Frá þessu greinir Fréttablaðið.
Þá segir Ólöf formenn þeirra félaga sem gagnrýndu ráðninguna hafa átt góðan fund með ráðherra í gær en þar hafi hún tjáð þeim að hún gæti ekki afturkallað skipunina en lýst vilja til að vinna áfram að málefnum höfuðsafnanna þriggja.
Söfnin þrjú eru Þjóðminjasafnið, Listasafn Íslands og Náttúruminjasafnið.
„Lilju var mjög mikið niðri fyrir. Hún harmaði að hafa fært til embættismann í starfi með þessum hætti,“ hefur Fréttablaðið eftir Ólöfu um orð Lilju á Safnaþinginu. Sagði hún marga hafa sett hljóða.
Á fundinum í gær var meðal annars ákveðið að stofna samráðshóp um fyrirkomulag ráðninga við söfnin og að setja takmörk á ráðningartíma í æðstu stöður, að sögn Ólafar.