Nafn föður ríkislögreglustjóra kom upp við skýrslutökur Árni Sæberg skrifar 29. september 2022 17:51 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu. Á upplýsingafundi lögreglunnar vegna málsins í dag kom fram að forræði á rannsókn málsins hafi verið fært frá ríkislögreglustjóra til Embættis héraðssaksóknara. Ástæðan var sögð upplýsingar um að einstaklingur tengdur ríkislögreglustjóra hafi verið nefndur í sambandi við málið. Í fréttinni hér að neðan má lesa ítarlega samantekt á því sem kom fram á fundinum. Öruggar heimildir fréttastofu herma að einstaklingurinn sé Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra. Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins var haft eftir heimildarmönnum að húsleit hafi verið gerð á heimili Guðjóns í gær. Hann bæði safnar skotvopnum og selur þau á vefsíðunni Vopnasalinn. Svo virðist sem vefsíðan liggi niðri þessa stundina. Á vefsíðunni má sjá mikinn fjölda skotvopna til sölu.Skjáskot Nafn Guðjóns kom upp við skýrslutökur en lögreglan hefur ekkert gefið upp um það hvernig Guðjón tengist málinu, geri hann það yfir höfuð. Heimildir fréttastofu herma að Sigríður Björk hafi óskað eftir því við embætti ríkissaksóknara að segja sig frá rannsókn málsins um leið og nafn föður hennar kom upp. Hún ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir viku síðan, áður en hún sagði sig frá rannsókn þess. Í dag sendi hún svö tölvupóst á starfsfólk ríkislögreglustjóra þar sem hún greindi frá skipan mála. Póstinn má lesa hér að neðan: Ágæta samstarfsfólk. Ég vildi upplýsa ykkur um það að í fyrrakvöld óskaði ég eftir því við embætti ríkissaksóknara að segja mig frá rannsókn máls er varðar ætlaðan undirbúning hryðjuverka. Ríkissaksóknari hefur fallist á þessa beiðni mína og flutt rannsóknarforræði málsins til embættis Héraðssaksóknara. Þetta verður tilkynnt á upplýsingafundi lögreglu um málið nú kl. 15:03 en ástæða þessarar beiðni eru upplýsingar þess efnis að einstaklingur, sem tengdur er mér fjölskylduböndum, hefur verið nefndur í sambandi við málið. Ég óskaði eftir því að segja mig frá málinu um leið og þessar upplýsingar lágu fyrir til að tryggja rannsóknarhagsmuni og viðhalda trausti til rannsóknarinnar. Vanhæfið snýr aðeins að þessu máli en ekki öðrum verkefnum eða störfum. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Á upplýsingafundi lögreglunnar vegna málsins í dag kom fram að forræði á rannsókn málsins hafi verið fært frá ríkislögreglustjóra til Embættis héraðssaksóknara. Ástæðan var sögð upplýsingar um að einstaklingur tengdur ríkislögreglustjóra hafi verið nefndur í sambandi við málið. Í fréttinni hér að neðan má lesa ítarlega samantekt á því sem kom fram á fundinum. Öruggar heimildir fréttastofu herma að einstaklingurinn sé Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra. Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins var haft eftir heimildarmönnum að húsleit hafi verið gerð á heimili Guðjóns í gær. Hann bæði safnar skotvopnum og selur þau á vefsíðunni Vopnasalinn. Svo virðist sem vefsíðan liggi niðri þessa stundina. Á vefsíðunni má sjá mikinn fjölda skotvopna til sölu.Skjáskot Nafn Guðjóns kom upp við skýrslutökur en lögreglan hefur ekkert gefið upp um það hvernig Guðjón tengist málinu, geri hann það yfir höfuð. Heimildir fréttastofu herma að Sigríður Björk hafi óskað eftir því við embætti ríkissaksóknara að segja sig frá rannsókn málsins um leið og nafn föður hennar kom upp. Hún ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir viku síðan, áður en hún sagði sig frá rannsókn þess. Í dag sendi hún svö tölvupóst á starfsfólk ríkislögreglustjóra þar sem hún greindi frá skipan mála. Póstinn má lesa hér að neðan: Ágæta samstarfsfólk. Ég vildi upplýsa ykkur um það að í fyrrakvöld óskaði ég eftir því við embætti ríkissaksóknara að segja mig frá rannsókn máls er varðar ætlaðan undirbúning hryðjuverka. Ríkissaksóknari hefur fallist á þessa beiðni mína og flutt rannsóknarforræði málsins til embættis Héraðssaksóknara. Þetta verður tilkynnt á upplýsingafundi lögreglu um málið nú kl. 15:03 en ástæða þessarar beiðni eru upplýsingar þess efnis að einstaklingur, sem tengdur er mér fjölskylduböndum, hefur verið nefndur í sambandi við málið. Ég óskaði eftir því að segja mig frá málinu um leið og þessar upplýsingar lágu fyrir til að tryggja rannsóknarhagsmuni og viðhalda trausti til rannsóknarinnar. Vanhæfið snýr aðeins að þessu máli en ekki öðrum verkefnum eða störfum.
Ágæta samstarfsfólk. Ég vildi upplýsa ykkur um það að í fyrrakvöld óskaði ég eftir því við embætti ríkissaksóknara að segja mig frá rannsókn máls er varðar ætlaðan undirbúning hryðjuverka. Ríkissaksóknari hefur fallist á þessa beiðni mína og flutt rannsóknarforræði málsins til embættis Héraðssaksóknara. Þetta verður tilkynnt á upplýsingafundi lögreglu um málið nú kl. 15:03 en ástæða þessarar beiðni eru upplýsingar þess efnis að einstaklingur, sem tengdur er mér fjölskylduböndum, hefur verið nefndur í sambandi við málið. Ég óskaði eftir því að segja mig frá málinu um leið og þessar upplýsingar lágu fyrir til að tryggja rannsóknarhagsmuni og viðhalda trausti til rannsóknarinnar. Vanhæfið snýr aðeins að þessu máli en ekki öðrum verkefnum eða störfum.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira