Segir hund nágrannans hafa ráðist á litla stelpu: „Maður bara fékk sjokk“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. september 2022 21:11 Halldóra segir hundinn líkjast þýskum fjárhundi. Vísir/Vilhelm/Getty Íbúi á Akureyri segist ráðalaus vegna hunds sem börnum stafi ógn af. Hundurinn hafi glefsað í litla stelpu fyrr í dag, og kallað hafi verið á lögreglu. Hún segir hundinn sitja bundinn úti í garði heilu og hálfu dagana og gelta stanslaust. Íbúinn vill hundinn burt. Halldóra Kr. Larsen, íbúi í Keilusíðu á Akureyri, segir í samtali við fréttastofu að ástandið sé óboðlegt. Árás á lítið barn hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Hún segir að margoft hafi verið kvartað til Matvælastofnunar og Akureyrarbæjar en ekkert hafi verið gert. „Hann hefur verið að gera okkur lífið mjög leitt. Svo best sem ég veit hefur þetta ekki orðið svona slæmt áður - að hann hafi ráðist að börnum - en hann er mjög árásargjarn á aðra hunda og geltir hérna daginn út og daginn inn. Eigandinn hefur hann bundinn hérna úti í garði heilu og hálfu dagana og er ekki að sinna honum almennilega – og bara vanrækir hann,“ segir Halldóra. Krakkarnir dauðhræddir Halldóra segir að unga stelpan hafi blessunarlega ekki meiðst alvarlega. Hún hafi ekki verið bitin til blóðs en hlotið bólgu og roða. Halldóra gagnrýnir aðgerðarleysi yfirvalda en lögregla tók skýrslu af stelpunni sem bitið var í og vitnum eftir atvikið í dag. Hún segir krakkana í nágrenninu dauðhrædda og bætir við að hundurinn sé einfaldlega ekki hæfur til að vera í fjölbýlishúsi. „Maður bara fékk sjokk þegar maður heyrði þvílíkt árásargjarnt gelt hérna úti og öskur; það rann vatn milli skinns og hörunds hjá manni - öskurinn og gráturinn í börnunum. Þau voru skíthrædd. Þetta voru fjórar litlar stelpur sem voru að labba hérna með lítinn hund og þessi hundur er svona svipaður og schaefer á stærð, kannski aðeins minni. Og hann kemur og ræðst á hinn hundinn og nær að glefsa í eitt barnið,“ segir Halldóra Alfarið eigandanum að kenna Halldóra segir að sonur eiganda hundsins hafi verið úti að labba með hann þegar hann náði að slíta sig lausan. Sonurinn hafi ekkert ráðið við hundinn. „Við viljum hundinn eiginlega bara í burtu . Við erum alveg á því að það eru ekki til slæmir hundar. Það eru til slæmir eigendur. Hundarnir, ef maður elur þá ekki upp og þeir eru vanræktir svona, auðvitað verða þeir snargeðveikir og árásargjarnir. Það þarf að ala þá rétt upp til að þeir séu húsum hæfir og hæfir til að vera í kringum börn og aðra hunda. Það er ekki við hundinn að sakast að hann sé vanræktur á þennan hátt, það er alfarið eigandanum að kenna að hún sé að vanrækja hann svona,“ segir Halldóra. Hundar Dýr Akureyri Gæludýr Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Halldóra Kr. Larsen, íbúi í Keilusíðu á Akureyri, segir í samtali við fréttastofu að ástandið sé óboðlegt. Árás á lítið barn hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Hún segir að margoft hafi verið kvartað til Matvælastofnunar og Akureyrarbæjar en ekkert hafi verið gert. „Hann hefur verið að gera okkur lífið mjög leitt. Svo best sem ég veit hefur þetta ekki orðið svona slæmt áður - að hann hafi ráðist að börnum - en hann er mjög árásargjarn á aðra hunda og geltir hérna daginn út og daginn inn. Eigandinn hefur hann bundinn hérna úti í garði heilu og hálfu dagana og er ekki að sinna honum almennilega – og bara vanrækir hann,“ segir Halldóra. Krakkarnir dauðhræddir Halldóra segir að unga stelpan hafi blessunarlega ekki meiðst alvarlega. Hún hafi ekki verið bitin til blóðs en hlotið bólgu og roða. Halldóra gagnrýnir aðgerðarleysi yfirvalda en lögregla tók skýrslu af stelpunni sem bitið var í og vitnum eftir atvikið í dag. Hún segir krakkana í nágrenninu dauðhrædda og bætir við að hundurinn sé einfaldlega ekki hæfur til að vera í fjölbýlishúsi. „Maður bara fékk sjokk þegar maður heyrði þvílíkt árásargjarnt gelt hérna úti og öskur; það rann vatn milli skinns og hörunds hjá manni - öskurinn og gráturinn í börnunum. Þau voru skíthrædd. Þetta voru fjórar litlar stelpur sem voru að labba hérna með lítinn hund og þessi hundur er svona svipaður og schaefer á stærð, kannski aðeins minni. Og hann kemur og ræðst á hinn hundinn og nær að glefsa í eitt barnið,“ segir Halldóra Alfarið eigandanum að kenna Halldóra segir að sonur eiganda hundsins hafi verið úti að labba með hann þegar hann náði að slíta sig lausan. Sonurinn hafi ekkert ráðið við hundinn. „Við viljum hundinn eiginlega bara í burtu . Við erum alveg á því að það eru ekki til slæmir hundar. Það eru til slæmir eigendur. Hundarnir, ef maður elur þá ekki upp og þeir eru vanræktir svona, auðvitað verða þeir snargeðveikir og árásargjarnir. Það þarf að ala þá rétt upp til að þeir séu húsum hæfir og hæfir til að vera í kringum börn og aðra hunda. Það er ekki við hundinn að sakast að hann sé vanræktur á þennan hátt, það er alfarið eigandanum að kenna að hún sé að vanrækja hann svona,“ segir Halldóra.
Hundar Dýr Akureyri Gæludýr Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira