handa við að slökkva eldinn rétt í þessu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×