Veislugestir í sendiráðinu í Vín steinhissa á píanóspili Snorra Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2022 10:23 Óhætt er að segja að Snorri hafi komið veislugestum í opna skjöldu. Myndlistarmaðurinn og stjórnmálamaðurinn Snorri Ásmundsson kom virðulegum menningarvitum í Austurríki í opna skjöldu með Vínartónleikum sínum. Fyrir viku var haldin afar virðuleg og menningarleg samkoma, kvöldverður í bústað sendiherra Íslands í Austurríki, en tilefnið voru samsýningar og kynning á íslenskri list. Samkoman var eins fín og fínt getur orðið, eins menningarleg eins og menningarlegt getur orðið. Óhætt er að segja að Snorri hafi komið viðstöddum í opna skjöldu með atriði sínu. „Viðtökurnar voru blendnar því fólkið átti meira von á klassískum píanóleik. En nokkrir urðu himinlifandi og ánægðir,“ segir Snorri í samtali við Vísi. En hvernig skilgreinir hann atriði sitt, eru þetta tónleikar eða gjörningur? „Bæði. Eða, ég kalla þetta Vínartónleika. Þetta er píanó performance,“ segir Snorri. Viðburðurinn hefur verið birtur á YouTube og má sjá í heild sinni hér neðar. Vínartónleikar Snorra taka um 14 mínútur og, eins og stundum er sagt við myndskeið á netinu: „Wait for it!“ Snorra var boðið að koma fram við þetta tækifæri og var kynntur sem besti píanóleikari Evrópu. „Þarna voru hinir ýmsir sýningarstjórar og blaðamenn frá Austurríki ásamt listamönnum og sendiherranum Kristínu Árnadóttur sem stóð fyrir viðburðinum,“ segir Snorri og er harla ánægður með hvernig til tókst. Og þegar hefur verið fjallað um hinn menningarlega viðburð í austurísku pressunni. Lofsamlega. Menningarblaðamaður Die Presse er afar hrifinn af besta píanóleikara Evrópu.skjáskot „Já, Die Presse fjallaði um þetta. Mjög virtur blaðamaður sem þetta skrifaði,“ segir Snorri. Atriði hans hefur sem sagt vakið mikla og verðskuldaða athygli enda reif Snorri veisluna upp í áður óþekktar hæðir. „Já, heldur betur. Lífgaði upp á heldur steríla samkomuna.“ Í kjölfarið hefur Snorri verið pantaður sérstaklega í fleiri veislur, fleiri viðburði af þessu tagi þar sem hann mun koma fram sem besti píanóleikari í Evrópu. Austurríki Myndlist Tónlist Íslendingar erlendis Sendiráð á Íslandi Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Fyrir viku var haldin afar virðuleg og menningarleg samkoma, kvöldverður í bústað sendiherra Íslands í Austurríki, en tilefnið voru samsýningar og kynning á íslenskri list. Samkoman var eins fín og fínt getur orðið, eins menningarleg eins og menningarlegt getur orðið. Óhætt er að segja að Snorri hafi komið viðstöddum í opna skjöldu með atriði sínu. „Viðtökurnar voru blendnar því fólkið átti meira von á klassískum píanóleik. En nokkrir urðu himinlifandi og ánægðir,“ segir Snorri í samtali við Vísi. En hvernig skilgreinir hann atriði sitt, eru þetta tónleikar eða gjörningur? „Bæði. Eða, ég kalla þetta Vínartónleika. Þetta er píanó performance,“ segir Snorri. Viðburðurinn hefur verið birtur á YouTube og má sjá í heild sinni hér neðar. Vínartónleikar Snorra taka um 14 mínútur og, eins og stundum er sagt við myndskeið á netinu: „Wait for it!“ Snorra var boðið að koma fram við þetta tækifæri og var kynntur sem besti píanóleikari Evrópu. „Þarna voru hinir ýmsir sýningarstjórar og blaðamenn frá Austurríki ásamt listamönnum og sendiherranum Kristínu Árnadóttur sem stóð fyrir viðburðinum,“ segir Snorri og er harla ánægður með hvernig til tókst. Og þegar hefur verið fjallað um hinn menningarlega viðburð í austurísku pressunni. Lofsamlega. Menningarblaðamaður Die Presse er afar hrifinn af besta píanóleikara Evrópu.skjáskot „Já, Die Presse fjallaði um þetta. Mjög virtur blaðamaður sem þetta skrifaði,“ segir Snorri. Atriði hans hefur sem sagt vakið mikla og verðskuldaða athygli enda reif Snorri veisluna upp í áður óþekktar hæðir. „Já, heldur betur. Lífgaði upp á heldur steríla samkomuna.“ Í kjölfarið hefur Snorri verið pantaður sérstaklega í fleiri veislur, fleiri viðburði af þessu tagi þar sem hann mun koma fram sem besti píanóleikari í Evrópu.
Austurríki Myndlist Tónlist Íslendingar erlendis Sendiráð á Íslandi Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira