Herdís samdi tónlistina fyrir væntanlega stórmynd í Hollywood Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. september 2022 20:01 Tónskáldið Herdís Stefánsdóttir samdi tónlistina fyrir væntanlega kvikmynd leikstjórans M. Night Shyamalan, Knock at the Cabin. Vísir/Vilhelm „Þetta er eiginlega svona röð atvika sem að leiða mann á svona stað,“ segir tónskáldið Herdís Stefánsdóttir í viðtali við Bítið í morgun. Herdís sér um tónlistina í kvikmyndinni Knock at the Cabin sem er nýjasta mynd leikstjórans M. Night Shyamalan. Hann er meðal annars þekktur fyrir stórmyndina The Sixth Sense með Bruce Willis í aðalhlutverki. „Þetta gerðist í raun og veru síðasta haust. Þá fékk ég símtal frá umboðskonunni minni í Hollywood sem hringir í mig seint um kvöld og segir: „Herdís, veistu hvaða leikstjóri M. Night Shyamalan er?“ Og ég var alveg já, ég veit hver hann er.“ Þá sagði umboðskonan henni að Shyamalan vildi tala við hana í símann sem fyrst og Herdís segist ekki hafa áttað sig á því hvernig hann vissi hver hún var. View this post on Instagram A post shared by M. Night Shyamalan (@mnight) Skrifaði myndina út frá tónlist Herdísar Herdís hefur unnið í ýmsum stórum tónlistarverkefnum að undanförnu. Hún samdi meðal annars tónlist fyrir sjónvarpsseríurnar Verbúðin, Y: The Last Man og The Essex Serpent með Tom Hiddlestone og Claire Danes í aðalhlutverkum. Þá hefur hún einnig gefið sjálf út lög undir listamannsnafninu Kónguló. View this post on Instagram A post shared by Herdi s Stefa nsdo ttir (@herdisstef) Áhugi Shyamalan kom Herdísi í opna skjöldu en hann hafði heyrt tónlistina hennar við þættina Y: The Last Man. „Hann hafði verið að skrifa story boardið að Knock at the Cabin við tónlistina mína og var mjög innblásinn af henni.“ View this post on Instagram A post shared by Knock At The Cabin (@knockatthecabin) Frábær og kröfuharður Herdís segir ferlið hafa gengið ótrúlega vel og þetta sé lang stærsta verkefnið sem hún hefur tekið hingað til. Samstarfið við Shyamalan var mjög gott og á sama tíma krefjandi. „Hann er frábær og við kynntumst í sumar og urðum vinir. Hann er æðisleg manneskja en hann er mjög kröfuharður.“ Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan. Tónlist Bíó og sjónvarp Hollywood Menning Bítið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Horfist í augu við ótta sinn á kóngulóm með nýju tónlistarverkefni Tónlistarkonan Herdís Stefánsdóttir var að senda frá sér lagið Be Human undir listamannsnafninu Kónguló. Herdís hefur komið víða að í tónlistarheiminum bæði hérlendis sem og erlendis en þetta er fyrsta útgáfa hennar sem sóló listamaður. Blaðamaður tók púlsinn á Herdísi og fékk að heyra nánar frá þessu nýja tónlistarverkefni. 10. júní 2022 14:31 Þessi hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin Hljómsveitin FLOTT og Mono Town, rapparinn Birnir og tónlistarkonurnar Bríet og Anna Gréta Sigurðardóttir hlutu öll tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunin sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Hörpu fyrr í kvöld. 30. mars 2022 22:43 Verkalýðslög og drykkjuvísur helsti innblásturinn Herdís Stefánsdóttir og Kjartan Holm eru höfundar tónlistarinnar í Verbúðinni en þau hafa sannað sig sem ein mest spennandi kvikmyndatónskáld landsins. 11. febrúar 2022 16:00 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þetta gerðist í raun og veru síðasta haust. Þá fékk ég símtal frá umboðskonunni minni í Hollywood sem hringir í mig seint um kvöld og segir: „Herdís, veistu hvaða leikstjóri M. Night Shyamalan er?“ Og ég var alveg já, ég veit hver hann er.“ Þá sagði umboðskonan henni að Shyamalan vildi tala við hana í símann sem fyrst og Herdís segist ekki hafa áttað sig á því hvernig hann vissi hver hún var. View this post on Instagram A post shared by M. Night Shyamalan (@mnight) Skrifaði myndina út frá tónlist Herdísar Herdís hefur unnið í ýmsum stórum tónlistarverkefnum að undanförnu. Hún samdi meðal annars tónlist fyrir sjónvarpsseríurnar Verbúðin, Y: The Last Man og The Essex Serpent með Tom Hiddlestone og Claire Danes í aðalhlutverkum. Þá hefur hún einnig gefið sjálf út lög undir listamannsnafninu Kónguló. View this post on Instagram A post shared by Herdi s Stefa nsdo ttir (@herdisstef) Áhugi Shyamalan kom Herdísi í opna skjöldu en hann hafði heyrt tónlistina hennar við þættina Y: The Last Man. „Hann hafði verið að skrifa story boardið að Knock at the Cabin við tónlistina mína og var mjög innblásinn af henni.“ View this post on Instagram A post shared by Knock At The Cabin (@knockatthecabin) Frábær og kröfuharður Herdís segir ferlið hafa gengið ótrúlega vel og þetta sé lang stærsta verkefnið sem hún hefur tekið hingað til. Samstarfið við Shyamalan var mjög gott og á sama tíma krefjandi. „Hann er frábær og við kynntumst í sumar og urðum vinir. Hann er æðisleg manneskja en hann er mjög kröfuharður.“ Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan.
Tónlist Bíó og sjónvarp Hollywood Menning Bítið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Horfist í augu við ótta sinn á kóngulóm með nýju tónlistarverkefni Tónlistarkonan Herdís Stefánsdóttir var að senda frá sér lagið Be Human undir listamannsnafninu Kónguló. Herdís hefur komið víða að í tónlistarheiminum bæði hérlendis sem og erlendis en þetta er fyrsta útgáfa hennar sem sóló listamaður. Blaðamaður tók púlsinn á Herdísi og fékk að heyra nánar frá þessu nýja tónlistarverkefni. 10. júní 2022 14:31 Þessi hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin Hljómsveitin FLOTT og Mono Town, rapparinn Birnir og tónlistarkonurnar Bríet og Anna Gréta Sigurðardóttir hlutu öll tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunin sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Hörpu fyrr í kvöld. 30. mars 2022 22:43 Verkalýðslög og drykkjuvísur helsti innblásturinn Herdís Stefánsdóttir og Kjartan Holm eru höfundar tónlistarinnar í Verbúðinni en þau hafa sannað sig sem ein mest spennandi kvikmyndatónskáld landsins. 11. febrúar 2022 16:00 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Horfist í augu við ótta sinn á kóngulóm með nýju tónlistarverkefni Tónlistarkonan Herdís Stefánsdóttir var að senda frá sér lagið Be Human undir listamannsnafninu Kónguló. Herdís hefur komið víða að í tónlistarheiminum bæði hérlendis sem og erlendis en þetta er fyrsta útgáfa hennar sem sóló listamaður. Blaðamaður tók púlsinn á Herdísi og fékk að heyra nánar frá þessu nýja tónlistarverkefni. 10. júní 2022 14:31
Þessi hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin Hljómsveitin FLOTT og Mono Town, rapparinn Birnir og tónlistarkonurnar Bríet og Anna Gréta Sigurðardóttir hlutu öll tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunin sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Hörpu fyrr í kvöld. 30. mars 2022 22:43
Verkalýðslög og drykkjuvísur helsti innblásturinn Herdís Stefánsdóttir og Kjartan Holm eru höfundar tónlistarinnar í Verbúðinni en þau hafa sannað sig sem ein mest spennandi kvikmyndatónskáld landsins. 11. febrúar 2022 16:00
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“