Lífið

Ás­laug Magnús­dóttir gerð að góð­gerðar­sendi­herra tísku

Elísabet Hanna skrifar
Áslaug Magnúsdóttir var gerð að góðgerðarsendiherra og vistvæna tískuvörumerkið Katla hlaut verðlaun.
Áslaug Magnúsdóttir var gerð að góðgerðarsendiherra og vistvæna tískuvörumerkið Katla hlaut verðlaun. Aðsend

Athafnakonan Áslaug Magnúsdóttir var gerð að góðgerðarsendiherra tísku hjá samtökunum Fashion 4 Development. Vistvæna tískuvörumerkið Katla, sem hún stofnaði, hlaut einnig verðlaun fyrir störf sín í þágu umhverfismála en hún er forstjóri fyrirtækisins.

Það var Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfismálaráðherra, sem veitti verðlaunin hjá Fashion 4 Development samtökunum í New York. Fatahönnuðurinn Victoria Beckham, fyrirsætan Iman og leikkonan Charlize Theron hafa meðal annars verið gerðar að góðgerðarsendiherrum tísku hjá samtökunum. Fashion 4 Development samtökin voru stofnuð árið 2011 af Evie Evangelou í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar.

Áslaug og eiginmaður hennar, Sacha Tueni, nutu kvöldsins vel á Fashion 4 Development Sustainable goals banquet.Aðsend

Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.